Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 19. janúar 2023 20:38 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Stöð 2/Sigurjón Ólason Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14. Veður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14.
Veður Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira