Endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2023 13:14 Kolbrún Þ. Pálsdóttir tók við sem forseti sviðsins árið 2018. Aðsend/Kristinn Ingvarsson Kolbrún Þ. Pálsdóttir hefur verið endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands til næstu fimm ára, eða til 1. júlí 2028. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Kolbrún hafi tekið við sem forseti sviðsins um mitt ár 2018 en hún hafi starfað við kennslu og rannsóknir innan háskólans í hartnær tvo áratugi. „Þá hefur hún margvíslega starfsreynslu af skóla- og frístundastarfi og gegndi m.a. viðamiklum stjórnunarstöðum hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar þar sem hún tók þátt í stefnumótun og uppbyggingu á frístundaheimilum fyrir 6 til 9 ára börn. Kolbrún lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1996, meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði árið 2001 og doktorsprófi á sviði menntunarfræða frá Uppeldis- og menntunarfræðideild árið 2012. Hún var ráðin lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið árið 2013 og fékk framgang í starf dósents árið 2017. Rannsóknir Kolbrúnar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og hvernig efla megi þverfræðilega samvinnu í skóla- og frístundastarfi í þágu barna. Kolbrún hefur tekið virkan þátt í mótun menntastefnu og umbótaverkefnum á öllum skólastigum auk ráðgjafar við menntamálayfirvöld,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kolbrúnu að það sé mikill heiður að fá tækifæri til að leiða áfram Menntavísindasvið þar sem hún starfi með frábæru og metnaðarfullu samstarfsfólki. „Fram undan eru spennandi tímar og áframhaldandi uppbygging í samstarfi við fjölmarga hagaðila. Sviðið mun flytja í Sögu á aðalsvæði Háskólans á árinu 2024. Við ætlum okkur að skapa nýja Sögu og búa til kraftmikið menntasamfélag í því glæsilega húsi. Þar munu skapast mikil tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ekki síður fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins sem verða staðsett í miðju háskólasvæðinu og geta tengst betur öðrum starfseiningum skólans. Ég er handviss um að það muni efla menntarannsóknir enn frekar, fjölga nemendum á sviði menntunar og styðja við samfélagslega nýsköpun í menntakerfinu,“ segir Kolbrún. Menntavísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í fjórar deildir: Deild faggreinakennslu, Deild menntunar og margbreytileika, Deild kennslu- og menntunarfræði og Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda. Á Menntavísindasviði starfa um 160 starfsmenn og ríflega 3.000 nemendur stunda nám við sviðið. Að auki skipuleggur sviðið umfangsmikla starfsþróun og fræðslu fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Kolbrún hafi tekið við sem forseti sviðsins um mitt ár 2018 en hún hafi starfað við kennslu og rannsóknir innan háskólans í hartnær tvo áratugi. „Þá hefur hún margvíslega starfsreynslu af skóla- og frístundastarfi og gegndi m.a. viðamiklum stjórnunarstöðum hjá íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar þar sem hún tók þátt í stefnumótun og uppbyggingu á frístundaheimilum fyrir 6 til 9 ára börn. Kolbrún lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1996, meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði árið 2001 og doktorsprófi á sviði menntunarfræða frá Uppeldis- og menntunarfræðideild árið 2012. Hún var ráðin lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið árið 2013 og fékk framgang í starf dósents árið 2017. Rannsóknir Kolbrúnar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og hvernig efla megi þverfræðilega samvinnu í skóla- og frístundastarfi í þágu barna. Kolbrún hefur tekið virkan þátt í mótun menntastefnu og umbótaverkefnum á öllum skólastigum auk ráðgjafar við menntamálayfirvöld,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kolbrúnu að það sé mikill heiður að fá tækifæri til að leiða áfram Menntavísindasvið þar sem hún starfi með frábæru og metnaðarfullu samstarfsfólki. „Fram undan eru spennandi tímar og áframhaldandi uppbygging í samstarfi við fjölmarga hagaðila. Sviðið mun flytja í Sögu á aðalsvæði Háskólans á árinu 2024. Við ætlum okkur að skapa nýja Sögu og búa til kraftmikið menntasamfélag í því glæsilega húsi. Þar munu skapast mikil tækifæri fyrir íslenskt samfélag en ekki síður fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins sem verða staðsett í miðju háskólasvæðinu og geta tengst betur öðrum starfseiningum skólans. Ég er handviss um að það muni efla menntarannsóknir enn frekar, fjölga nemendum á sviði menntunar og styðja við samfélagslega nýsköpun í menntakerfinu,“ segir Kolbrún. Menntavísindasvið Háskóla Íslands er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Það skiptist í fjórar deildir: Deild faggreinakennslu, Deild menntunar og margbreytileika, Deild kennslu- og menntunarfræði og Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda. Á Menntavísindasviði starfa um 160 starfsmenn og ríflega 3.000 nemendur stunda nám við sviðið. Að auki skipuleggur sviðið umfangsmikla starfsþróun og fræðslu fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira