Skoðun

Opið bréf til Katrínar Jakobs­dóttur, for­sætis­ráð­herra

Askur Hrafn Hannesson skrifar

Katrín Jakobsdóttir, þú ert leiðtogi ríkisstjórnarinnar og heyra mannréttindamál Íslands undir þitt ráðuneyti. Það veldur okkur því gríðarlegum áhyggjum að þú skulir hafa dregið þig til hlés úr baráttunni fyrir mannréttindum sem var áður fyrr hjartans mál fyrir þér. Nú stendur til að samþykkja ómannúðlegt og rasískt útlendingafrumvarp sem er bæði á skjön við stefnu Vinstri grænna sem þú hefur hlutverk formanns hjá og stjórnarsáttmála ríkisstjórnar þinnar.

Frumvarpið hirðir lítið sem ekkert um mannréttindi og þær skuldbindingar sem Ísland hefur í þeim málaflokki og hefur ekki tekið almennilegt tillit til álits sérfræðinga í mannréttindum. Það er engu líkara en að ríkisstjórn þín sé þreytt á því að vera með falleinkunn í mannréttindageiranum og sé með frumvarpinu að breyta leikreglunum til þess að fremja mannréttindabrot áfram í skjóli laganna.

Við skorum á þig að stöðva þessa lögleiðingu mannréttindabrota undir eins.

Aðsent



Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×