Fréttir

Stormur og dimm él væntan­leg í fyrra­málið

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Reiknað er með að veðrið fari að færast yfir í nótt.
Reiknað er með að veðrið fari að færast yfir í nótt. Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Veðrið á að versna í nótt og standa þangað til fram eftir degi á morgun, 22. janúar. 

Varað er við suðvestan og vestan stormi. Spáð er 15 til 25 metrum á sekúndu ásamt dimmum éljum og mjög slæmu skyggni á meðan á þeim stendur. Þessu greinir Veðurstofan frá. 

Reiknað er með því að veðrið hefjist klukkan 02:00 í nótt og standi til 14:00 á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa. Veðrið muni þá skila sér síðar til Suðurlands og standa frá 04:00 í nótt til klukkan 17:00 á morgun. 

Veðurstofan hvetur fólk til þess að vera varkárt og fylgjast vel með veðri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×