„Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 16:05 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Hún var alltaf eins og klettur á bak við mann sinn sem tókst á við hvert verkefnið á fætur öðru á hæstu fjöllum heimsins. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, er vægast sagt ósátt við fullyrðingu norsku fjallgöngukonunnar Kristinu Harila um að hafa fengið beiðni frá íslenskri konu um að klippa á taug á fjallinu K2 sem lík íslenska fjallgöngugarpsins hangir á. Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins. John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum en engum fyrirspurnum svarað Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins.
John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum en engum fyrirspurnum svarað Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira