Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Hildur Sverrisdóttir skrifar 25. janúar 2023 08:01 Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Það að trúa tilheyrir þó engum öðrum en einstaklingnum og það er mikilvægt að þátttaka í trúfélagi sé að meðvituðu frumkvæði hans sjálfs. Þetta er auðvitað persónulegt mál en því til viðbótar er hins vegar að rétturinn til að standa utan félaga er stjórnarskrárvarinn og ekki síður mikilvægur en trúfrelsið. Í vikunni lagði ég fram ásamt nokkrum ágætum þingmönnum frumvarp sem felur í sér breytingar á skráningum í trúfélög. Breytingarnar miða einkum að því að verja börn gagnvart því að ríkið sjálfkrafa skrái þau í trúfélög foreldra án undangengins samþykkis þeirra sjálfra eða foreldranna. Núverandi lög fara gegn félagafrelsinu Sjálfkrafa skráning ríkisins í trúfélög fer illa að félagafrelsinu og gengur því breytingin út á að skráning í trúfélag verði eingöngu gerð af foreldrum eða forráðamönnum sem fara með persónulega hagi þess en ríkisvaldið hafi ekki frumkvæði að ákvörðun um félagsaðild barna, hvorki með sjálfkrafa skráningu né öðrum leiðum. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um þá breytingu að 12 ára börnum er veittheimild til að ákveða félagsaðild sína í trúfélagi í stað 16 ára eins og kveðið er á um í dag.Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að 12 ára gamalt barn hafi nægilegan þroska til að hafa skoðun á því í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag það er skráð – og því eðlilegt að réttur barnsins til skráningar fylgi þá með og sé ekki þrengri en nauðsynlegt er. Þá er í frumvarpi mínu einnig að finna breytingu á núgildandi lögum sem afnemur ákvæði um að við úrsögn úr skráðu trúfélagi skuli beina beiðni um úrsögn til forstöðumanns þess félags sem í hlut á. Sú framkvæmd er augljóslega vond þar sem úrsögn getur verið persónulegt og erfitt mál og tengist jafnvel persónulegri reynslu eða samskiptum innan trúfélagsins. Grundvallaratriði að fólk velji trú sína Frumvarpið snýst í grunninn um að lögin endurspegli almenn réttindi og frelsi einstaklingsins, í þessu tilfelli félagafrelsi og að ríkisvaldið taki ekki ákvarðanir fyrir einstaklinginn að óþörfu. Frumvarpið hefur engin bein áhrif á tekjustofna trúfélaga þar sem fé fylgir ekki skráðum einstaklingum í trúfélög fyrr en við 16 ára aldur. Því er ekki beint á nokkurn hátt gegn Þjóðkirkjunni, öðrum trúfélögum eða trú almennt. Trú- og lífsskoðunarfélög leika gríðarlega mikilvæg hlutverk í samfélaginu hjá þeim sem þau aðhyllast og munu áfram gera. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ríkisvaldið hlutist til um í hvaða trú- eða lífskoðunarfélögum fólk er í án skýrrar afstöðu þess sjálfs þar sem grundvallaratriði er að trú er nokkuð sem fólk finnur hjá sjálfu sér og velur að verða hluti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. Það að trúa tilheyrir þó engum öðrum en einstaklingnum og það er mikilvægt að þátttaka í trúfélagi sé að meðvituðu frumkvæði hans sjálfs. Þetta er auðvitað persónulegt mál en því til viðbótar er hins vegar að rétturinn til að standa utan félaga er stjórnarskrárvarinn og ekki síður mikilvægur en trúfrelsið. Í vikunni lagði ég fram ásamt nokkrum ágætum þingmönnum frumvarp sem felur í sér breytingar á skráningum í trúfélög. Breytingarnar miða einkum að því að verja börn gagnvart því að ríkið sjálfkrafa skrái þau í trúfélög foreldra án undangengins samþykkis þeirra sjálfra eða foreldranna. Núverandi lög fara gegn félagafrelsinu Sjálfkrafa skráning ríkisins í trúfélög fer illa að félagafrelsinu og gengur því breytingin út á að skráning í trúfélag verði eingöngu gerð af foreldrum eða forráðamönnum sem fara með persónulega hagi þess en ríkisvaldið hafi ekki frumkvæði að ákvörðun um félagsaðild barna, hvorki með sjálfkrafa skráningu né öðrum leiðum. Einnig er í frumvarpinu kveðið á um þá breytingu að 12 ára börnum er veittheimild til að ákveða félagsaðild sína í trúfélagi í stað 16 ára eins og kveðið er á um í dag.Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir því að 12 ára gamalt barn hafi nægilegan þroska til að hafa skoðun á því í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag það er skráð – og því eðlilegt að réttur barnsins til skráningar fylgi þá með og sé ekki þrengri en nauðsynlegt er. Þá er í frumvarpi mínu einnig að finna breytingu á núgildandi lögum sem afnemur ákvæði um að við úrsögn úr skráðu trúfélagi skuli beina beiðni um úrsögn til forstöðumanns þess félags sem í hlut á. Sú framkvæmd er augljóslega vond þar sem úrsögn getur verið persónulegt og erfitt mál og tengist jafnvel persónulegri reynslu eða samskiptum innan trúfélagsins. Grundvallaratriði að fólk velji trú sína Frumvarpið snýst í grunninn um að lögin endurspegli almenn réttindi og frelsi einstaklingsins, í þessu tilfelli félagafrelsi og að ríkisvaldið taki ekki ákvarðanir fyrir einstaklinginn að óþörfu. Frumvarpið hefur engin bein áhrif á tekjustofna trúfélaga þar sem fé fylgir ekki skráðum einstaklingum í trúfélög fyrr en við 16 ára aldur. Því er ekki beint á nokkurn hátt gegn Þjóðkirkjunni, öðrum trúfélögum eða trú almennt. Trú- og lífsskoðunarfélög leika gríðarlega mikilvæg hlutverk í samfélaginu hjá þeim sem þau aðhyllast og munu áfram gera. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að ríkisvaldið hlutist til um í hvaða trú- eða lífskoðunarfélögum fólk er í án skýrrar afstöðu þess sjálfs þar sem grundvallaratriði er að trú er nokkuð sem fólk finnur hjá sjálfu sér og velur að verða hluti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun