„Björgvin er stífur í bakinu þannig að við vitum ekki alveg hvernig framhaldið verður,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fyrir æfingu strákanna okkar sem nú stendur yfir í Scandinavium.
„Við vildum hafa vaðið fyrir neðan okkur og kalla á Ágúst ef til kemur að Björgvin geti ekki spilað. Við verðum að bíða og sjá hverju fram vindur.“
Ágúst Elí tók fyrstu vél yfir er þetta mál kom upp og mætti ferskur á æfinguna.
Leikur Íslands og Svíþjóðar er klukkan 19.30 annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.