Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 19. janúar 2023 20:38 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Stöð 2/Sigurjón Ólason Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14. Veður Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira
Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14.
Veður Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira