Á fjórða tug fjár brann inni í miklum eldsvoða í Ásahreppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2023 16:12 Fjörutíu slökkviliðsmenn sinntu verkefninu. Leifur slökkviliðsstjóri þakkar Brunavörnum Árnessýslu kærlega fyrir veitta aðstoð. Bóndi á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu syrgir 35 kindur sem brunnu inni í fjárhúsi í gærkvöldi. Fjölmennt lið slökkviliðs sinnti útkallinu. Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu, segir í samtali við Vísi að um fjörutíu slökkviliðsmenn hafi komið að eldsvoðanum. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Leifur. Mbl.is greindi fyrst frá eldsvoðanum. Guðjón Björnsson, bóndi á Syðri-Hömrum 2, átti 35 kindur sem allar brunnu inni. Hann segir hafa verið ömurlegt að horfa upp á féð og rollurnar verða eldinum að bráð. „Þetta var svakalegur bruni,“ segir Guðjón. Um er að ræða útihúsasamstæðu hjá nágrönnum hans á Syðri-Hömrum. Guðjón segir eiginkonu sína hafa komið á vettvang á undan honum. Þau hafi leigt húsnæði hjá þeim fyrir kindurnar sínar. „Þær brunnu allar inni og rúlluvél frá okkur líka.“ Líkast til einhver straumur á dráttarvél Í útihúsasamstæðunni var að finna frekar nýlegt fjárhús, hlöðu og svo eldra fjárhús þar sem kindur Guðjóns og konu hans var að finna. Guðjón telur líklegast að kviknað hafi í út frá dráttarvél sem var inni í hlöðunni. Einhver straumur hafi líkast til verið á og vírar nuddast saman. Leifur slökkviliðsstjóri vildi ekki tjá sig sérstaklega um eina kenningu frekar en aðra hvað varðaði eldsupptöku. Guðjón segir eiginkonu sína hafa opnað fjárhúsið um leið og hún kom á svæðið. Þá var enn aðeins eldur í hlöðunni sem tengir fjárhúsin. Kindurnar hafi neitað að koma út. Hann vonar að rollurnar hafi liðið út af vegna reykeitrunar áður en eldurinn náði til þeirra. Vísar Guðjón til samtals við slökkviliðsstjórann sem hafi tjáð honum að dýrin séu viðkvæmari en mannfólkið fyrir reyk. „Þau líða út af. Maður vonar að það hafi gerst áður en þær brunnu.“ Guðjón og frú eru með fimmtíu kýr og róbóta á bæ sínum. Þangað barst reykurinn inn í fjós en slökkviliðsmenn náðu að ræsa út reykinn. „Maður hélt að það færi allt,“ segir Guðjón, ósofinn og að reyna að ná áttum eftir eldsvoðann í gærkvöldi. Lítið vatn á svæðinu Leifur slökkviliðsstjóri segir útkallið hafa borist 20:55 og slökkvistarf staðið til klukkan hálf tvö um nóttina. Í framhaldinu hafi lögreglumaður vaktað svæðið og hring um þrjúleytið eftir aðstoð þar sem hann merkti aukningu í reyk. Þá hafi Leifur farið við annan slökkviliðsmann og slökkt í glæðum. Mikill eldsmatur var í húsunum sem útskýrir hvers vegna eldurinn logaði svo glatt þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkviliðið á Hellu er aðeins í nítján kílómetra fjarlægð frá Syðri-Hömrum. Alls fóru 111 þúsund lítrar í slökkvistarfið. Fara þurfti aftur á Hellu eftir meira vatni en erfitt er að nálgast vatn í nágrenni Syðri-Hamra. Lítið er um brunna og erfitt að sækja vatn í ár. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu aðstoðaði við slökkvistarf og kann Leifur þeim bestu þakkir fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Rangárþing ytra Slökkvilið Ásahreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu, segir í samtali við Vísi að um fjörutíu slökkviliðsmenn hafi komið að eldsvoðanum. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Leifur. Mbl.is greindi fyrst frá eldsvoðanum. Guðjón Björnsson, bóndi á Syðri-Hömrum 2, átti 35 kindur sem allar brunnu inni. Hann segir hafa verið ömurlegt að horfa upp á féð og rollurnar verða eldinum að bráð. „Þetta var svakalegur bruni,“ segir Guðjón. Um er að ræða útihúsasamstæðu hjá nágrönnum hans á Syðri-Hömrum. Guðjón segir eiginkonu sína hafa komið á vettvang á undan honum. Þau hafi leigt húsnæði hjá þeim fyrir kindurnar sínar. „Þær brunnu allar inni og rúlluvél frá okkur líka.“ Líkast til einhver straumur á dráttarvél Í útihúsasamstæðunni var að finna frekar nýlegt fjárhús, hlöðu og svo eldra fjárhús þar sem kindur Guðjóns og konu hans var að finna. Guðjón telur líklegast að kviknað hafi í út frá dráttarvél sem var inni í hlöðunni. Einhver straumur hafi líkast til verið á og vírar nuddast saman. Leifur slökkviliðsstjóri vildi ekki tjá sig sérstaklega um eina kenningu frekar en aðra hvað varðaði eldsupptöku. Guðjón segir eiginkonu sína hafa opnað fjárhúsið um leið og hún kom á svæðið. Þá var enn aðeins eldur í hlöðunni sem tengir fjárhúsin. Kindurnar hafi neitað að koma út. Hann vonar að rollurnar hafi liðið út af vegna reykeitrunar áður en eldurinn náði til þeirra. Vísar Guðjón til samtals við slökkviliðsstjórann sem hafi tjáð honum að dýrin séu viðkvæmari en mannfólkið fyrir reyk. „Þau líða út af. Maður vonar að það hafi gerst áður en þær brunnu.“ Guðjón og frú eru með fimmtíu kýr og róbóta á bæ sínum. Þangað barst reykurinn inn í fjós en slökkviliðsmenn náðu að ræsa út reykinn. „Maður hélt að það færi allt,“ segir Guðjón, ósofinn og að reyna að ná áttum eftir eldsvoðann í gærkvöldi. Lítið vatn á svæðinu Leifur slökkviliðsstjóri segir útkallið hafa borist 20:55 og slökkvistarf staðið til klukkan hálf tvö um nóttina. Í framhaldinu hafi lögreglumaður vaktað svæðið og hring um þrjúleytið eftir aðstoð þar sem hann merkti aukningu í reyk. Þá hafi Leifur farið við annan slökkviliðsmann og slökkt í glæðum. Mikill eldsmatur var í húsunum sem útskýrir hvers vegna eldurinn logaði svo glatt þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkviliðið á Hellu er aðeins í nítján kílómetra fjarlægð frá Syðri-Hömrum. Alls fóru 111 þúsund lítrar í slökkvistarfið. Fara þurfti aftur á Hellu eftir meira vatni en erfitt er að nálgast vatn í nágrenni Syðri-Hamra. Lítið er um brunna og erfitt að sækja vatn í ár. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu aðstoðaði við slökkvistarf og kann Leifur þeim bestu þakkir fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing ytra Slökkvilið Ásahreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira