Varúð í viðskiptum. Skrúðklæði. Jónsbók. Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 25. janúar 2023 13:01 Húseigendur hafa gjarnan mörg járn í eldinum og þurfa óhjákvæmilega að semja við ýmsa um ótalmargt. Má nefna kaupsamninga um hús og lóðir, húsaleigusamninga, verksamninga um byggingu, endurbætur, viðhald, viðgerðir og rekstur húsa, tryggingarsamninga, þjónustusamninga af ýmsum toga, sölusamninga við fasteignasala, samninga um sérfræðiaðsoð og ráðgjöf. Slíkir samningar eru fjölbreytilegir legir að efni og formi og hagsmunirnir eru líka mismiklir. Þeir eru misflóknir, sumir einfaldir og munnlegir en aðrir skriflegir og ítarlegir. Langur og bólginn samningur þarf alls ekki að vera góður og sanngjarn. Stundum er orðaflaumur og greinafjöldi beinlínis notaður til að villa um og breiða yfir óþægileg atriði. Þótt samningur sé vel og virðulega uppsettur og á góðum pappír þá er það ekki trygging fyrir neinu. Það vekur hins vegar gjarnan öryggistilfinningu sem stundum er fölsk og ekki innistæða fyrir. Oft eru mjög miklir hagsmunir í húfi og stundum er aleigan undir. Og þá er eins gott að setja öryggi og fyrirhyggju í forgang. Refir eru víða á sveimi og líka svartir sauðir og viðsjár eru margar. Það er því brýnt að vanda til samninga og sýna varúð í hvívetna. Það er mjög áríðandi að vanda valið á viðsemjendum. Ekki treysta ókunnugum í blindni þótt þeir komi vel fyrir og beri sig borginmannlega og virðist gull af mönnum. Ekki láta fagurgala, skrautfjaðrir og fögur orð villa sýn og blekkja. Ekki er allt gull sem glóir. Nauðsynlegt er að afla upplýsinga um væntanlegan viðsemjanda og feril hans og orðspor. Hvaða einkunn fær hann t.d. hjá fyrri viðsemjendum sínum. Það er hægurinn að villa á sér heimildir og sýna sparihliðina í upphafi, tala digurt og lofa miklu ef ekki er ætlunin að standa við neitt. Það fer oft verst sem byrjar best og bundið er mestum vonum. Húseigendur mættu hafa þá djúpu vísdómsreglu að leiðarljósi að ef eitthvað virðist of gott til að vera satt, þá er það undantekningarlítið ósatt og stenst ekki. Það er gullsígildi að láta hrapp úr hendi sleppa. Viðhaldsiðnaðurinn er því miður vanþróaður og óstöðugur en þó eru til rótgróinn, öflug og traust fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í viðhaldi og viðgerðum. Þau búa yfir þekkingu og reynslu og hafa góðan orðstír og standa undir honum. En þegar nýbyggingariðnaðurinn er á blússandi ferð og yfirsnúningi eru alltof fáar hæfar hendur í viðhaldi og viðgerðum. Nýbyggingariðnaðurinn sogar til sín menn og krafta og þangað streyma allir faglærðir og ófaglærðir sem vettlingi geta valdið. Má með tala um atgervistraum í þessu sambandi. Eftir sitja svo þeir sem minna geta og minna kunna og svörtu sauðirnir blása út eins og púkar í fjósi. Þess vegna verður sjálfsagt erfitt í sumar að fá hæfa og trausta aðila í viðhaldsverk. Það eru kjöraðstæður og uppgripstíð fyrir svarta sauði, hrappa, töframenn og náttúrubörn í viðgerðum. Er rík ástæða fyrir húseigendur til að vera á varðbergi gæta varúðar og sýna fyrirhyggju og semja ekki við vafasama aðila í pressu og neyð. Þá er yfirleitt betri bið en bráðræði. Í Jónsbók, sem var lögtekin árið 1281, eru mörg merkileg og forvitnileg fyrirmæli um samskipti manna og landsins gagn og nauðsynjar. Hún var um margra alda skeið helsta lögbók Íslendinga. Sumt úr Jónsbók er enn talið í gildi og stundum dæmt eftir fyrirmælum hennar eins og hverjum öðrum lögum. Það er með ólíkindum hversu vel Jónsbók á við margt í samskiptum og viðskiptum manna enn þann dag í dag, þrátt fyrir tæknivæðingu og framfarir og miklar breytingar á öllum aðstæðum og lífsháttum fólks. Það er greinilegt að mannlegt eðli hefur tekið litlum breytingum í aldanna rás. Alla vega ekki skánað neitt. Við erum enn sömu gráðugu frekjuhundarnir og þrasararnir og eins ómerkilegir eða merkilegir og forfeður okkar voru fyrir 7 til 8 hundruð árum. Menn beita sömu aðferðum í samskiptum og viðskiptum til að ná betri árangri en þeim ber. Menn láta tilganginn oft helga meðalið og reyna að kasta ryki í augu viðsemjenda og beita brögðum til að sýnast betri og meiri en þeir eru til, allt til þess að lokka fólk til viðskipta eða ná hagstæðari samningum. Menn sigla gjarnan beggja skauta byr undir fölsku flaggi og skreytast lánuðum eða stolnum fjöðrum. Menn klæðast fínum og dýrum fötum og skarti, veifa feitum rolexhlunkum og demantskrýddum gemsum og tala í þá hátt , snjallt og kumpánlega við sína ímynduðu vini, þjóðkunn stórmenni, miljarðamæringa og ráðherra um stór plott og samninga og miljarða viðskipti. Svo er þess vandlega gætt að flotti jeppinn eða lúxusvagninn sé í augsýn til að undirstrika og kóróna þá ímynd trausts og velgengni sem menn vilja fá viðsemjendur sína til að trúa á. Síðan þegar dagar efnda renna upp þá sýna slíkir menn oft sitt rétta eðli ef þeir eru ekki hreinlega uppgufaðir. Það glittir fljótt í úlfinn gráa undir sauðagærunni og von bráðar kemur hann allur í ljós. Til Húseigendafélagsins koma margir í miklum öngum og með sárt ennið og endurtaka í sífellu: “Eins og hann kom nú vel fyrir! Eins og hann kom nú vel fyrir!” Í grófum tilvikum eru blekkingar fyrir og við samningsgerð refsiverðar, sem svik eða misneyting, en yfirleitt eru þetta ekki refsimál heldur einkamál Oftast eru þetta erfið og stundum torsótt einkamál. Mega viðsemjendur oft sjálfum sér um kenna. Trúgirni og varúðar- og fyrirhyggjuskortur er yfirleitt á áhættu og ábyrgð manns sjálfs. Það er grundvallarregla að samningar skuli standa þótt þeir halli á samningsaðila. Samningsfrelsið gildir og í því felst að menn mega semja um hvaðeina og við hvern sem er og ráðstafa hagsmunum sínum eins og þeir vilja. Yfirlleitt er slíkar ráðstafanir á hagsmunum óafturkræfar. Menn hafa frelsi til að gera bæði góða samninga og líka óskynsamlega og óhagstæða. Gerðir samningar verða ekki felldir niður eða breytt jafnvel þótt menn hafi samið illilega af sér og sjái mjög eftir öllu saman. Til að það samningur verði ógiltur þarf að sanna ógildingarástæður (svik, misneytingu, nauðung o.fl.)og eru gerðar mjög ríkar sönnunarkröfur. Ef menn treysta viðsemjanda í blindi og byggja traustið einvörðungu á eigin hugmyndum út frá svona ytri búnaði og merkjum; fínum fötum, dýrum bílum, gullnum farsímum, dýrum úrum o.s.frv., þá verða þeir yfirleitt að súpa seiðið af því.Til að koma vel fyrir þarf ekki annað en nokkrar lánsfjaðrir og mjúkmælgi. Það er líka þannig að flestir geta komið vel fyrir í þann stutta tíma sem þarf til að ná samningi og allir reyna að sýna sparihliðina þegar mikið liggur við. Það er lítill vandi að lofa með hunang á tungu þegar aldrei er meiningin að standa við neitt. Í Jónsbók eru nákvæmar reglur um það hvaða fötum menn mega klæðast og var það miðað við efnahag og stöðu. Eru þær í kafla sem ber yfirskriftina um skrúðklæðaburð. Þessar reglur hafa tvíþættan tilgang: Í fyrsta lagi að forða því að fávíst fólk og fatafrík sólunduðu öllu sínu í skrúðklæði og stefndi sér með því í stórar skuldir og vandræði. Öðrum þræði var líka verið að stemma stigu við því að óbreyttir Jónar og flækingar og almúgamenn væru að dubba sig upp og þykjast vera meiri pappírar og eiga meira undir sér en raun bar vitni. Með því villtu þeir á sér heimildir og skrúðklæðin köstuðu glýju í augu fólks. Slíkir menn gátu þá eins og nú siglt beggja skauta byr undir fölsku flaggi í viðskiptum. Segir í Jónsbók að ef nokkur beri skrúðklæði sem minni eignir eða fé á en tilskilið og nákvæmlega er tíundað, þá skuli konungs umboðsmaður gera þau upptæk. Menn voru semsagt eltir uppi um holt og hóla og háttaðir hvar sem til þeirra náðist. Þetta er að vísu ekki eins skemmtilegt að virðast kann því kvennaklæði voru ekki gerð upptæk. Konur voru sem sagt til forna ekki háttaðar, a.m.k. ekki af þessum ástæðum. Hér er enn eitt dæmið um að forréttindi kvenna eru ekki ný af nálinni. Þá gilti: Fötin skapa manninn. Svo er hver virtur sem hann er gyrtur. Á 13. öld voru fötin það sem menn gátu notað til að villa á sér heimildir. Þau áttu að sýna stöðu manna og ríkidæmi þeirra ef því var að skipta. En nú er öldin önnurog nú er ekki gerlegt að draga neinar víðtækar ályktanir af fötum fólks. Alls kyns hyski er farið að ganga í skrúðklæðum og dæmi eru um hitt að vellauðugir menn séu eins og beiningarmenn til fara. Nú þykir ekki tiltökumál að lúðar séu flottir í tauinu. Það er bara nánast orðið löglegt. Sama er að segja um hvers kyns skraut, búkskart, dynglumdangl og gullgemsa. Nú eru það ekki skrúðklæði heldur skrúðbílar, aðallega lúxus jeppar, benzar og bimmar sem menn nota til að undirstrika auðlegð sína, velgengni og stöðu og til spóla ryki í augu viðsemjenda sinna. Sumir eru útsmognir við að nota skrúðbíla til að skapa sér traust og til að villa um fyrir viðsemjendum sínum. Það er spurninghvort ekki sé ráð að taka gamla Jónsbókarákvæðið um skrúðklæðaburð og blása í það lífsanda og beita því um skrúðbílaeign. Skrúðbílar í dag eru miðað við efni og aldarhátt öldungis sambærilegir við skrúðklæði til forna. Hvorutveggja er sama eðlis, stöðutákn, og sömu sjónarmiðin og þjóðfélagsþarfirnar búa að baki þótt aldir skilji að. Margir stofna sér í miklar og oft óyfirstíganlegar skuldir við skrúðbílakaup í dag alveg eins og menn gerðu við skrúðklæðakaup til forna. Og það eru sambærilegir refir í viðskiptum nú og þá sem áður villtu á sér heildir með skrúðklæðaburði en nú meðskrúðbílum án þess að eiga þá eða nokkuð undir sér að öðru leyti. Mætti þannig setja skrúðbílaeign skorður með sama hætti og Jónsbók gerði um skrúðklæði þannig að menn megi ekki hafa til ráðstöfunar, eiga og aka á flottari bíl en fjárhagur þeirra samkvæmt opinberum gögnum leyfir. Viðskiptaöryggið myndi örugglega ekki minnka við það. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Húseigendur hafa gjarnan mörg járn í eldinum og þurfa óhjákvæmilega að semja við ýmsa um ótalmargt. Má nefna kaupsamninga um hús og lóðir, húsaleigusamninga, verksamninga um byggingu, endurbætur, viðhald, viðgerðir og rekstur húsa, tryggingarsamninga, þjónustusamninga af ýmsum toga, sölusamninga við fasteignasala, samninga um sérfræðiaðsoð og ráðgjöf. Slíkir samningar eru fjölbreytilegir legir að efni og formi og hagsmunirnir eru líka mismiklir. Þeir eru misflóknir, sumir einfaldir og munnlegir en aðrir skriflegir og ítarlegir. Langur og bólginn samningur þarf alls ekki að vera góður og sanngjarn. Stundum er orðaflaumur og greinafjöldi beinlínis notaður til að villa um og breiða yfir óþægileg atriði. Þótt samningur sé vel og virðulega uppsettur og á góðum pappír þá er það ekki trygging fyrir neinu. Það vekur hins vegar gjarnan öryggistilfinningu sem stundum er fölsk og ekki innistæða fyrir. Oft eru mjög miklir hagsmunir í húfi og stundum er aleigan undir. Og þá er eins gott að setja öryggi og fyrirhyggju í forgang. Refir eru víða á sveimi og líka svartir sauðir og viðsjár eru margar. Það er því brýnt að vanda til samninga og sýna varúð í hvívetna. Það er mjög áríðandi að vanda valið á viðsemjendum. Ekki treysta ókunnugum í blindni þótt þeir komi vel fyrir og beri sig borginmannlega og virðist gull af mönnum. Ekki láta fagurgala, skrautfjaðrir og fögur orð villa sýn og blekkja. Ekki er allt gull sem glóir. Nauðsynlegt er að afla upplýsinga um væntanlegan viðsemjanda og feril hans og orðspor. Hvaða einkunn fær hann t.d. hjá fyrri viðsemjendum sínum. Það er hægurinn að villa á sér heimildir og sýna sparihliðina í upphafi, tala digurt og lofa miklu ef ekki er ætlunin að standa við neitt. Það fer oft verst sem byrjar best og bundið er mestum vonum. Húseigendur mættu hafa þá djúpu vísdómsreglu að leiðarljósi að ef eitthvað virðist of gott til að vera satt, þá er það undantekningarlítið ósatt og stenst ekki. Það er gullsígildi að láta hrapp úr hendi sleppa. Viðhaldsiðnaðurinn er því miður vanþróaður og óstöðugur en þó eru til rótgróinn, öflug og traust fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í viðhaldi og viðgerðum. Þau búa yfir þekkingu og reynslu og hafa góðan orðstír og standa undir honum. En þegar nýbyggingariðnaðurinn er á blússandi ferð og yfirsnúningi eru alltof fáar hæfar hendur í viðhaldi og viðgerðum. Nýbyggingariðnaðurinn sogar til sín menn og krafta og þangað streyma allir faglærðir og ófaglærðir sem vettlingi geta valdið. Má með tala um atgervistraum í þessu sambandi. Eftir sitja svo þeir sem minna geta og minna kunna og svörtu sauðirnir blása út eins og púkar í fjósi. Þess vegna verður sjálfsagt erfitt í sumar að fá hæfa og trausta aðila í viðhaldsverk. Það eru kjöraðstæður og uppgripstíð fyrir svarta sauði, hrappa, töframenn og náttúrubörn í viðgerðum. Er rík ástæða fyrir húseigendur til að vera á varðbergi gæta varúðar og sýna fyrirhyggju og semja ekki við vafasama aðila í pressu og neyð. Þá er yfirleitt betri bið en bráðræði. Í Jónsbók, sem var lögtekin árið 1281, eru mörg merkileg og forvitnileg fyrirmæli um samskipti manna og landsins gagn og nauðsynjar. Hún var um margra alda skeið helsta lögbók Íslendinga. Sumt úr Jónsbók er enn talið í gildi og stundum dæmt eftir fyrirmælum hennar eins og hverjum öðrum lögum. Það er með ólíkindum hversu vel Jónsbók á við margt í samskiptum og viðskiptum manna enn þann dag í dag, þrátt fyrir tæknivæðingu og framfarir og miklar breytingar á öllum aðstæðum og lífsháttum fólks. Það er greinilegt að mannlegt eðli hefur tekið litlum breytingum í aldanna rás. Alla vega ekki skánað neitt. Við erum enn sömu gráðugu frekjuhundarnir og þrasararnir og eins ómerkilegir eða merkilegir og forfeður okkar voru fyrir 7 til 8 hundruð árum. Menn beita sömu aðferðum í samskiptum og viðskiptum til að ná betri árangri en þeim ber. Menn láta tilganginn oft helga meðalið og reyna að kasta ryki í augu viðsemjenda og beita brögðum til að sýnast betri og meiri en þeir eru til, allt til þess að lokka fólk til viðskipta eða ná hagstæðari samningum. Menn sigla gjarnan beggja skauta byr undir fölsku flaggi og skreytast lánuðum eða stolnum fjöðrum. Menn klæðast fínum og dýrum fötum og skarti, veifa feitum rolexhlunkum og demantskrýddum gemsum og tala í þá hátt , snjallt og kumpánlega við sína ímynduðu vini, þjóðkunn stórmenni, miljarðamæringa og ráðherra um stór plott og samninga og miljarða viðskipti. Svo er þess vandlega gætt að flotti jeppinn eða lúxusvagninn sé í augsýn til að undirstrika og kóróna þá ímynd trausts og velgengni sem menn vilja fá viðsemjendur sína til að trúa á. Síðan þegar dagar efnda renna upp þá sýna slíkir menn oft sitt rétta eðli ef þeir eru ekki hreinlega uppgufaðir. Það glittir fljótt í úlfinn gráa undir sauðagærunni og von bráðar kemur hann allur í ljós. Til Húseigendafélagsins koma margir í miklum öngum og með sárt ennið og endurtaka í sífellu: “Eins og hann kom nú vel fyrir! Eins og hann kom nú vel fyrir!” Í grófum tilvikum eru blekkingar fyrir og við samningsgerð refsiverðar, sem svik eða misneyting, en yfirleitt eru þetta ekki refsimál heldur einkamál Oftast eru þetta erfið og stundum torsótt einkamál. Mega viðsemjendur oft sjálfum sér um kenna. Trúgirni og varúðar- og fyrirhyggjuskortur er yfirleitt á áhættu og ábyrgð manns sjálfs. Það er grundvallarregla að samningar skuli standa þótt þeir halli á samningsaðila. Samningsfrelsið gildir og í því felst að menn mega semja um hvaðeina og við hvern sem er og ráðstafa hagsmunum sínum eins og þeir vilja. Yfirlleitt er slíkar ráðstafanir á hagsmunum óafturkræfar. Menn hafa frelsi til að gera bæði góða samninga og líka óskynsamlega og óhagstæða. Gerðir samningar verða ekki felldir niður eða breytt jafnvel þótt menn hafi samið illilega af sér og sjái mjög eftir öllu saman. Til að það samningur verði ógiltur þarf að sanna ógildingarástæður (svik, misneytingu, nauðung o.fl.)og eru gerðar mjög ríkar sönnunarkröfur. Ef menn treysta viðsemjanda í blindi og byggja traustið einvörðungu á eigin hugmyndum út frá svona ytri búnaði og merkjum; fínum fötum, dýrum bílum, gullnum farsímum, dýrum úrum o.s.frv., þá verða þeir yfirleitt að súpa seiðið af því.Til að koma vel fyrir þarf ekki annað en nokkrar lánsfjaðrir og mjúkmælgi. Það er líka þannig að flestir geta komið vel fyrir í þann stutta tíma sem þarf til að ná samningi og allir reyna að sýna sparihliðina þegar mikið liggur við. Það er lítill vandi að lofa með hunang á tungu þegar aldrei er meiningin að standa við neitt. Í Jónsbók eru nákvæmar reglur um það hvaða fötum menn mega klæðast og var það miðað við efnahag og stöðu. Eru þær í kafla sem ber yfirskriftina um skrúðklæðaburð. Þessar reglur hafa tvíþættan tilgang: Í fyrsta lagi að forða því að fávíst fólk og fatafrík sólunduðu öllu sínu í skrúðklæði og stefndi sér með því í stórar skuldir og vandræði. Öðrum þræði var líka verið að stemma stigu við því að óbreyttir Jónar og flækingar og almúgamenn væru að dubba sig upp og þykjast vera meiri pappírar og eiga meira undir sér en raun bar vitni. Með því villtu þeir á sér heimildir og skrúðklæðin köstuðu glýju í augu fólks. Slíkir menn gátu þá eins og nú siglt beggja skauta byr undir fölsku flaggi í viðskiptum. Segir í Jónsbók að ef nokkur beri skrúðklæði sem minni eignir eða fé á en tilskilið og nákvæmlega er tíundað, þá skuli konungs umboðsmaður gera þau upptæk. Menn voru semsagt eltir uppi um holt og hóla og háttaðir hvar sem til þeirra náðist. Þetta er að vísu ekki eins skemmtilegt að virðast kann því kvennaklæði voru ekki gerð upptæk. Konur voru sem sagt til forna ekki háttaðar, a.m.k. ekki af þessum ástæðum. Hér er enn eitt dæmið um að forréttindi kvenna eru ekki ný af nálinni. Þá gilti: Fötin skapa manninn. Svo er hver virtur sem hann er gyrtur. Á 13. öld voru fötin það sem menn gátu notað til að villa á sér heimildir. Þau áttu að sýna stöðu manna og ríkidæmi þeirra ef því var að skipta. En nú er öldin önnurog nú er ekki gerlegt að draga neinar víðtækar ályktanir af fötum fólks. Alls kyns hyski er farið að ganga í skrúðklæðum og dæmi eru um hitt að vellauðugir menn séu eins og beiningarmenn til fara. Nú þykir ekki tiltökumál að lúðar séu flottir í tauinu. Það er bara nánast orðið löglegt. Sama er að segja um hvers kyns skraut, búkskart, dynglumdangl og gullgemsa. Nú eru það ekki skrúðklæði heldur skrúðbílar, aðallega lúxus jeppar, benzar og bimmar sem menn nota til að undirstrika auðlegð sína, velgengni og stöðu og til spóla ryki í augu viðsemjenda sinna. Sumir eru útsmognir við að nota skrúðbíla til að skapa sér traust og til að villa um fyrir viðsemjendum sínum. Það er spurninghvort ekki sé ráð að taka gamla Jónsbókarákvæðið um skrúðklæðaburð og blása í það lífsanda og beita því um skrúðbílaeign. Skrúðbílar í dag eru miðað við efni og aldarhátt öldungis sambærilegir við skrúðklæði til forna. Hvorutveggja er sama eðlis, stöðutákn, og sömu sjónarmiðin og þjóðfélagsþarfirnar búa að baki þótt aldir skilji að. Margir stofna sér í miklar og oft óyfirstíganlegar skuldir við skrúðbílakaup í dag alveg eins og menn gerðu við skrúðklæðakaup til forna. Og það eru sambærilegir refir í viðskiptum nú og þá sem áður villtu á sér heildir með skrúðklæðaburði en nú meðskrúðbílum án þess að eiga þá eða nokkuð undir sér að öðru leyti. Mætti þannig setja skrúðbílaeign skorður með sama hætti og Jónsbók gerði um skrúðklæði þannig að menn megi ekki hafa til ráðstöfunar, eiga og aka á flottari bíl en fjárhagur þeirra samkvæmt opinberum gögnum leyfir. Viðskiptaöryggið myndi örugglega ekki minnka við það. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun