Þakkar stuðningsmönnum fyrir að reyna að stöðva níðsöngva Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þakkar stuðningsmönnum félagsins fyrir að reyna að útrýma níðsöngvum um samkynhneigða. Naomi Baker/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur þakkað stuðningsmönnum félagsins fyrir sinn hlut í að reyna að útrýma niðrandi söngvum um samkynhneigða. Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“ Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið setti nýverið nýjar reglur sem heimila sambandinu að refsa félögum fyrir niðrandi söngva í garð samkynhneigðra sem séstaklega hafa beinst að Chelsea og stuðningsmönnum þeirra. Liverpool og Chelsea eigast einmitt við í ensku úrvalsdeildinni í dag, en í leikskránni sem gefin er út fyrir leikinn skrifar Klopp nokkur orð og þakkar þar stuðningsmönnum Liverpool fyrir sinn þátt í að reyna að útrýma þessum söngvum. „Svona söngvar passa ekki við einkenni borgarinnar, klúbbsins eða fólksins okkar,“ segir Klopp meðal annars. „Ég ætla ekki að nefna þennan söng á nafn í þessum skrifum mínum þar sem ég tel að því minna sem við heyrum og lesum um hann, því betra. En það sem er virkilega jákvætt er að stuðningsmenn hafa snúið bökum saman í að reyna að láta þetta tilheyra fortíðinni.“ „Við finnum strax fyrir áhrifunum. Jákvæð skref hafa verið tekin og vonandi gerir þetta stuðningamönnum okkar úr LGBT+ samfélaginu kleift að upplifa sig velkomin á leiki, eins og á að vera.“ Í ágúst árið 2021 fordæmdi Liverpool níðsöngva sem beindust að miðjumanninum Billy Gilmour, sem þá var á láni hjá Norwich frá Chelsea. Það atvik leiddi til þess að Klopp boðaði fund með Paul Amann, stofnanda Kop Outs - stuðningsmannahóps sem stofnaður var árið 2016 til að gefa stuðningsmönnum í LGBT+ samfélaginu rödd - til að ræða þessi vandamál. „Paul Amann vildi bara að þessir níðsöngvar myndu hætta svo að öllum okkar stuðningsmönnum gæti liðið eins og þeir væru velkomnir á völlinn,“ sagði Klopp um fund þeirra félaga. „Mér fannst hann ekki vera að biðja um of mikið á þeim tíma og mér finnst hann ekki vera að biðja um of mikið nú. Þannig að það er gott að sjá stuðninginn sem Kop Outs stuðningsmannahópurinn er að fá. Vonandi getum við haldið þessari baráttu áfram.“
Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Sjá meira