Innlent

Hálka, þæfingsfærð og ófært víða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengsli gætu lokast.
Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengsli gætu lokast. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir og mikill vatnselgur á vegum á höfuðborgarsvæðinu. Þá er krapi á Hellisheiði og í Þrengslum og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálkublettir og mikill vatnselgur á Reykjanesbraut og flughált á Suðurstrandavegi og Krýsuvíkurvegi norðan Vatnsskarðs.

Loka gæti þurft Mosfellsheiði, Hellisheiði og Þrengslum nú í morgunsárið og á Kjalarnesi gæti orðið mjög hvasst um tíma.

Á Vesturlandi er eitthvað um hálku á vegum. Ófært á Fróðárheiði og milli Ólafsvíkur og Grundafjarðar.

Á Vestfjörðum er þæfingsfærð á Mikladal og milli Klettsháls og Þröskulda. Ófært á Steingrímsfjarðarheiði, Kléttshálsi, Kleifaheiði og Hálfdán. Á sunnanverðum Vestfjörðum gætu fjallvegir orðið ófærir í morgunsárið. 

Búið er að fella niður fyrri ferð Baldurs í dag.

Á Norðurlandi er þungfært á Þverárfjalli og snjóþekja og skafrenningur á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Hálka víða á öðrum leiðum.

Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja víða en þæfingsfærð á Tjörnesi og Hófaskarði. Ófært á Brekknaheiði.

Á Austurlandi er þæfingsfærð á Fagradal en hálka eða snjóþekja víða á öðrum leiðum. Hreindýra hafa sést víða á vegum.

Á Suðausturlandi er þæfingsfærð milli Kvískerja og Hafnar en þungfært á Breiðamerkursandi. Snjóþekja og hálka að öðru leiti.

Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.

Nánari upplýsingar má finna á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×