Tónlist

Iceland Airwaves valin besta innihátíð ársins 2022

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ísleifur Þórhallsson hátíðarstjóri Iceland airwaves setti hátíðina venju samkvæmt á hjúkrunarheimilinu Grund.
Ísleifur Þórhallsson hátíðarstjóri Iceland airwaves setti hátíðina venju samkvæmt á hjúkrunarheimilinu Grund. Vísir/Vilhelm

Iceland Airwaves vann verðlaunin „besta innihátíðin“ á Evrópsku hátíðarverðlaununum (e. European Festival Awards) í Groningen í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2020 sem verðlaunin eru afhent.

Iceland Airwaves fór fram í fyrsta sinn síðan 2019 í nóvember síðastliðnum. Uppselt var á hátíðina og fékk hátíðin fimm stjörnu dóma hjá fulltrúum NME og The Independent auk fjögurra stjarna frá blaðamanna Rolling Stone. 

Tilnefningar fyrir bestu hátíðina fóru fram í opinni kosningu og voru vinningshafar svo valdir af fagráði úr tólistargeiranum. Sindri Ástmarsson bókunarstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd Iceland Airwaves á Eurosonic Noorderslag. Tónlistarkonan Árný Margrét kom fram á viðburðinum.

Meðal annarra verðlaunahafa má nefna að Roskilde Festival í Danmörku var valin besta stóra hátíð ársins, Hellfest í Frakklandi fékk verðlaun fyrir bestu dagskrá og Superbloom í Þýskalandi var valinn nýliði ársins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.