Spennan magnast og er ljóst að keppnin verður harðari með hverri vikunni sem líður. Síðasta föstudag var það Birgir Örn Magnússon, eða Biggi, sem var sendur heim.
Rétt eins og síðasta föstudagskvöld eru örlög keppenda í höndum áhorfenda. Símakosning segir til um það hvaða keppendur halda áfram og hvaða keppandi verður sendur heim.
Þátturinn í kvöld verður seinna á dagskrá en venjulega vegna leik karlalandsliðsins í handbolta. Þátturinn byrjar klukkan 21:00 á Stöð 2. Áhorfendur munu því ekki þurfa að velja milli þess að horfa á Idol eða landsleikinn.
Þema kvöldsins er ástin sjálf og munu þeir sjö keppendur sem eftir standa því spreyta sig á ástarlögum. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lög keppendur munu flytja á stóra sviðinu í Idolhöllinni kvöld.
Þórhildur Helga - 900-9003
Hallelujah - Leonard Cohen

Bía - 900-9008
In Case You Don't Live Forever – Ben Platt

Símon Grétar - 900-9007
Wicked Game – Chris Isaak

Ninja - 900-9005
All I Could Do Was Cry – Beyonce

Guðjón Smári - 900-9002
I Want to Know What Love Is – Foreigner

Saga Matthildur - 900-9001
Tennessee Whiskey - Chris Stapleton

Kjalar - 900-9006
Something – Bítlarnir
