Alþjóðaólympíunefndin vill að Rússar fái að taka þátt í París á næsta ári Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 07:01 Á vetrarólympíuleikunum á síðasta ári kepptu Rússar undir fána rússnesku ólympíunefndarinnar vegna lyfjahneykslis. Vísir/Getty Á stjórnarfundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í gær lýsti nefndin því yfir að hún vilji að íþróttamenn frá Rússlandi fái að keppa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári sem hlutlausir keppendur. Alþjóðaólympíunefndin fundaði í gær og meðal þeirra mála sem voru á dagskrá fundarins voru þátttökumöguleikar rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Kallað hefur verið eftir því að þeim verði meinuð þátttaka vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, er meðal þeirra sem sagt hefur að rússneskir íþróttamenn ættu ekki að fá að taka þátt en Alþjóðaólympíunefndin hefur nú lýst yfir að hún stefni að því að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái að keppa undir hlutlausum fána. The International Olympic Committee says it wants Russians to compete at the 2024 Paris Olympics as neutral athletes, citing a unifying mission during a time of war.Ukraine president Volodymyr Zelenskyy has called to exclude them entirely.https://t.co/R3GKdKwoeK— AP Sports (@AP_Sports) January 25, 2023 Í kjölfar fundarins í gær birti nefndin yfirlýsingu þar sem kom fram að nefndin vilji búa til leið svo íþróttamenn með rússnesk- og hvít-rússnesk vegabréf gætu tekið þátt yrði ákveðnum skilyrðum fylgt eftir. Engum íþróttamanni ætti að vera mismunað sama hvað stæði í vegabréfi þeirra. Skilyrðin fela meðal annars í sér að íþróttamennirnir mega ekki lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Ef íþróttamaður lýsir yfir eða hefur lýst yfir stuðningi við stríðið í Úkraínu þá verður hann útilokaður frá þátttöku í París. Einnig er það skilyrði sett að keppendur séu algjörlega hlutlausir og mega ekki vera fulltrúar Rússlands né nokkurar stofnunar í landinu. Að lokum er það skilyrði sett að rússneskir íþróttamenn þurfa að fylgja reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) í einu og öllu en þeir fengu ekki að keppa undir fána Rússlands á Vetrarólympíuleikunum í Peyongchang eftir að upp komst um víðtækt lyfjasvindl Rússa árið 2015. Selenskí ræddi við Macron Í rökstuðningi sínum nefndi stjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar dæmi um íþróttamenn gömlu Júgóslavíu sem fengu að keppa á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, þrátt fyrir að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Júgóslavíu væru í gildi. Það er ekki búist við að þessum fréttum verði tekið með mikilli gleði af stjórnvöldum í Úkraínu. Selenskí forseti ræddi málið við Emanuel Macron Frakklandsforseta á þriðjudag en Macron hjálpaði París að hljóta tilnefningu Alþjóða ólympíunefndarinnar þegar leikunum var úthlutað til Parísar árið 2017. „Ég lagði sérstaka áherslu á að íþróttafólk frá Rússlandi hefðu ekkert að gera á Ólympíuleikana í París,“ skrifaði Selenskí á samskiptamiðilinn Telegram um spjall hans við Macron. Fundur Alþjóðaólympíunefndarinnar í gær var haldinn í kjölfar samtala meðlima nefndarinnar við fulltrúa ólympíuhreyfingarinnar víðsvegar um heim, forráðamenn íþróttamála í ýmsum löndum sem og fulltrúa íþróttafólks. Þrátt fyrir mótbárur nokkurra aðila í samtölunum, meðal annars frá Úkraínsku ólympíunefndinni, heldur Alþjóðanefndin því fram að góður meirihluti sé fyrir ákvörðuninni á meðal þeirra sem rætt var við. Rússar hafa ekki fengið að keppa undir eigin fána síðan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 vegna ýmissa brota á lyfjareglum. Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin fundaði í gær og meðal þeirra mála sem voru á dagskrá fundarins voru þátttökumöguleikar rússneskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Kallað hefur verið eftir því að þeim verði meinuð þátttaka vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, er meðal þeirra sem sagt hefur að rússneskir íþróttamenn ættu ekki að fá að taka þátt en Alþjóðaólympíunefndin hefur nú lýst yfir að hún stefni að því að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái að keppa undir hlutlausum fána. The International Olympic Committee says it wants Russians to compete at the 2024 Paris Olympics as neutral athletes, citing a unifying mission during a time of war.Ukraine president Volodymyr Zelenskyy has called to exclude them entirely.https://t.co/R3GKdKwoeK— AP Sports (@AP_Sports) January 25, 2023 Í kjölfar fundarins í gær birti nefndin yfirlýsingu þar sem kom fram að nefndin vilji búa til leið svo íþróttamenn með rússnesk- og hvít-rússnesk vegabréf gætu tekið þátt yrði ákveðnum skilyrðum fylgt eftir. Engum íþróttamanni ætti að vera mismunað sama hvað stæði í vegabréfi þeirra. Skilyrðin fela meðal annars í sér að íþróttamennirnir mega ekki lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Ef íþróttamaður lýsir yfir eða hefur lýst yfir stuðningi við stríðið í Úkraínu þá verður hann útilokaður frá þátttöku í París. Einnig er það skilyrði sett að keppendur séu algjörlega hlutlausir og mega ekki vera fulltrúar Rússlands né nokkurar stofnunar í landinu. Að lokum er það skilyrði sett að rússneskir íþróttamenn þurfa að fylgja reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsins (WADA) í einu og öllu en þeir fengu ekki að keppa undir fána Rússlands á Vetrarólympíuleikunum í Peyongchang eftir að upp komst um víðtækt lyfjasvindl Rússa árið 2015. Selenskí ræddi við Macron Í rökstuðningi sínum nefndi stjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar dæmi um íþróttamenn gömlu Júgóslavíu sem fengu að keppa á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, þrátt fyrir að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gagnvart Júgóslavíu væru í gildi. Það er ekki búist við að þessum fréttum verði tekið með mikilli gleði af stjórnvöldum í Úkraínu. Selenskí forseti ræddi málið við Emanuel Macron Frakklandsforseta á þriðjudag en Macron hjálpaði París að hljóta tilnefningu Alþjóða ólympíunefndarinnar þegar leikunum var úthlutað til Parísar árið 2017. „Ég lagði sérstaka áherslu á að íþróttafólk frá Rússlandi hefðu ekkert að gera á Ólympíuleikana í París,“ skrifaði Selenskí á samskiptamiðilinn Telegram um spjall hans við Macron. Fundur Alþjóðaólympíunefndarinnar í gær var haldinn í kjölfar samtala meðlima nefndarinnar við fulltrúa ólympíuhreyfingarinnar víðsvegar um heim, forráðamenn íþróttamála í ýmsum löndum sem og fulltrúa íþróttafólks. Þrátt fyrir mótbárur nokkurra aðila í samtölunum, meðal annars frá Úkraínsku ólympíunefndinni, heldur Alþjóðanefndin því fram að góður meirihluti sé fyrir ákvörðuninni á meðal þeirra sem rætt var við. Rússar hafa ekki fengið að keppa undir eigin fána síðan á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 vegna ýmissa brota á lyfjareglum.
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira