Frýs aftur í kvöld og él á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2023 08:04 Frostið á næstu dögum verður ekki jafn mikið og það hefur verið undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Kólna mun aftur á landinu öllu í dag og í kvöld mun frjósa aftur eftir mikla úrkomu undanfarna daga. Á morgun er svo von á vestan stormi með dimmum éljum. Í næstu viku er þó útlit fyrir umhleypingasamt veður, rauðar hitatölur og áframhaldandi rigningu um mestallt land. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjustu hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að dregið hafi verulega úr úrkomu í nótt en samt verði áfram einhver væta af til sunnan- og vestanlands í dag. Aðeins sé farið að kólna vestantil en fyrir austan séu enn hlýindi með stífri sunnanátt. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s, en vestlægari 13-20 m/s síðdegis. Dregur úr vindi um kvöldið. Víða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust með suðurströndinni. Á mánudag: Breytileg átt, 3-8 og bjart með köflum. Frost 3 til 10 stig. Á þriðjudag: Snýst í suðvestan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu, en styttir upp fyrir austan síðdegis. Hlýnandi, hiti 0 til 6 stig síðdegis. Snýst í vestan og norðvestanátt með éljum um kvöldið. Á miðvikudag: Suðvestan og sunnan gola og víða bjart, en þykknar smám saman upp með slyddu eða rigningu seinnipartinn sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en hlýnandi seinnipartinn. Á fimmtudag: Gengur í stífa suðlæga átt og rigningu en úrkomuminna norðaustantil. Milt í veðri. Á föstudag: Útlit fyrir stífa vestanátt með éljum og kólnandi veður. Veður Tengdar fréttir Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. 20. janúar 2023 21:30 „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum. 20. janúar 2023 06:10 Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. 19. janúar 2023 20:38 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Í næstu viku er þó útlit fyrir umhleypingasamt veður, rauðar hitatölur og áframhaldandi rigningu um mestallt land. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjustu hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að dregið hafi verulega úr úrkomu í nótt en samt verði áfram einhver væta af til sunnan- og vestanlands í dag. Aðeins sé farið að kólna vestantil en fyrir austan séu enn hlýindi með stífri sunnanátt. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á sunnudag: Suðvestan 8-15 m/s, en vestlægari 13-20 m/s síðdegis. Dregur úr vindi um kvöldið. Víða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust með suðurströndinni. Á mánudag: Breytileg átt, 3-8 og bjart með köflum. Frost 3 til 10 stig. Á þriðjudag: Snýst í suðvestan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu, en styttir upp fyrir austan síðdegis. Hlýnandi, hiti 0 til 6 stig síðdegis. Snýst í vestan og norðvestanátt með éljum um kvöldið. Á miðvikudag: Suðvestan og sunnan gola og víða bjart, en þykknar smám saman upp með slyddu eða rigningu seinnipartinn sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en hlýnandi seinnipartinn. Á fimmtudag: Gengur í stífa suðlæga átt og rigningu en úrkomuminna norðaustantil. Milt í veðri. Á föstudag: Útlit fyrir stífa vestanátt með éljum og kólnandi veður.
Veður Tengdar fréttir Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. 20. janúar 2023 21:30 „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum. 20. janúar 2023 06:10 Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. 19. janúar 2023 20:38 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. 20. janúar 2023 21:30
„Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12
Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum. 20. janúar 2023 06:10
Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. 19. janúar 2023 20:38