Mikil þjálfun framundan í notkun rafbyssa Lillý Valgerður Pétursdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 24. janúar 2023 21:09 Ólaf Örn Bragason, yfirmaður menntamála lögreglu segir mikla þjálfun framundan í notkun rafvopna. Vísir/Egill Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er. Ólafur sagðist gera ráð fyrir því að hefðbundið innkaupaferli hins opinbera hefjist á næstu dögum. Þegar samningum ljúki sé hægt að áætla hvenær vopnin séu væntanleg til landsins. Samkvæmt Ólafi kemur framleiðandinn með ákveðinn þátt í þjálfuninni en auk þess verða sérstök námskeið sem væntanlegir lögreglumenn þurfa að sitja. „Ég hef sett mig í samband við norska lögregluháskólann og óskað eftir námskrá þaðan og samstarfi um innleiðinguna hjá okkur; að þjálfa upp lögreglumennina,“ segir Ólafur. „Ég geri ráð fyrir að í raun og veru séum við að horfa á haustið varðandi þessa þjálfun. Það er mikil þjálfun framundan núna.“ Ólafur telur að notkunin á rafvopnum muni hefjast í lok árs eða byrjun næsta. Það verði menntaðir lögreglumenn sem munu nota þau en þó séu talsvert af afleysingafólki innan lögreglunnar. „Því miður eru allt of margir ófagmenntaðir lögreglumenn. Við erum auðvitað að reyna bæta úr því hérna, höfum tekið inn í Háskólann á Akureyri áttatíu og fimm nemendur í starfsnám og ætlum að gera það aftur í haust. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur í þjálfun við að efla menntun lögreglumanna.“ Rafbyssur Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ólafur sagðist gera ráð fyrir því að hefðbundið innkaupaferli hins opinbera hefjist á næstu dögum. Þegar samningum ljúki sé hægt að áætla hvenær vopnin séu væntanleg til landsins. Samkvæmt Ólafi kemur framleiðandinn með ákveðinn þátt í þjálfuninni en auk þess verða sérstök námskeið sem væntanlegir lögreglumenn þurfa að sitja. „Ég hef sett mig í samband við norska lögregluháskólann og óskað eftir námskrá þaðan og samstarfi um innleiðinguna hjá okkur; að þjálfa upp lögreglumennina,“ segir Ólafur. „Ég geri ráð fyrir að í raun og veru séum við að horfa á haustið varðandi þessa þjálfun. Það er mikil þjálfun framundan núna.“ Ólafur telur að notkunin á rafvopnum muni hefjast í lok árs eða byrjun næsta. Það verði menntaðir lögreglumenn sem munu nota þau en þó séu talsvert af afleysingafólki innan lögreglunnar. „Því miður eru allt of margir ófagmenntaðir lögreglumenn. Við erum auðvitað að reyna bæta úr því hérna, höfum tekið inn í Háskólann á Akureyri áttatíu og fimm nemendur í starfsnám og ætlum að gera það aftur í haust. Þannig að það er nóg að gera hjá okkur í þjálfun við að efla menntun lögreglumanna.“
Rafbyssur Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Lögreglan hefur nú heimild til að nota rafbyssur Ný reglugerð dómsmálaráðherra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna var birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi. Helst breytingin frá fyrri reglugerð er heimild til handa lögreglunni til að nota svokölluð rafvarnarvopn, rafbyssur í daglegu máli. 23. janúar 2023 19:09