Minningarathöfn Lisu Marie Presley: Vinir, ættingjar og aðdáendur heiðra stjörnuna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. janúar 2023 22:36 Hér má sjá hinsta hvíldarstað Lisu Marie. Getty/Jason Kempin Minningarathöfn var haldin í dag á lóð Graceland setursins í Memphis í Tennessee til minningar um Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley. Lisa Marie lést úr hjartastoppi þann 13. janúar síðastliðinn. Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni. Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira
Lisa Marie var aðeins 54 ára þegar hún lést á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu. Hún var lögð til hinstu hvílu í fjölskyldugrafreit í Graceland í dag nærri syni sínum sem féll fyrir eigin hendi árið 2020, aðeins 27 ára gamall. Hundruð eru sögð hafa sótt minningarathöfnina í dag, þar á meðal söngvari Guns N‘ Roses, Axl Rose, söngkonan Alanis Morrissette og leikarinn Austin Butler. Butler lék föður Lisu Marie, Elvis í samnefndri kvikmynd sem kom út á síðasta ári. E News greina frá þessu. Vinir og ættingjar Presley heiðruðu hana á ýmsa vegu. Alanis Morrissette söng lag sitt „Rest“ en Axl Rose fór með tölu og spilaði lag Guns N‘ Roses, „November Rain.“ Þá sagði Rose í ræðu sinni að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hann myndi syngja í Graceland undir þessum kringumstæðum. „Lisa er elskuð og er saknað af mörgum og mun halda áfram að vera elskuð af þeim sem hún snerti,“ sagði Rose. Þrjú börn Lisu Marie eru nú eftirlifandi en það eru dóttir hennar Riley Keough sem er 33 ára og fjórtán ára tvíburarnir Finley og Harper Lockwood. People greinir frá því að á meðan á minningarathöfninni stóð hafi einnig komið í ljós að dóttir Lisu Marie, Riley, væri orðin mamma og hún hafi eignast dóttur árið 2022. Þessu greindi eiginmaður Riley frá þar sem hann las skilaboð frá henni til móður sinnar. „Ég vona að ég geti elskað dóttur mína eins og þú elskaðir mig, eins og þú elskaðir bróður minn og systur,“ stóð í skilaboðunum. Hér að neðan má sjá beint streymi People frá minningarathöfninni.
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44 Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45 Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira
Verður minnst við Graceland og jörðuð við hlið sonarins Sérstök minningarstund verður haldin um hina bandarísku Lisu Marie Presley við Graceland í Memphis í Tennessee næstkomandi sunnudag og verður hún opin almenningi. 17. janúar 2023 09:44
Dætur Lisu Marie munu erfa Graceland Dætur Lisu Marie Presley munu erfa Graceland í Memphis í Tennessee sem var heimili tónlistarmannsins Elvis Presley og í dag eitt vinsælasta safn Bandaríkjanna. 17. janúar 2023 14:45
Lisa Marie Presley er látin Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi. 13. janúar 2023 06:16