Bjarni: Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í Jakob Snævar Ólafsson skrifar 25. janúar 2023 23:15 Bjarni Magnússon segir mikið um veikindi og meiðsli í herbúðum Hauka. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon þjálfari liðs Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta var ekki yfirgengilega óánægður eftir tuttugu og eins stigs tap, 83-62, fyrir Keflavík í Subway-deild kvenna fyrr í kvöld. Hann var þó að sjálfsögðu ekki sáttur með ýmislegt í frammistöðu liðsins. „Þær voru betri en við í dag og við vorum betri en þær í síðasta leik. Það var meiri orka í þeim dag og það var meiri orka í okkur síðast. Við vorum flatar. Við fengum voða lítið framlag frá öðrum en Keiru. Við vorum að skjóta boltanum illa. Ekkert alslakur leikur þannig séð. Við vorum duglegar í sóknarfráköstum sérstaklega í fyrri hálfleik. En boltaflæðið var oft á tíðum ekki nógu gott. Við skutum illa. Keflavík voru bara betri en við í dag.“ Bjarni var ekki eingöngu ánægður með að hans liði hefði gengið nokkuð vel að ná sóknarfráköstum en alls náðu Haukar sautján slíkum í leiknum á móti sjö hjá Keflavík. „Nei, nei. Það voru punktar sem við vorum að gera vel. Opna og fá færin sem við vildum fá. Við vorum ekki að setja boltann niður. En mér fannst við bara vera of litlar í okkur. Það var Keira sem hélt okkur gangandi sóknarlega. Aðrar urðu bara of litlar í sér og þorðu ekki. Ef þú hikar þá bara taparðu.“ Þótt um væri að ræða annan tapleikinn í röð í deildinni gegn helstu andstæðingum Hauka í toppbaráttunni, fyrst Val og nú Keflavík sagðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af komandi leikjum gegn sérstaklega þessum liðum. „Við erum bara á útivelli á móti toppliðinu Keflavík og það er ekkert eitthvað „disaster“ þótt maður tapi leik hérna. Við þurfum bara að gera betur næst.“ Bjarni nefndi það sérstaklega að vonandi yrði Eva Margrét Kristjánsdóttir, sem lék ekki með í kvöld vegna meiðsla, leikfær sem fyrst. Það væri mikil orka sem fylgdi henni og hún væri leiðtogi fyrir liðið í bæði vörn og sókn. Hann hafði vonast til að einhver annar leikmaður hefði stigið inn í hennar hlutverk í þessum leik en það hefði því miður ekki gengið eftir. Þrátt fyrir tapið í kvöld er Bjarni ánægður með stöðu Haukaliðsins nú þegar komið er fram í seinni hluta deildarkeppninnar en ellefu umferðum er ólokið. „Ég er búinn að þjálfa hérna í helvíti mörg ár, afsakaðu orðbragðið. Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í bara í allan vetur. Lovísa spilar svo sem of mikið í dag og við verðum bara að þakka henni fyrir. Hún er ekki orðin nærri því nógu góð í öxlinni.“ „Við erum búin að vera með fimm til átta leikmenn meidda í allan vetur hjá okkur. Þess vegna er ég ánægður. Við erum í topp fjórum eins og við stefndum að. Við ætluðum að vinna bikarinn og erum búin að ná því markmiði. Það er slæmt að lenda sex stigum á eftir Keflavík og eiginlega átta stigum af því þær standa betur í innbyrðis viðureignum. Við ætlum að reyna að ná þessu öðru sæti og það er fullt af leikjum eftir. Bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Þær voru betri en við í dag og við vorum betri en þær í síðasta leik. Það var meiri orka í þeim dag og það var meiri orka í okkur síðast. Við vorum flatar. Við fengum voða lítið framlag frá öðrum en Keiru. Við vorum að skjóta boltanum illa. Ekkert alslakur leikur þannig séð. Við vorum duglegar í sóknarfráköstum sérstaklega í fyrri hálfleik. En boltaflæðið var oft á tíðum ekki nógu gott. Við skutum illa. Keflavík voru bara betri en við í dag.“ Bjarni var ekki eingöngu ánægður með að hans liði hefði gengið nokkuð vel að ná sóknarfráköstum en alls náðu Haukar sautján slíkum í leiknum á móti sjö hjá Keflavík. „Nei, nei. Það voru punktar sem við vorum að gera vel. Opna og fá færin sem við vildum fá. Við vorum ekki að setja boltann niður. En mér fannst við bara vera of litlar í okkur. Það var Keira sem hélt okkur gangandi sóknarlega. Aðrar urðu bara of litlar í sér og þorðu ekki. Ef þú hikar þá bara taparðu.“ Þótt um væri að ræða annan tapleikinn í röð í deildinni gegn helstu andstæðingum Hauka í toppbaráttunni, fyrst Val og nú Keflavík sagðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af komandi leikjum gegn sérstaklega þessum liðum. „Við erum bara á útivelli á móti toppliðinu Keflavík og það er ekkert eitthvað „disaster“ þótt maður tapi leik hérna. Við þurfum bara að gera betur næst.“ Bjarni nefndi það sérstaklega að vonandi yrði Eva Margrét Kristjánsdóttir, sem lék ekki með í kvöld vegna meiðsla, leikfær sem fyrst. Það væri mikil orka sem fylgdi henni og hún væri leiðtogi fyrir liðið í bæði vörn og sókn. Hann hafði vonast til að einhver annar leikmaður hefði stigið inn í hennar hlutverk í þessum leik en það hefði því miður ekki gengið eftir. Þrátt fyrir tapið í kvöld er Bjarni ánægður með stöðu Haukaliðsins nú þegar komið er fram í seinni hluta deildarkeppninnar en ellefu umferðum er ólokið. „Ég er búinn að þjálfa hérna í helvíti mörg ár, afsakaðu orðbragðið. Ég hef aldrei lent í öðrum eins veikinda- og meiðslapakka eins og við erum búin að vera í bara í allan vetur. Lovísa spilar svo sem of mikið í dag og við verðum bara að þakka henni fyrir. Hún er ekki orðin nærri því nógu góð í öxlinni.“ „Við erum búin að vera með fimm til átta leikmenn meidda í allan vetur hjá okkur. Þess vegna er ég ánægður. Við erum í topp fjórum eins og við stefndum að. Við ætluðum að vinna bikarinn og erum búin að ná því markmiði. Það er slæmt að lenda sex stigum á eftir Keflavík og eiginlega átta stigum af því þær standa betur í innbyrðis viðureignum. Við ætlum að reyna að ná þessu öðru sæti og það er fullt af leikjum eftir. Bara áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum