Dramatísk úrslitastund: „Ég er bara orðlaus“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. janúar 2023 14:30 Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem hlutu fæst atkvæði í Idolinu síðasta föstudag. Stöð 2 Á föstudaginn fóru fram sjö manna úrslit Idol í beinni útsendingu. Eftir að keppendur höfðu lokið við flutning sinn komu kynnarnir með óvænta tilkynningu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir. Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19
„Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30
Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13