Sjálfbær þróun sjávarútvegs Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 25. janúar 2023 17:00 Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um sjálfbæra þróun er jafnan vísað í þrjár stoðir hennar: Umhverfi, efnahag og samfélag. Aðeins með því að virða og styðja allar þessar þrjár stoðir náum við að „mæta þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum“ („Sameiginleg framtíð vor“, Brundtland skýrslan, 1987). Lykillinn að árangri felst í því að horfa ekki bara á sjálfbæra þróun sem sjálfstætt viðfangsefni, heldur sem leið til að takast á við allar okkar áskoranir. Starfshópar á vegum matvælaráðuneytisins kynntu í síðustu viku bráðabirgðaniðurstöður úr umfjöllun sinni um stjórnkerfi sjávarútvegsins, en verkefnið fékk heitið Auðlindin okkar. Niðurstöðurnar byggja á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar og eru settar fram sem þrístökk. Í fyrsta lagi er dregið fram hvaða kröfur umhverfið setur umgengni okkar við sjávarauðlindina. Þær kröfur mynda rammann að öllu því sem á eftir fer. Ótækt er að brjóta þann ramma og um það ríkir væntanlega mest sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar allrar. Næsta verkefni er að hámarka verðmætin innan þess ramma sem umhverfið markar. Þar þarf m.a. að huga að því, að hve miklu leyti stjórnvöld skipta sér af og hvaða takmarkanir þau setja. Breið sátt ríkir um grunninn að núverandi aflamarkskerfi, þótt tekist sé á um tilteknar úthlutanir í hinu svokallaða félagslega kerfi eða pottum. Lokaskrefið snýst um hvernig við tryggjum að þessi verðmæti dreifist á sanngjarnan hátt á milli greinarinnar og þjóðarinnar í heild. Annars vegar gerist það sjálfkrafa í gegnum launagreiðslur og innlend innkaup, sem og fjölþætt gjöld og skatta. Hins vegar gerist það núna með greiðslu sérstaks gjalds fyrir aðgang að auðlindinni, þ.e. veiðigjöldum. Mestur ágreiningur hefur verið um þetta þriðja og síðasta skref. Mikilvægt er að finna á því lausn, sem getur orðið varanleg. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru nefnilega kostir sem nýtast allri virðiskeðjunni, styðja við umhverfið og auka verðmætasköpun. Þannig tengjast skrefin þrjú í órofa heild. Þetta liggur einmitt í eðli sjálfbærrar þróunar, þ.e. að ná jafnvægi á milli hinna umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu stoða. Þótt nauðsynlegt sé að líta til hverrar og einnar við úrlausn viðfangsefnanna, þarf lokaniðurstaðan að styðja við þær allar. Höfundur er leiðtogi sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu og formaður starfshópsins Aðgengi innan Auðlindarinnar okkar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun