Handbolti

Twitter yfir kafla­­skiptum leik gegn Brasilíu: „Donni var utan hóps í fyrstu þremur leikjum mótsins“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti góðan leik í dag.
Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti góðan leik í dag. Vísir/Vilhelm

Ísland vann Brasilíu með fjögurra marka mun í síðasta leik liðsins á HM í handbolta. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik sýndi íslenska liðið sitt rétta andlit í síðari hálfleik og vann leikinn 41-37. 

Að venju var fólk mjög virkt á Twitter bæði fyrir og eftir leik sem og á meðan leik stóð. Fyrr í dag, áður en Ungverjaland vann Grænhöfðaeyjar, velti fólk fyrir sér hvað þyrfti að gerast til að Ísland kæmist áfram og hvort leikur dagsins skipti einhverju máli.

Ungverjaland vann hins vegar 12 marka sigur á Grænhöfðaeyjum og því allir útreikningar óþarfir. Það breytir því ekki að fólk var klárt í bátana þegar leikurinn hófst. Varnarleikurinn sem og treyjur leikmanna Brasilíu voru helst til umræðu í upphafi leiks.

Fólk tæklaði síðari hálfleikinn á sinn hátt. Þá fékk Logi Geirsson mikla ást fyrir ræðuna sem hann hélt í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×