Kjarni jarðarinnar sagður snúast hægar Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 15:37 Erfitt er að segja til um hvað gengur á í kjarna jarðarinnar. Vísindamenn hafa þó sínar leiðir. Getty Jarðvísindamenn hafa fundið vísbendingar um að hægt hafi á snúningi kjarna jarðarinnar. Óljóst er hvaða áhrif það getur haft á líf okkar hér á yfirborðinu en mögulegt er að hægagangurinn gæti leitt til breytinga á lengd dagsins eða breytt rafsegulsviði jarðarinnar. Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur. Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur.
Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira