Innlent

„Strákar hjálpa til á bóndadaginn“

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margir kjósa að halda fyrir nefið þegar þorramatur er smakkaður.
Margir kjósa að halda fyrir nefið þegar þorramatur er smakkaður. Stöð 2

Bóndadagur er í dag og þorrinn þar með hafinn. Börn á leikskólanum Laugasól fengu í tilefni þess að smakka ýmsar kræsingar, líkt og hákarl, lundabagga og sviðasultu. 

Veitingarnar lögðust misjafnlega í börnin sem virtust þó óhrædd við að smakka á öllu. Fréttastofa kíkti við í matartíma og ræddi við þá Tryggva, Dag og Högna. 

Þorramatur lætur finna vel fyrir sér.

Þeir sögðu hákarlinn súran, lyktina ekkert sérstaka og tóku fram að strákar ættu að hjálpa til á bóndadaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×