Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2023 19:45 Það kom flestum á óvart þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra greindi frá afsögn sinni á fundi með fréttamönnum í gær. AP/Kerry Marshall Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga. Jacinda Ardern tók fyrst við forsætisráðherraembættinu á Nýja Sjálandi í október 2017, þá nýkjörin formaður Verkamannaflokksins og myndaði stjórn með tveimur öðrum flokkum. Þá var hún 37 ára og yngst kvenna í heiminum til að taka við embætti þjóðarleiðtoga. Hún leiddi síðan flokk sinn til stórsigurs í kosningum 2020 þegar flokkurinn fékk fyrstur flokka hreinan meirihluta á þingi frá árinu 1996. Ardern naut strax mikilla vinsælda fyrir alþýðlega framkomu og röggsemi í nánast samfelldri áfallastjórnun vegna fellibylja, flóða, jarðskjálfta og ekki hvað síst hinna skelfilegu fjöldamorða í borginni Christchurch í mars 2019 þegar öfgamaður myrti rúmlega fimmtíu muslima í mosku í borginni. Síðan kom covid og nú síðast verðbólga og efnahagssamdráttur vegna úkraínustríðsins. Jacinda Ardern fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands klökknaði á köflum þegar hún greindi frá afsögn sinni í gærkveldi að íslenskum tíma.AP/Warren Buckland „Ég er að hefja sjötta árið mitt í embætti og öll þessi ár hef ég gefið allt mitt. Að fá að leiða þjóð er að mínu mati mestu forréttindi sem nokkrum getur hlotnast en einnig það mest krefjandi. Þú getur ekki og ættir ekki að taka það að þér án þess að hafa fullan tank auk varabirgða fyrir óvæntar áskoranir,“ sagði Ardern á fréttamannafundi í gær. Hún hefði vonað að sumarið á suðurhveli gæfi henni þrótt til að halda áfram að leiða flokkinn í komandi kosningum í október. Það hefði því miður ekki orðið raunin. „Þannig að í dag tilkynni ég að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri og að kjörtímabili mínu sem forsætisráðherra lýkur eigi síðar en 7. febrúar,“ sagði forsætisráðherrann og komst augljóslega við. Jacinda Ardern naut mikillar virðingar fyrir yfirveguð en röggsöm viðbrögð við fjöldamorðunum við mosku í Christchurch í mars 2019.AP/Vincent Thian Árin í embætti hafi verð þau mest gefandi í lífi hennar en falið í sér margar áskoranir. Hún segði hins vegar ekki af sér vegna erfiðara verkefna. „Ég fer vegna þess að forréttindahlutverki eins og þessu fylgir mikil ábyrgð. Sú ábyrgð að vita hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða en einnig hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvers þetta embætti krefst og ég veit að ég hef ekki lengur nægt eldsneyti á tanknum til að gegna því með fullnægjandi hætti. Svo einfalt er það,“sagði Ardern. Kristrún Frostadóttir nýkjörin formaður Samfylkingarinnar segir Jancindu Ardern leitoga jafnaðarmanna á Nýja Sjálandi vera fyrirmynd ungra kvenna og jafnaðarfólks í stjórnmálum.Stöð 2/Sigurjón Jacinda Ardern var 37 ára þegar hún tók við forystu í ný sjálenska Verkamannaflokknum og varð forsætisráðherra. Formaður systurflokksins hér uppi á Íslandi, Kristrún Frostadóttir, var 34 ára þegar hún varð formaður Samfylkingarinnar á síðasta ári. Hún segir Ardern vera mikla fyrirmynd. „Þetta eru auðvitað stórar fréttir fyrir okkur jafnaðarfólk sem hefur litið mikið upp til Ardern. Hún hefur verið mikil fyrirmynd, bæði fyrir ungar konur í pólitík en líka fyrir okkur sem aðhyllumst þessa stefnu. Við höfum verið mjög stolt af henni,“segir Kristrún. En hún sýni líka mikinn styrkleika konu í þjónandi forystu. „Það er margt sem við getum leikið eftir og margt í stefnunni sem ber að líta til. Þannig að við erum auðvitað bara stolt af okkar konu og spennt að sjá hvað hún gerir næst,“segir Kristrún Frostadóttir. Nýja-Sjáland Samfylkingin Tengdar fréttir Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. 19. janúar 2023 12:16 Ardern segir af sér Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. 19. janúar 2023 06:41 Kallaði þingmann hrokafullan fávita Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast. 13. desember 2022 21:04 „Ofbeldisfullur öfgamaður“ skotinn til bana eftir hnífaárás í stórmarkaði Lögregla á Nýja Sjálandi skaut mann til bana sem gerði hnífaárás í stórmarkaði í borginni Auckland í dag. Jacinda Ardern forsætisráðherra lýsti manninum sem „ofbeldisfullum öfgamanni“ og sagði árásina hryðjuverk. 3. september 2021 06:52 Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Jacinda Ardern tók fyrst við forsætisráðherraembættinu á Nýja Sjálandi í október 2017, þá nýkjörin formaður Verkamannaflokksins og myndaði stjórn með tveimur öðrum flokkum. Þá var hún 37 ára og yngst kvenna í heiminum til að taka við embætti þjóðarleiðtoga. Hún leiddi síðan flokk sinn til stórsigurs í kosningum 2020 þegar flokkurinn fékk fyrstur flokka hreinan meirihluta á þingi frá árinu 1996. Ardern naut strax mikilla vinsælda fyrir alþýðlega framkomu og röggsemi í nánast samfelldri áfallastjórnun vegna fellibylja, flóða, jarðskjálfta og ekki hvað síst hinna skelfilegu fjöldamorða í borginni Christchurch í mars 2019 þegar öfgamaður myrti rúmlega fimmtíu muslima í mosku í borginni. Síðan kom covid og nú síðast verðbólga og efnahagssamdráttur vegna úkraínustríðsins. Jacinda Ardern fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands klökknaði á köflum þegar hún greindi frá afsögn sinni í gærkveldi að íslenskum tíma.AP/Warren Buckland „Ég er að hefja sjötta árið mitt í embætti og öll þessi ár hef ég gefið allt mitt. Að fá að leiða þjóð er að mínu mati mestu forréttindi sem nokkrum getur hlotnast en einnig það mest krefjandi. Þú getur ekki og ættir ekki að taka það að þér án þess að hafa fullan tank auk varabirgða fyrir óvæntar áskoranir,“ sagði Ardern á fréttamannafundi í gær. Hún hefði vonað að sumarið á suðurhveli gæfi henni þrótt til að halda áfram að leiða flokkinn í komandi kosningum í október. Það hefði því miður ekki orðið raunin. „Þannig að í dag tilkynni ég að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri og að kjörtímabili mínu sem forsætisráðherra lýkur eigi síðar en 7. febrúar,“ sagði forsætisráðherrann og komst augljóslega við. Jacinda Ardern naut mikillar virðingar fyrir yfirveguð en röggsöm viðbrögð við fjöldamorðunum við mosku í Christchurch í mars 2019.AP/Vincent Thian Árin í embætti hafi verð þau mest gefandi í lífi hennar en falið í sér margar áskoranir. Hún segði hins vegar ekki af sér vegna erfiðara verkefna. „Ég fer vegna þess að forréttindahlutverki eins og þessu fylgir mikil ábyrgð. Sú ábyrgð að vita hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða en einnig hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvers þetta embætti krefst og ég veit að ég hef ekki lengur nægt eldsneyti á tanknum til að gegna því með fullnægjandi hætti. Svo einfalt er það,“sagði Ardern. Kristrún Frostadóttir nýkjörin formaður Samfylkingarinnar segir Jancindu Ardern leitoga jafnaðarmanna á Nýja Sjálandi vera fyrirmynd ungra kvenna og jafnaðarfólks í stjórnmálum.Stöð 2/Sigurjón Jacinda Ardern var 37 ára þegar hún tók við forystu í ný sjálenska Verkamannaflokknum og varð forsætisráðherra. Formaður systurflokksins hér uppi á Íslandi, Kristrún Frostadóttir, var 34 ára þegar hún varð formaður Samfylkingarinnar á síðasta ári. Hún segir Ardern vera mikla fyrirmynd. „Þetta eru auðvitað stórar fréttir fyrir okkur jafnaðarfólk sem hefur litið mikið upp til Ardern. Hún hefur verið mikil fyrirmynd, bæði fyrir ungar konur í pólitík en líka fyrir okkur sem aðhyllumst þessa stefnu. Við höfum verið mjög stolt af henni,“segir Kristrún. En hún sýni líka mikinn styrkleika konu í þjónandi forystu. „Það er margt sem við getum leikið eftir og margt í stefnunni sem ber að líta til. Þannig að við erum auðvitað bara stolt af okkar konu og spennt að sjá hvað hún gerir næst,“segir Kristrún Frostadóttir.
Nýja-Sjáland Samfylkingin Tengdar fréttir Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. 19. janúar 2023 12:16 Ardern segir af sér Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. 19. janúar 2023 06:41 Kallaði þingmann hrokafullan fávita Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast. 13. desember 2022 21:04 „Ofbeldisfullur öfgamaður“ skotinn til bana eftir hnífaárás í stórmarkaði Lögregla á Nýja Sjálandi skaut mann til bana sem gerði hnífaárás í stórmarkaði í borginni Auckland í dag. Jacinda Ardern forsætisráðherra lýsti manninum sem „ofbeldisfullum öfgamanni“ og sagði árásina hryðjuverk. 3. september 2021 06:52 Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. 19. janúar 2023 12:16
Ardern segir af sér Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. 19. janúar 2023 06:41
Kallaði þingmann hrokafullan fávita Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast. 13. desember 2022 21:04
„Ofbeldisfullur öfgamaður“ skotinn til bana eftir hnífaárás í stórmarkaði Lögregla á Nýja Sjálandi skaut mann til bana sem gerði hnífaárás í stórmarkaði í borginni Auckland í dag. Jacinda Ardern forsætisráðherra lýsti manninum sem „ofbeldisfullum öfgamanni“ og sagði árásina hryðjuverk. 3. september 2021 06:52
Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38