Skógar eru frábærir! Þröstur Eysteinsson skrifar 24. janúar 2023 16:31 Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun