Drepleiðinlegt og erfitt að koma sér í form Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2023 15:30 Rúnar Hroði Geirmundsson ræddi um heilsuna í þættinum Ísland í dag. Stöð 2 Rúnar Hroði Geirmundsson einkaþjálfari segir að það sé ekki til nein skyndilausn til þess að bæta heilsuna. Rúnar er styrktarþjálfari og fyrrverandi atvinnumaður í kraftlyftingum fékk að eigin sögn nóg af umræðunni í samfélaginu og ákvað að birta pistil á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli. Þar skrifaði hann niður sín helstu hollráð og varaði lesendur við að hann tali óslípaða íslensku. „Sko ég er búin að vera að þjálfa í yfir áratug og er búinn að heyra allar afsakanirnar. Allir eru að reyna allar flýtileiðir og ég fékk bara nóg einn daginn.“ Ákvað hann að koma þessu frá sér í einföldu máli. „Þegar ég ýtti á enter þá sagði ég við mömmu mína, jæja núna verður allt vitlaust.“ Nú er komið nýtt ár og það er alls ekki óalgengt að margir ætli sér stóra hluti hvað heilsuna varðar á nýju ári. Markaðsöflin fara á yfirsnúning við að reyna að selja Íslendingum hina einu sönnu lausn í baráttunni við aukakílóin og bílastæði við líkamsræktarstöðvar landsins eru oftar en ekki yfirfull í upphafi árs. Rúnar ræddi málið við Þórdísi Valsdóttur í þættinum Ísland í dag. Sígarettur taldar hollar „Það er búið að flækja þetta svo rosalega,“ segir Rúnar um umræðuna um heilsu. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er bara leiðinlegt. Ef þig langar að léttast, þá tekur það bara geðveikan tíma. Ef þig langar að breyta um lífsstíl, þá er það bara geðveikt erfitt. Þetta er erfitt fyrir okkur öll.“ Hann segir að þetta snúist bara um það hversu mikið viljum við þetta. Rúnar segir að það sé allt of algengt að fólk leiti að skyndilausnum og að hin og þessi æði hafi gripið um sig hér á landi og minnist meðal annars á bumbubanann sáluga sem margir muna eftir úr sjónvarpsmarkaðnum. Hann segir að það sé mikil þróun í því hvað telst hollt og hvað ekki. „Ég meina sígarettur voru einu sinni hollar og voru auglýstar í blaðinu.“ Lykillinn einfaldur „Ekki hugsa hvað þú ætlar að gera næstu fimm mánuðina, hugsaðu hvað þú ætlar að gera næstu fimmtíu árin,“ segir Rúnar og vonast hann til að Íslendingar hætti að leita að skyndilausnum. „Fara bara í 80, 90 prósent clean og þá eru þér allir vegir færir.“ Oft er talað um hina heilögu þrenningu þegar kemur að heilsu. Það er, næring, hreyfing og svefn. Rúnar segir að einfaldasta ráð sem hann getur gefið varðandi mataræði sé að fasta í sextán til átján tíma á dag, en að það henti ekki öllum að fasta. Rúnar segir að lykillinn að því að létta sig sé einfalt reikningsdæmi. „Lykillinn? Hann er ógeðslega leiðinlega einfaldur. Kynntu þér aðeins hvað þín grunnbrennsla er, þú tekur æfingu líka, sjáðu eftir daginn hvað þú ert að brenna mikið.“ Hann segir að það sé mjög einfalt að sjá að ef fólk brennir 2000 hitaeiningum en borðar 2200 þá geti það ekki greinnst. „Kaloríur inn, kaloríur út.“ Allir að lyfta Rúnar segir að það sé hægt að nýta sér smáforrit til þess að átta sig á því hversu margar hitaeiningar maður innbyrðir. „Skoðaðu bara allt sem þú ert að borða.“ Rúnar segir að safakúrar séu ekki nauðsynlegir til þess að hreinsa líkamann. „Ég er bara kominn með ógeð af þessum auglýsingum.“ Hvað varðar hreyfingu segir Rúnar að allir ættu að stunda styrktarþjálfun. „Já við eigum öll að vera að lyfta.“ Að lyfta þungu sé besta brennslan. Hann segir að þetta þurfi ekki að vera flókið þó verkefnið geti vaxið okkur í augum. „Það er bara mjög eðlilegt að mikla þetta fyrir sér, ég geri það líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Þar talar Rúnar um eigið 20 kílóa þyngdartap. Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Rúnar er styrktarþjálfari og fyrrverandi atvinnumaður í kraftlyftingum fékk að eigin sögn nóg af umræðunni í samfélaginu og ákvað að birta pistil á Facebook síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli. Þar skrifaði hann niður sín helstu hollráð og varaði lesendur við að hann tali óslípaða íslensku. „Sko ég er búin að vera að þjálfa í yfir áratug og er búinn að heyra allar afsakanirnar. Allir eru að reyna allar flýtileiðir og ég fékk bara nóg einn daginn.“ Ákvað hann að koma þessu frá sér í einföldu máli. „Þegar ég ýtti á enter þá sagði ég við mömmu mína, jæja núna verður allt vitlaust.“ Nú er komið nýtt ár og það er alls ekki óalgengt að margir ætli sér stóra hluti hvað heilsuna varðar á nýju ári. Markaðsöflin fara á yfirsnúning við að reyna að selja Íslendingum hina einu sönnu lausn í baráttunni við aukakílóin og bílastæði við líkamsræktarstöðvar landsins eru oftar en ekki yfirfull í upphafi árs. Rúnar ræddi málið við Þórdísi Valsdóttur í þættinum Ísland í dag. Sígarettur taldar hollar „Það er búið að flækja þetta svo rosalega,“ segir Rúnar um umræðuna um heilsu. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er bara leiðinlegt. Ef þig langar að léttast, þá tekur það bara geðveikan tíma. Ef þig langar að breyta um lífsstíl, þá er það bara geðveikt erfitt. Þetta er erfitt fyrir okkur öll.“ Hann segir að þetta snúist bara um það hversu mikið viljum við þetta. Rúnar segir að það sé allt of algengt að fólk leiti að skyndilausnum og að hin og þessi æði hafi gripið um sig hér á landi og minnist meðal annars á bumbubanann sáluga sem margir muna eftir úr sjónvarpsmarkaðnum. Hann segir að það sé mikil þróun í því hvað telst hollt og hvað ekki. „Ég meina sígarettur voru einu sinni hollar og voru auglýstar í blaðinu.“ Lykillinn einfaldur „Ekki hugsa hvað þú ætlar að gera næstu fimm mánuðina, hugsaðu hvað þú ætlar að gera næstu fimmtíu árin,“ segir Rúnar og vonast hann til að Íslendingar hætti að leita að skyndilausnum. „Fara bara í 80, 90 prósent clean og þá eru þér allir vegir færir.“ Oft er talað um hina heilögu þrenningu þegar kemur að heilsu. Það er, næring, hreyfing og svefn. Rúnar segir að einfaldasta ráð sem hann getur gefið varðandi mataræði sé að fasta í sextán til átján tíma á dag, en að það henti ekki öllum að fasta. Rúnar segir að lykillinn að því að létta sig sé einfalt reikningsdæmi. „Lykillinn? Hann er ógeðslega leiðinlega einfaldur. Kynntu þér aðeins hvað þín grunnbrennsla er, þú tekur æfingu líka, sjáðu eftir daginn hvað þú ert að brenna mikið.“ Hann segir að það sé mjög einfalt að sjá að ef fólk brennir 2000 hitaeiningum en borðar 2200 þá geti það ekki greinnst. „Kaloríur inn, kaloríur út.“ Allir að lyfta Rúnar segir að það sé hægt að nýta sér smáforrit til þess að átta sig á því hversu margar hitaeiningar maður innbyrðir. „Skoðaðu bara allt sem þú ert að borða.“ Rúnar segir að safakúrar séu ekki nauðsynlegir til þess að hreinsa líkamann. „Ég er bara kominn með ógeð af þessum auglýsingum.“ Hvað varðar hreyfingu segir Rúnar að allir ættu að stunda styrktarþjálfun. „Já við eigum öll að vera að lyfta.“ Að lyfta þungu sé besta brennslan. Hann segir að þetta þurfi ekki að vera flókið þó verkefnið geti vaxið okkur í augum. „Það er bara mjög eðlilegt að mikla þetta fyrir sér, ég geri það líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Þar talar Rúnar um eigið 20 kílóa þyngdartap.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Sjá meira