Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2023 13:46 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. Fimmtudagur og frost í kringum tíu gráður líkt og síðustu daga og vikur. Á morgun verður breyting á þegar hitastig fer upp fyrir frostmark og helst þannig ef marka má spár. Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í fyrramálið og vara fram á laugardag. Flughált á morgun Þá varar veðurstofan við vexti í ám og lækjum vegna hlákunnar og minnir á mikilvægi þess að huga að niðurföllum svo vatn komist leiðar sinnar og valdi ekki tjóni. Um leið er líklegt að flughálka myndist á blautum klaka. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa síðustu daga staðið í undirbúningi fyrir morgundaginn. „Fyrst og fremst með því að fara í alla svokallaða lágpunkta sem eru mikilvæg niðurföll þannig við erum að reyna að greiða leið vatnsins niður þannig að ekki myndist flóð,“ sagði Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs- og umhirðu borgarlandsins. Munu bregðast við ábendingum Þá verður vakt starfandi fram eftir kvöldi á morgun og fyrri part laugardags sem mun bregðast við ábendingum frá íbúum og lögreglu ef flóðaástand skapast en íbúum er bent á að hafa samband í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar eða með því að hafa beint samband við lögreglu. Hjalti hvetur íbúa til að fara varlega. „Það sem er að gerast er að það mun rigna gríðarlega mikið samkvæmt veðurspá í stuttan tíma og í svona aðstæðum þá getur myndast, þegar snjór byrjar að bráðna, glær hálka og það er mikill vindur í kortum eða fimmtán metrar á sekúndu þannig sums staðar geta myndast mjög hættulegar aðstæður.“ Fjörutíu metrar á sekúndu Þá má reikna með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið en reikna má með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að sömu sögu sé að segja undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir morgni. Veður Reykjavík Tengdar fréttir Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21 Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31 Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09 Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46 Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Fimmtudagur og frost í kringum tíu gráður líkt og síðustu daga og vikur. Á morgun verður breyting á þegar hitastig fer upp fyrir frostmark og helst þannig ef marka má spár. Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í fyrramálið og vara fram á laugardag. Flughált á morgun Þá varar veðurstofan við vexti í ám og lækjum vegna hlákunnar og minnir á mikilvægi þess að huga að niðurföllum svo vatn komist leiðar sinnar og valdi ekki tjóni. Um leið er líklegt að flughálka myndist á blautum klaka. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa síðustu daga staðið í undirbúningi fyrir morgundaginn. „Fyrst og fremst með því að fara í alla svokallaða lágpunkta sem eru mikilvæg niðurföll þannig við erum að reyna að greiða leið vatnsins niður þannig að ekki myndist flóð,“ sagði Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs- og umhirðu borgarlandsins. Munu bregðast við ábendingum Þá verður vakt starfandi fram eftir kvöldi á morgun og fyrri part laugardags sem mun bregðast við ábendingum frá íbúum og lögreglu ef flóðaástand skapast en íbúum er bent á að hafa samband í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar eða með því að hafa beint samband við lögreglu. Hjalti hvetur íbúa til að fara varlega. „Það sem er að gerast er að það mun rigna gríðarlega mikið samkvæmt veðurspá í stuttan tíma og í svona aðstæðum þá getur myndast, þegar snjór byrjar að bráðna, glær hálka og það er mikill vindur í kortum eða fimmtán metrar á sekúndu þannig sums staðar geta myndast mjög hættulegar aðstæður.“ Fjörutíu metrar á sekúndu Þá má reikna með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið en reikna má með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að sömu sögu sé að segja undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir morgni.
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21 Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31 Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09 Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46 Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21
Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31
Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09
Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46
Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30