Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2023 13:46 Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Vísir Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. Fimmtudagur og frost í kringum tíu gráður líkt og síðustu daga og vikur. Á morgun verður breyting á þegar hitastig fer upp fyrir frostmark og helst þannig ef marka má spár. Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í fyrramálið og vara fram á laugardag. Flughált á morgun Þá varar veðurstofan við vexti í ám og lækjum vegna hlákunnar og minnir á mikilvægi þess að huga að niðurföllum svo vatn komist leiðar sinnar og valdi ekki tjóni. Um leið er líklegt að flughálka myndist á blautum klaka. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa síðustu daga staðið í undirbúningi fyrir morgundaginn. „Fyrst og fremst með því að fara í alla svokallaða lágpunkta sem eru mikilvæg niðurföll þannig við erum að reyna að greiða leið vatnsins niður þannig að ekki myndist flóð,“ sagði Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs- og umhirðu borgarlandsins. Munu bregðast við ábendingum Þá verður vakt starfandi fram eftir kvöldi á morgun og fyrri part laugardags sem mun bregðast við ábendingum frá íbúum og lögreglu ef flóðaástand skapast en íbúum er bent á að hafa samband í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar eða með því að hafa beint samband við lögreglu. Hjalti hvetur íbúa til að fara varlega. „Það sem er að gerast er að það mun rigna gríðarlega mikið samkvæmt veðurspá í stuttan tíma og í svona aðstæðum þá getur myndast, þegar snjór byrjar að bráðna, glær hálka og það er mikill vindur í kortum eða fimmtán metrar á sekúndu þannig sums staðar geta myndast mjög hættulegar aðstæður.“ Fjörutíu metrar á sekúndu Þá má reikna með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið en reikna má með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að sömu sögu sé að segja undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir morgni. Veður Reykjavík Tengdar fréttir Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21 Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31 Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09 Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46 Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fimmtudagur og frost í kringum tíu gráður líkt og síðustu daga og vikur. Á morgun verður breyting á þegar hitastig fer upp fyrir frostmark og helst þannig ef marka má spár. Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í fyrramálið og vara fram á laugardag. Flughált á morgun Þá varar veðurstofan við vexti í ám og lækjum vegna hlákunnar og minnir á mikilvægi þess að huga að niðurföllum svo vatn komist leiðar sinnar og valdi ekki tjóni. Um leið er líklegt að flughálka myndist á blautum klaka. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa síðustu daga staðið í undirbúningi fyrir morgundaginn. „Fyrst og fremst með því að fara í alla svokallaða lágpunkta sem eru mikilvæg niðurföll þannig við erum að reyna að greiða leið vatnsins niður þannig að ekki myndist flóð,“ sagði Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs- og umhirðu borgarlandsins. Munu bregðast við ábendingum Þá verður vakt starfandi fram eftir kvöldi á morgun og fyrri part laugardags sem mun bregðast við ábendingum frá íbúum og lögreglu ef flóðaástand skapast en íbúum er bent á að hafa samband í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar eða með því að hafa beint samband við lögreglu. Hjalti hvetur íbúa til að fara varlega. „Það sem er að gerast er að það mun rigna gríðarlega mikið samkvæmt veðurspá í stuttan tíma og í svona aðstæðum þá getur myndast, þegar snjór byrjar að bráðna, glær hálka og það er mikill vindur í kortum eða fimmtán metrar á sekúndu þannig sums staðar geta myndast mjög hættulegar aðstæður.“ Fjörutíu metrar á sekúndu Þá má reikna með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið en reikna má með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að sömu sögu sé að segja undir Eyjafjöllum og á norðanverðu Snæfellsnesi fram eftir morgni.
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21 Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31 Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09 Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46 Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21
Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31
Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09
Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46
Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30