Endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna Alma Björk Ástþórsdóttir og Þorvar Hafsteinsson skrifa 19. janúar 2023 19:01 Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun