Kjarni jarðarinnar sagður snúast hægar Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2023 15:37 Erfitt er að segja til um hvað gengur á í kjarna jarðarinnar. Vísindamenn hafa þó sínar leiðir. Getty Jarðvísindamenn hafa fundið vísbendingar um að hægt hafi á snúningi kjarna jarðarinnar. Óljóst er hvaða áhrif það getur haft á líf okkar hér á yfirborðinu en mögulegt er að hægagangurinn gæti leitt til breytinga á lengd dagsins eða breytt rafsegulsviði jarðarinnar. Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur. Vísindi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Talið er að breytingarnar séu mögulega liður í stöðugu um sjötíu ára löngu ferli hröðunar og hægagangs. Í miðju jarðar telja vísindamenn að finna megi glóðheitan klump af járni. Í kringum hann er svo fljótandi járn, auk annarra efna, en sá hluti kjarna jarðarinnar er talinn snúast, sjálfstætt frá snúningi jarðarinnar sjálfrar, vegna þeirrar orku sem kemur frá innri kjarnanum. Þessi snúningur er talinn mynda rafsegulsvið jarðarinnar. Það segulsvif verndar okkur mannfólkið og aðrar lífverur jarðarinnar frá skaðlegri geimgeislun. Um miðjan tíunda áratug síðustu aldrar fundu vísindamenn vísbendingar um að ytri kjarninn snerist eilítið hraðar en hinir hlutar jarðarinnar. Í nýlegri grein segjast vísindamenn frá Kína hafa fundið vísbendingar að um árið 2009 hafi snúningurinn verið til jafns við jörðina og að nú snúist kjarninn hægar en jörðin. Ekki til marks um heimsendi Í frétt Washington Post um rannsóknina segir að ekki sé tilefni til þess að örvænta. Jörðin sé ekki að farast enn. Þetta sama ferli virðist hafa átt sér stað í kringum árið 1970. Þá sé ljóst að rannsóknin muni auka á deilur vísindamanna um það hvað sé að gerast í miðju jarðarinnar. Einn sérfræðingur sagði miðlinum að ástæðan fyrir því að vísindamenn deildu um málið væri að þeir skildu ekki almennilega hvað væri að gerast. Breytingarnar myndu líklegast engin áhrif hafa á okkur en það væri óþægilegt að einhverjir hlutir sem við skildum ekki að fullu væru að gerast í iðrum jarðarinnar. Vísindamenn nota jarðskjálftabylgjur til að greina jörðina. Bylgjurnar fara á mismiklum hraða eftir því hversu heitt umrætt berg er og hversu þykkt það er. Kínversku vísindamennirnir notuðu gögn úr jarðskjálftamælum til að greina bylgjur sem fóru í gegnum jörðina sjálfa. Það er að segja að ef jarðskjálfti yrði á Íslandi, myndu þeir skoða hvenær hann mældist á jarðskjálftamælum hinu megin á hnettinum. Með því að bera þessar mælingar saman við mælingar frá sambærilegum jarðskjálftum á sömu stöðum í heiminum, geta vísindamennirnir greint breytingar sem hafa orðið inn í jörðinni, í stuttu máli sagt. Gæti útskýrt sveiflur á dagslengd Í grein Washington Post segir að á undanförnum öldum hafi dagar lengst um nokkrar millisekúndur Það megi meðal annars rekja til áhrifa tunglsins á snúning jarðarinnar og annarra afla. Ofurnákvæmar kjarnorkuklukkur hafa þó greint undarlegt flökt á lengd dagsins. Kínversku vísindamennirnir segja mögulegt að þetta flökt megi rekja til breytinga á snúningshraða ytri kjarna jarðarinnar. Rannsókn þeirra hefur leitt í ljós að þessar breytingar endurtaka sig mögulega á sjötíu ára fresti. Aðrir vísindamenn segja erfitt að halda einhverju fram með vissu þegar kemur að því hvaða áhrif snúningur kjarnans hafi á aðra hluti á jörðinni. Þar að auki sé enn deilt um sjálfan snúning kjarnans. Í samtali við New York Times segir einn vísindamaður að mögulega munum aldrei getað svarað því almennilega hvað gengur á undir fótunum á okkur.
Vísindi Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira