Neitar Schiff og Swalwell um sæti í leyniþjónustunefnd Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2023 16:11 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/Jose Luis Magana Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist ætla að meina tveimur þingmönnum Demókrataflokksins aðgang að þingnefnd þar sem fjallað er um málefni leyniþjónusta Bandaríkjanna. Hann segist ekki vera að hefna sín, heldur sé ástæðan sú að þingmennina skorti heilindi. Um er að ræða þá Adam Schiff, sem stýrði nefndinni á síðasta kjörtímabili og er einn af leiðtogum Demókrataflokksins, og Eric Swalwell, sem sat í nefndinni á síðasta kjörtímabili. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, sendi McCarthy bréf um síðustu helgi og bað um að Schiff og Swalwell yrðu áfram í nefndinni og sagði enga ástæðu til að hafna þeim. McCarthy svaraði Jeffries í gær og sagðist ekki ætla að skipa þingmennina í nefndina. Forseti þingdeildarinnar skipar einn í leyniþjónustunefndina, öfugt við flestar aðrar nefndir. I have rejected the appointments of Adam Schiff and Eric Swalwell for the House Intelligence Committee.I am committed to returning the @HouseIntel Committee to one of genuine honesty and credibility that regains the trust of the American people. pic.twitter.com/ePxlbanxta— Kevin McCarthy (@SpeakerMcCarthy) January 25, 2023 Á síðasta kjörtímabili ráku Demókratar þingmennina Marjorie Taylor Greene og Paul Gozar úr þingnefndum vegna ummæla þeirra og birtinga á samfélagsmiðlum þar sem þau voru sögð hvetja til ofbeldis gegn þingmönnum Demókrataflokksins. Sjá einnig: Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu McCarthy segist samkvæmt AP fréttaveitunni ekki vera að hefna sín vegna brottrekstur Greene og Gosar úr þingnefndum, þrátt fyrir að hann hafi á síðasta kjörtímabili ítrekað hótað því að hefna sín þegar Repúblikanar tækju völdin á þinginu. Hann segir þetta mál varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að Schiff og Swalwell gætu fengið sæti í öðrum nefndum. McCarthy hefur um nokkuð skeið verið mjög gagnrýninn á Schiff vegna aðkomu hans að ferlinu þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var fyrst ákærður af þinginu fyrir embættisbrot. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Schiff hafi sagt bandarísku þjóðinni ósatt um Trump. Kevin McCarthy just kicked me and @RepSwalwell off the Intelligence Committee.This is petty, political payback for investigating Donald Trump.If he thinks this will stop me, he will soon find out just how wrong he is. I will always defend our democracy.— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) January 25, 2023 Þá hefur McCarthy ítrekað sagt ósatt um Swalwell og málefni kínverskrar konu sem grunuð er um njósnir í Bandaríkjunum. Kona að nafni Christine Fang vann sem sjálfboðaliði við framboð Swalwell árið 2012 og svo aftur árið 2014. Sjá einnig: Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Árið 2015 vöruðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Swalwell við því að hún væri grunuð um njósnir og í kjölfarið sleit hann öll tengsl við hana. Repúblikanarnir John Boehner, fyrrverandi þingforseti, og Devin Nunes, og fyrrverandi formaður leyniþjónustunefndarinnar, vissu um málið og höfðu ekkert út á veru Swalwell í nefndinni að setja. Engar upplýsingar hafa litið dagsins ljós sem benda til þess að Swalwell hafi nokkuð rangt gert í máli hins meinta njósnara. Swalwell segir að frá því McCarthy byrjaði að segja ósatt um sig og hinn meinta njósnara hafi morðhótunum gegn honum og fjölskyldu hans fjölgað gífurlega. NEW @SpeakerMcCarthy-inspired death threat. You know, Kevin, every time you lie about me even after the @washingtonpost gives you 4 Pinocchios for your lies death threats like this flood in. pic.twitter.com/BXWlNqyjyF— Rep. Eric Swalwell (@RepSwalwell) January 21, 2023 McCarthy hefur einnig heitið því að reka þingkonuna Ilhan Omar úr utanríkismálanefnd þingsins. Þingmennirnir þrír hafa gefið frá sér yfirlýsingu um að aðgerðir þingforsetans gegn þeim grafi undan heilindum þingsins. Þeir segja þær til komnar vegna þess að McCarthy hafi neyðst til að gera samkomulag um pólitískar hefndir gegn þeim við öfgafyllstu meðlimir þingflokks Repúblikanaflokksins. Þeir meðlimir gerðu McCarthy erfitt um vik með að verða þingforseti. Þau þvinguðu hann meðal annars til að samþykkja reglubreytingu um að nú þurfi bara einn þingmann til að kalla fram atkvæðagreiðslu um að víkja honum úr embætti. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á heimili Pence Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni. 24. janúar 2023 23:14 Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Um er að ræða þá Adam Schiff, sem stýrði nefndinni á síðasta kjörtímabili og er einn af leiðtogum Demókrataflokksins, og Eric Swalwell, sem sat í nefndinni á síðasta kjörtímabili. Hakeem Jeffries, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, sendi McCarthy bréf um síðustu helgi og bað um að Schiff og Swalwell yrðu áfram í nefndinni og sagði enga ástæðu til að hafna þeim. McCarthy svaraði Jeffries í gær og sagðist ekki ætla að skipa þingmennina í nefndina. Forseti þingdeildarinnar skipar einn í leyniþjónustunefndina, öfugt við flestar aðrar nefndir. I have rejected the appointments of Adam Schiff and Eric Swalwell for the House Intelligence Committee.I am committed to returning the @HouseIntel Committee to one of genuine honesty and credibility that regains the trust of the American people. pic.twitter.com/ePxlbanxta— Kevin McCarthy (@SpeakerMcCarthy) January 25, 2023 Á síðasta kjörtímabili ráku Demókratar þingmennina Marjorie Taylor Greene og Paul Gozar úr þingnefndum vegna ummæla þeirra og birtinga á samfélagsmiðlum þar sem þau voru sögð hvetja til ofbeldis gegn þingmönnum Demókrataflokksins. Sjá einnig: Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu McCarthy segist samkvæmt AP fréttaveitunni ekki vera að hefna sín vegna brottrekstur Greene og Gosar úr þingnefndum, þrátt fyrir að hann hafi á síðasta kjörtímabili ítrekað hótað því að hefna sín þegar Repúblikanar tækju völdin á þinginu. Hann segir þetta mál varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að Schiff og Swalwell gætu fengið sæti í öðrum nefndum. McCarthy hefur um nokkuð skeið verið mjög gagnrýninn á Schiff vegna aðkomu hans að ferlinu þegar Donald Trump, fyrrverandi forseti, var fyrst ákærður af þinginu fyrir embættisbrot. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Schiff hafi sagt bandarísku þjóðinni ósatt um Trump. Kevin McCarthy just kicked me and @RepSwalwell off the Intelligence Committee.This is petty, political payback for investigating Donald Trump.If he thinks this will stop me, he will soon find out just how wrong he is. I will always defend our democracy.— Adam Schiff (@RepAdamSchiff) January 25, 2023 Þá hefur McCarthy ítrekað sagt ósatt um Swalwell og málefni kínverskrar konu sem grunuð er um njósnir í Bandaríkjunum. Kona að nafni Christine Fang vann sem sjálfboðaliði við framboð Swalwell árið 2012 og svo aftur árið 2014. Sjá einnig: Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Árið 2015 vöruðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) Swalwell við því að hún væri grunuð um njósnir og í kjölfarið sleit hann öll tengsl við hana. Repúblikanarnir John Boehner, fyrrverandi þingforseti, og Devin Nunes, og fyrrverandi formaður leyniþjónustunefndarinnar, vissu um málið og höfðu ekkert út á veru Swalwell í nefndinni að setja. Engar upplýsingar hafa litið dagsins ljós sem benda til þess að Swalwell hafi nokkuð rangt gert í máli hins meinta njósnara. Swalwell segir að frá því McCarthy byrjaði að segja ósatt um sig og hinn meinta njósnara hafi morðhótunum gegn honum og fjölskyldu hans fjölgað gífurlega. NEW @SpeakerMcCarthy-inspired death threat. You know, Kevin, every time you lie about me even after the @washingtonpost gives you 4 Pinocchios for your lies death threats like this flood in. pic.twitter.com/BXWlNqyjyF— Rep. Eric Swalwell (@RepSwalwell) January 21, 2023 McCarthy hefur einnig heitið því að reka þingkonuna Ilhan Omar úr utanríkismálanefnd þingsins. Þingmennirnir þrír hafa gefið frá sér yfirlýsingu um að aðgerðir þingforsetans gegn þeim grafi undan heilindum þingsins. Þeir segja þær til komnar vegna þess að McCarthy hafi neyðst til að gera samkomulag um pólitískar hefndir gegn þeim við öfgafyllstu meðlimir þingflokks Repúblikanaflokksins. Þeir meðlimir gerðu McCarthy erfitt um vik með að verða þingforseti. Þau þvinguðu hann meðal annars til að samþykkja reglubreytingu um að nú þurfi bara einn þingmann til að kalla fram atkvæðagreiðslu um að víkja honum úr embætti.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á heimili Pence Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni. 24. janúar 2023 23:14 Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Leynileg skjöl fundust á heimili Pence Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni. 24. janúar 2023 23:14
Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. 22. janúar 2023 08:33
Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07
Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53