Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2023 11:27 Guðmundi Guðmundssyni var heitt í hamsi þegar hann fór í viðtöl eftir lokaleik Íslands á HM í gær. VÍSIR/VILHELM Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. „Ég gerði kröfu um það í aðdraganda mótsins að Ísland næði einu af átta efstu sætunum. Ég gerði mér vonir um það að íslenska liðið myndi enda í sjötta sæti. Það var ofmat á íslenska liðinu að ætlast til þess að það næði í verðlaun á þessu heimsmeistaramóti. Við erum bara ekki komnir þangað. En að ná ekki einu af átta efstu sætunum eru sannarlega mikil vonbrigði,“ sagði Guðjón, eða Gaupi eins og hann er oftast kallaður, en hlusta má á viðtalið við hann hér að neðan. Ísland endar sennilega í 11. eða 12. sæti á HM, allt eftir úrslitum leikja í dag, en Guðjón segir að átján mínútna kafli í tapinu gegn Ungverjum hafi á endanum ráðið örlögum Íslands. Telur hann Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara bera ábyrgð á því? Bentum á að það væri hættulegt að fara þá leið „Auðvitað er það liðið líka. Besti maður liðsins klikkar á þremur dauðafærum. En þjálfarinn ber líka ábyrgð. Við sáum það í viðtölum eftir leikinn í gær líka sérstaklega, að hann talar um að sérfræðingar hafi verið með „eftir á“-skýringar. Ég verð að leggja hér orð í belg. Í Pallborði á Vísi í aðdraganda mótsins, þá sáum við þetta svolítið fyrir. Við sögðum þar að hann myndi nota átta leikmenn í tveimur fyrstu leikjunum, sem hann og gerði,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við bentum líka á að það væri hættulegt fyrir hann að fara þá leið, einfaldlega vegna þess að íslenska liðið var búið að leika tvo vináttulandsleiki í Þýskalandi í aðdraganda mótsins og við vissum líka að Ómar Ingi Magnússon var ekki heill heilsu og að það væru áhöld um stöðuna á Aroni Pálmarssyni. Auðvitað eru það mikil áföll að missa þessa tvo leikmenn út úr liðinu en við getum ekki hengt okkur á það, og þjálfarinn getur ekki leyft sér að tala um „eftir á“-skýringar. Það var búið að tala um þetta allt í aðdraganda mótsins,“ sagði Guðjón og bætti við að landsliðsþjálfari yrði alltaf að axla ábyrgð. „Eftir suma leiki henti hann liðinu bara undir rútuna. Hann var svekktur og sár, búinn að undirbúa liðið af kostgæfni, ég efast ekki um það. En að segja að þetta séu „eftir á“-skýringar, ég kaupi það alls ekki.“ „Hann brást mjög illur við í þessu viðtali“ Guðjón sagði sömuleiðis ekki boðlegt hvernig landsliðsþjálfarinn hefði látið í viðtali við Helgu Margréti Höskuldsdóttur á RÚV eftir leikinn við Brasilíu í gær: „Hann brást mjög illur við í þessu viðtali. Ég verð að segja alveg eins og er að fyrir landsliðsþjálfara Íslands finnst mér það ekki boðlegt. Menn verða jú að halda haus, sama hvort það gengur vel eða illa. Þú getur ekki bara ætlast til að fá þægilegar spurningar ef það gengur illa, og að þetta sé svolítið eftir þínu höfði. Mér fannst svörin við Helgu, sem tók mjög gott viðtal og spurði bara eðlilegra spurninga, ekki nægilega góð.“ Guðjón tekur hins vegar ekki undir með þeim sem kallað hafa eftir því að Guðmundur stígi frá borði, og bendir á að fram undan séu mikilvægir leikir við Tékkland 8. og 12. mars í undankeppni EM, sem lýkur í vor. Evrópumótið fer svo fram í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Óvarlegt að skipta um þjálfara núna „Ég myndi telja það mjög óvarlegt að skipta um þjálfara á þessum tímapunkti, nema því aðeins að hann vildi það sjálfur. En auðvitað verða menn að skoða mótið. Handknattleikssambandið þarf að fara í saumana á mótinu, það þarf að tala við leikmenn íslenska liðsins. Þeir geta og vilja ná góðum árangri í Þýskalandi, sem ég held að sé mögulegt. En auðvitað verður þjálfarinn að bera ábyrgð á gengi liðsins núna. Það var ekki nægilega gott. Væntingarnar voru miklar. Það má ekki gleyma því að Guðmundur hafði það að markmiði að ná ólympíusæti. Þegar hann tók við liðinu fyrir fimm árum ætlaði hann að koma íslenska liðinu á þremur árum á meðal átta bestu handboltaþjóða í heimi. Það hefur bara ekki tekist nægilega vel,“ sagði Guðjón og bætti einnig við: „Ég undirstrika að Guðmundur er frábær þjálfari. Eini íslenski þjálfarinn sem hefur náð í verðlaun á stórmóti með íslenskt landslið.“ Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Bítið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Ég gerði kröfu um það í aðdraganda mótsins að Ísland næði einu af átta efstu sætunum. Ég gerði mér vonir um það að íslenska liðið myndi enda í sjötta sæti. Það var ofmat á íslenska liðinu að ætlast til þess að það næði í verðlaun á þessu heimsmeistaramóti. Við erum bara ekki komnir þangað. En að ná ekki einu af átta efstu sætunum eru sannarlega mikil vonbrigði,“ sagði Guðjón, eða Gaupi eins og hann er oftast kallaður, en hlusta má á viðtalið við hann hér að neðan. Ísland endar sennilega í 11. eða 12. sæti á HM, allt eftir úrslitum leikja í dag, en Guðjón segir að átján mínútna kafli í tapinu gegn Ungverjum hafi á endanum ráðið örlögum Íslands. Telur hann Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara bera ábyrgð á því? Bentum á að það væri hættulegt að fara þá leið „Auðvitað er það liðið líka. Besti maður liðsins klikkar á þremur dauðafærum. En þjálfarinn ber líka ábyrgð. Við sáum það í viðtölum eftir leikinn í gær líka sérstaklega, að hann talar um að sérfræðingar hafi verið með „eftir á“-skýringar. Ég verð að leggja hér orð í belg. Í Pallborði á Vísi í aðdraganda mótsins, þá sáum við þetta svolítið fyrir. Við sögðum þar að hann myndi nota átta leikmenn í tveimur fyrstu leikjunum, sem hann og gerði,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við bentum líka á að það væri hættulegt fyrir hann að fara þá leið, einfaldlega vegna þess að íslenska liðið var búið að leika tvo vináttulandsleiki í Þýskalandi í aðdraganda mótsins og við vissum líka að Ómar Ingi Magnússon var ekki heill heilsu og að það væru áhöld um stöðuna á Aroni Pálmarssyni. Auðvitað eru það mikil áföll að missa þessa tvo leikmenn út úr liðinu en við getum ekki hengt okkur á það, og þjálfarinn getur ekki leyft sér að tala um „eftir á“-skýringar. Það var búið að tala um þetta allt í aðdraganda mótsins,“ sagði Guðjón og bætti við að landsliðsþjálfari yrði alltaf að axla ábyrgð. „Eftir suma leiki henti hann liðinu bara undir rútuna. Hann var svekktur og sár, búinn að undirbúa liðið af kostgæfni, ég efast ekki um það. En að segja að þetta séu „eftir á“-skýringar, ég kaupi það alls ekki.“ „Hann brást mjög illur við í þessu viðtali“ Guðjón sagði sömuleiðis ekki boðlegt hvernig landsliðsþjálfarinn hefði látið í viðtali við Helgu Margréti Höskuldsdóttur á RÚV eftir leikinn við Brasilíu í gær: „Hann brást mjög illur við í þessu viðtali. Ég verð að segja alveg eins og er að fyrir landsliðsþjálfara Íslands finnst mér það ekki boðlegt. Menn verða jú að halda haus, sama hvort það gengur vel eða illa. Þú getur ekki bara ætlast til að fá þægilegar spurningar ef það gengur illa, og að þetta sé svolítið eftir þínu höfði. Mér fannst svörin við Helgu, sem tók mjög gott viðtal og spurði bara eðlilegra spurninga, ekki nægilega góð.“ Guðjón tekur hins vegar ekki undir með þeim sem kallað hafa eftir því að Guðmundur stígi frá borði, og bendir á að fram undan séu mikilvægir leikir við Tékkland 8. og 12. mars í undankeppni EM, sem lýkur í vor. Evrópumótið fer svo fram í Þýskalandi í janúar á næsta ári. Óvarlegt að skipta um þjálfara núna „Ég myndi telja það mjög óvarlegt að skipta um þjálfara á þessum tímapunkti, nema því aðeins að hann vildi það sjálfur. En auðvitað verða menn að skoða mótið. Handknattleikssambandið þarf að fara í saumana á mótinu, það þarf að tala við leikmenn íslenska liðsins. Þeir geta og vilja ná góðum árangri í Þýskalandi, sem ég held að sé mögulegt. En auðvitað verður þjálfarinn að bera ábyrgð á gengi liðsins núna. Það var ekki nægilega gott. Væntingarnar voru miklar. Það má ekki gleyma því að Guðmundur hafði það að markmiði að ná ólympíusæti. Þegar hann tók við liðinu fyrir fimm árum ætlaði hann að koma íslenska liðinu á þremur árum á meðal átta bestu handboltaþjóða í heimi. Það hefur bara ekki tekist nægilega vel,“ sagði Guðjón og bætti einnig við: „Ég undirstrika að Guðmundur er frábær þjálfari. Eini íslenski þjálfarinn sem hefur náð í verðlaun á stórmóti með íslenskt landslið.“
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Bítið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti