Háskóli allra landsmanna... sem búa við strætóskýli Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 23. janúar 2023 08:30 Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er oft talinn háskóli allra landsmanna. Nú á dögunum hefur skotið upp kollinum umræða um gjaldskyldu á öllum bílastæðum háskólans. Samkvæmt viðtali Vísis við Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs HÍ, stendur til að þessi breyting verði væntanlega tekin upp á fundi háskólaráðs á þessu ári. Eðli málsins samkvæmt gengur slík gjaldtaka þvert á yfirlýst eþos skólans, enda augljóst að námsmenn hafa misjafnar ferðaþarfir eins og þeir eru margir. Það gefur augaleið að almenn gjaldskylda á bílastæðum háskólans myndi bitna hlutfallslega meira á þeim fjölmörgu stúdentum sem þurfa að keyra til að sækja nám sitt, þ.e.a.s. þeim sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðinni. Stúdentar sem bera nú þegar hærri kostnað við að sækja nám sitt og geta ekki reitt sig á strætókerfið til að komast leiða sinna. Svo má heldur ekki gleyma stúdentum sem eru foreldrar eða þurfa að sinna skyldum eins og vinnu, sem valda því að þeir einfaldlega þurfa að keyra til og frá skóla. Kristinn segir ástæðu þessarar mögulegu breytingar vera útvíkkun Reykjavíkurborgar á gjaldskyldum stæðum, og þar með þurfi innleiðingu á gjaldskyldu á stæðum háskólans til þess að sporna gegn því að aðilar sem ekki eiga erindi við skólann leggi í bílastæði hans. Hann bendir þó í sömu andrá á aðra lausn, sem er að mínu mati sú rétta, að setja einfaldlega upp lokunarpósta við bílastæðin sem veita starfsmönnum og nemendum aðgang án endurgjalds á meðan aðrir þurfa að greiða. En Kristinn telur þá lausn líklegri til að lúta í lægra haldi fyrir almennri gjaldskyldu á alla sem leggja. Málið er að háskólinn notar nú þegar kerfi sem veitir nemendum aðgang að svæðum skólans á sama tíma og það heldur öðrum frá: aðgangskort stúdenta, sem veita aðgang að byggingum skólans utan opnunartíma. Því er ekki langsótt að samskonar kerfi ætti að taka upp á bílastæðum skólans. Annað væri aðeins til þess að þyngja kostnað við nám hjá stórum hluta stúdenta að ástæðulausu. Þar sem um er að ræða mögulega aukningu á kostnaði náms fyrir stóran hluta stúdenta þá er þrúgandi þögn Röskvu gagnvart þessari gjaldtöku vægast sagt fíllinn í herberginu. Röskva sem leiðir Stúdentaráð með miklum meirihluta, 15 gegn 2, og segir grundvallarstefnu sína alltaf hafa verið þá sömu: Jafn réttur til náms. Maður hefði einmitt ímyndað sér að slíkt „sterkt hagsmunafélag stúdenta” myndi berjast með kjafti og klóm gegn því að stór hluti stúdenta þyrfti, að óþörfu, að greiða meira en aðrir fyrir það að sækja nám sitt. Af hverju hefur ekkert heyrst frá Röskvu? Er ástæða þess að fulltrúar Röskvu sofa á verðinum almenn andúð þeirraá bílum? Sambandsleysi þeirra við hinn almenna stúdent og útópískar hugmyndir þeirra um samgöngumáta framtíðarinnar? Blindar hugmyndafræðin þau frá grundvallarskyldu þeirra til að verja hagsmuni stúdentsins? Staðreyndin er sú að forystumenn Röskvu hafa á undanförnum árum markvisst talað fyrir fækkun bílastæða og gjaldskyldu, bæði opinberlega og á fundum Stúdentaráðs og háskólaþingum HÍ. Röskva hefur tekið þátt í og keyrt þessa umræðu áfram, þvert á vilja meirihluta stúdenta og helst utan heyrna þeirra. Ég hef áhyggjur af því að án inngrips munu núverandi fulltrúar Röskvu halda þeirri stefnu áfram, eða í það minnsta ekki standa á móti henni, á kostnað hins almenna stúdents. Höfundur er formaður málefnanefndar Vöku og býr í göngufjarlægð við Háskóla Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun