Hvað myndirðu gera ef barnið þitt kæmi heim með sýnilega áverka? Alfa Jóhannsdóttir skrifar 26. janúar 2023 09:01 Sem betur fer reyna langflestir foreldrar allt sem þau geta til að vernda og verja börnin sín fyrir því sem veldur þeim skaða. Börnum af minni kynslóð var til dæmis kennt að varast ókunnuga á götum úti, fara aldrei upp í bíl með ókunnugum og svo auðvitað var stúlkum kennt að passa sig og setja sig ekki í aðstæður sem gætu leitt af sér ofbeldi. Það heppnaðist ekki alltaf, en það voru verkfærin sem foreldrar okkar höfðu. Óþokkar í myrkum húsasundum voru óöryggið og óttinn sem bar að varast. Stafræn umbreyting hefur breytt þessu umhverfi algjörlega og óöryggið sem við fundum fyrir gagnvart ókunnugum í skuggunum er orðið ákveðið öryggi því þar eru skuggarnir sem við sjáum. Skuggar stafræna umhverfisins eru því miður oft á tíðum ósýnilegir okkur, hafa þann möguleika að dulbúa sig sem hver og hvað sem er og skapa þannig hættu fyrir börnin okkar sem við höfum ekki enn verkfærin til að takast á við. Eftir því sem netið breiðist meira út og angar þess teygja sig inn í fleiri þætti lífs okkar byrja fleiri börn, og sífellt yngri börn, að alast upp í stafrænum heimi. Börn eyða meiri tíma á netinu en nokkru sinni fyrr. Að alast upp á netinu býður upp á endalaus tækifæri og í gegnum tölvur, sjónvörp og önnur snjalltæki opnast stór og mikill heimur upplýsinga fyrir börn, sem getur eflt þau og styrkt þau í þeirra verkefnum. Þegar netið er notað á réttan hátt hefur það möguleika á að víkka sjóndeildarhring, víðsýni og þekkingu okkar. En öllum þessum tækifærum fylgir líka áhætta. Eftir því sem stafræn reynsla barna eykst og stafrænt umhverfi þeirra stækkar, fjölgar einnig ógnunum og hættunum sem fylgja og geta falið í sér ofbeldi og áreitni ásamt því að börn verða útsettari fyrir skaðlegu efni. Ein stærsta ógnin við börn á netinu er hinsvegar stafrænt ofbeldi og brot á kynferðislegri friðhelgi þeirra. Afþví að stafrænt ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt, bera þolendur þess ekki alltaf sýnilega áverka. Við þekkjum ekki tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar þess og eigum þess vegna oft erfitt með að bregðast við því eða koma í veg fyrir það. Oft á tíðum átta börnin sig ekki á því að verið sé að brjóta á þeim og þess vegna er svo mikilvægt að við kennum þeim og lærum sjálf. Börn sem þekkja réttindi sín og vita þegar brotið er á þeim láta frekar vita og ef við sjálf erum upplýst getum við betur varið þau og brugðist við. Það hefur aldrei verið auðveldara fyrir kynferðisafbrotamenn að nálgast hugsanlega þolendur sína. Í hinum stafræna heimi getur hver sem er, hvaðan sem er búið til aðgang til að nálgast börn í gegnum samfélagsmiðla og/eða leikjatölvur. Það hefur einnig auðveldað þeim að tæla börn til samskipta. Hvað er tæling og hver tælir? Tæling er þegar fullorðinn einstaklingur reynir að byggja upp samband við barn svo að hann geti beitt það ofbeldi. Ofbeldið er ekki alltaf líkamlegt, það getur átt sér stað í stafrænum samskiptum við barnið. Þau sem beita tælingu reyna þá oft að mynda tengsl við barnið á samfélagsmiðlum, spjalla jafnvel við barnið í gegnum tölvuleiki sem eru spilaðir á netinu eða nota hvern þann vettvang sem er ætlaður fyrir samskipti á netinu. Mörg nota ekki sitt raunverulega nafn eða eigin mynd og þykjast jafnvel sjálf vera börn. Önnur nota eigin upplýsingar, og þá sérstaklega ef þau eru sjálf ung. Samskiptin hefjast oft á því að þau sem beita tælingu látast hafa sömu áhugamál og barnið og þykjast jafnvel þekkja sömu einstaklingana. Þetta eru oft upplýsingar sem börnin hafa gefið sjálf upp án þess að átta sig á því, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla eða leiki. Yfirleitt þróast svona samskipti fljótt yfir í einkasamtöl þar sem sá sem beitir tælingunni reynir að hefja kynferðislegt samtal, og óska eftir til dæmis nektarmyndum. Svona samskipti eru stigvaxandi og vinda svo upp á sig með hótunum, þar sem gerandi nærist á ótta barnsins. Stundum bjóða gerendur börnum greiðslu fyrir myndefni og áður en þau átta sig á því hvað hefur átt sér stað eru þau komin í klær einstaklinga sem vilja sífellt meira og meira. Þá hótar gerandi jafnvel að birta myndirnar sem barnið hefur nú þegar sent eða hótar að sýna foreldrum barnsins þær ef það sendir ekki enn grófari myndir. Fræðsla og forvarnir gegn stafrænu ofbeldi Stafræn kynferðisbrot eru meðal helstu ástæðna aukningar í kynferðisbrotum gegn börnum og ungu fólki. Þetta sýnir sláandi tölfræði lögreglunnar, rannsóknastofnunarinnar Rannsóknar og greiningu, Fjölmiðlanefndar og Unicef á Íslandi. Þörf á aukinni fræðslu er verulega aðkallandi en þessi brot eru í auknum mæli framin af börnum undir 18 ára aldri. Við vitum það að forvarnir sem leggja ríka áherslu á að einungis forðast samskipti við ókunnuga skila ekki miklum árangri og geta verið villandi, enda sýna rannsóknir að þau sem brjóta gegn börnum eru í flestum tilfellum einstaklingar sem þekkja til barnanna. Auðvitað tengjast ólíkar tegundir ofbeldis, því við vitum að þau sem hafa tælt barn til stafrænna samskipta reyna í flestum tilfellum að hitta barnið þegar trausti er náð, með einbeittan vilja til að brjóta á barninu. Það sem skilar okkur hinsvegar árangri í forvörnum er að leggja til dæmis áherslu á fræðslu um óviðeigandi kynferðislega hegðun, bæði barna og fullorðinna. Fræðsla og forvarnir sem fara fram innan skólanna efla og styrkja nefnilega ekki bara þolendur eða mögulega þolendur, heldur ná einnig til barna sem gætu beitt önnur börn ofbeldi og hafa þannig ákveðinn fælingarmátt. Sexan stuttmyndasamkeppni Til að bregðast við þessari sláandi tölfræði hefur breið fylking samstarfsaðila farið af stað með verkefnið Sexuna. Sexan er stuttmyndasamkeppni sem er hugsuð sem hvort tveggja fræðsla og forvörn fyrir bæði þátttakendur verkefnisins sem og þau sem njóta afrakstursins. Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins, með það að markmiði að fræða þau um mörk og samþykki, en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis, þ.m.t. um slagsmál ungmenna, tælingu og nektarmyndir en samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar um nektarmyndir á meðal grunnskólabarna kemur fram að 51% stúlkna og 22% stráka hafa verið beðin um nektarmynd. Dómnefnd Sexunnar er skipuð fulltrúum úr ungmennaráði, frá RÚV, MMS ásamt fulltrúa úr kvikmyndagerð sem svo velja þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Lykilatriði í hugmyndafræði Sexunnar er að nemendur undirbúi og vinni stuttmyndirnar sjálf, því enginn þekkir það betur hvernig það er að vera ungmenni í dag en þau og þau vita best hvernig stafrænt ofbeldi birtist þeim. Verðlaunamyndirnar verða síðan sendar til allra grunnskóla landsins og þeir hvattir til að vekja athygli á stafrænu ofbeldi með sýningu myndanna og umræðum eftir á. Nú styttist í að skilafrestur renni út, en hann er til 31. janúar 2023. Því hvetjum við sem flest til að taka þátt í verkefninu og leggja þessum mikilvæga málstað lið. Inn á vef 112 er ennfremur að finna mikið af upplýsingum um kynferðislegt, líkamlegt og stafrænt ofbeldi, og er þar einnig að finna upplýsingar um Sexuna. Höfundur er forvarnarfulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Stafræn þróun Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sem betur fer reyna langflestir foreldrar allt sem þau geta til að vernda og verja börnin sín fyrir því sem veldur þeim skaða. Börnum af minni kynslóð var til dæmis kennt að varast ókunnuga á götum úti, fara aldrei upp í bíl með ókunnugum og svo auðvitað var stúlkum kennt að passa sig og setja sig ekki í aðstæður sem gætu leitt af sér ofbeldi. Það heppnaðist ekki alltaf, en það voru verkfærin sem foreldrar okkar höfðu. Óþokkar í myrkum húsasundum voru óöryggið og óttinn sem bar að varast. Stafræn umbreyting hefur breytt þessu umhverfi algjörlega og óöryggið sem við fundum fyrir gagnvart ókunnugum í skuggunum er orðið ákveðið öryggi því þar eru skuggarnir sem við sjáum. Skuggar stafræna umhverfisins eru því miður oft á tíðum ósýnilegir okkur, hafa þann möguleika að dulbúa sig sem hver og hvað sem er og skapa þannig hættu fyrir börnin okkar sem við höfum ekki enn verkfærin til að takast á við. Eftir því sem netið breiðist meira út og angar þess teygja sig inn í fleiri þætti lífs okkar byrja fleiri börn, og sífellt yngri börn, að alast upp í stafrænum heimi. Börn eyða meiri tíma á netinu en nokkru sinni fyrr. Að alast upp á netinu býður upp á endalaus tækifæri og í gegnum tölvur, sjónvörp og önnur snjalltæki opnast stór og mikill heimur upplýsinga fyrir börn, sem getur eflt þau og styrkt þau í þeirra verkefnum. Þegar netið er notað á réttan hátt hefur það möguleika á að víkka sjóndeildarhring, víðsýni og þekkingu okkar. En öllum þessum tækifærum fylgir líka áhætta. Eftir því sem stafræn reynsla barna eykst og stafrænt umhverfi þeirra stækkar, fjölgar einnig ógnunum og hættunum sem fylgja og geta falið í sér ofbeldi og áreitni ásamt því að börn verða útsettari fyrir skaðlegu efni. Ein stærsta ógnin við börn á netinu er hinsvegar stafrænt ofbeldi og brot á kynferðislegri friðhelgi þeirra. Afþví að stafrænt ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt, bera þolendur þess ekki alltaf sýnilega áverka. Við þekkjum ekki tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar þess og eigum þess vegna oft erfitt með að bregðast við því eða koma í veg fyrir það. Oft á tíðum átta börnin sig ekki á því að verið sé að brjóta á þeim og þess vegna er svo mikilvægt að við kennum þeim og lærum sjálf. Börn sem þekkja réttindi sín og vita þegar brotið er á þeim láta frekar vita og ef við sjálf erum upplýst getum við betur varið þau og brugðist við. Það hefur aldrei verið auðveldara fyrir kynferðisafbrotamenn að nálgast hugsanlega þolendur sína. Í hinum stafræna heimi getur hver sem er, hvaðan sem er búið til aðgang til að nálgast börn í gegnum samfélagsmiðla og/eða leikjatölvur. Það hefur einnig auðveldað þeim að tæla börn til samskipta. Hvað er tæling og hver tælir? Tæling er þegar fullorðinn einstaklingur reynir að byggja upp samband við barn svo að hann geti beitt það ofbeldi. Ofbeldið er ekki alltaf líkamlegt, það getur átt sér stað í stafrænum samskiptum við barnið. Þau sem beita tælingu reyna þá oft að mynda tengsl við barnið á samfélagsmiðlum, spjalla jafnvel við barnið í gegnum tölvuleiki sem eru spilaðir á netinu eða nota hvern þann vettvang sem er ætlaður fyrir samskipti á netinu. Mörg nota ekki sitt raunverulega nafn eða eigin mynd og þykjast jafnvel sjálf vera börn. Önnur nota eigin upplýsingar, og þá sérstaklega ef þau eru sjálf ung. Samskiptin hefjast oft á því að þau sem beita tælingu látast hafa sömu áhugamál og barnið og þykjast jafnvel þekkja sömu einstaklingana. Þetta eru oft upplýsingar sem börnin hafa gefið sjálf upp án þess að átta sig á því, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla eða leiki. Yfirleitt þróast svona samskipti fljótt yfir í einkasamtöl þar sem sá sem beitir tælingunni reynir að hefja kynferðislegt samtal, og óska eftir til dæmis nektarmyndum. Svona samskipti eru stigvaxandi og vinda svo upp á sig með hótunum, þar sem gerandi nærist á ótta barnsins. Stundum bjóða gerendur börnum greiðslu fyrir myndefni og áður en þau átta sig á því hvað hefur átt sér stað eru þau komin í klær einstaklinga sem vilja sífellt meira og meira. Þá hótar gerandi jafnvel að birta myndirnar sem barnið hefur nú þegar sent eða hótar að sýna foreldrum barnsins þær ef það sendir ekki enn grófari myndir. Fræðsla og forvarnir gegn stafrænu ofbeldi Stafræn kynferðisbrot eru meðal helstu ástæðna aukningar í kynferðisbrotum gegn börnum og ungu fólki. Þetta sýnir sláandi tölfræði lögreglunnar, rannsóknastofnunarinnar Rannsóknar og greiningu, Fjölmiðlanefndar og Unicef á Íslandi. Þörf á aukinni fræðslu er verulega aðkallandi en þessi brot eru í auknum mæli framin af börnum undir 18 ára aldri. Við vitum það að forvarnir sem leggja ríka áherslu á að einungis forðast samskipti við ókunnuga skila ekki miklum árangri og geta verið villandi, enda sýna rannsóknir að þau sem brjóta gegn börnum eru í flestum tilfellum einstaklingar sem þekkja til barnanna. Auðvitað tengjast ólíkar tegundir ofbeldis, því við vitum að þau sem hafa tælt barn til stafrænna samskipta reyna í flestum tilfellum að hitta barnið þegar trausti er náð, með einbeittan vilja til að brjóta á barninu. Það sem skilar okkur hinsvegar árangri í forvörnum er að leggja til dæmis áherslu á fræðslu um óviðeigandi kynferðislega hegðun, bæði barna og fullorðinna. Fræðsla og forvarnir sem fara fram innan skólanna efla og styrkja nefnilega ekki bara þolendur eða mögulega þolendur, heldur ná einnig til barna sem gætu beitt önnur börn ofbeldi og hafa þannig ákveðinn fælingarmátt. Sexan stuttmyndasamkeppni Til að bregðast við þessari sláandi tölfræði hefur breið fylking samstarfsaðila farið af stað með verkefnið Sexuna. Sexan er stuttmyndasamkeppni sem er hugsuð sem hvort tveggja fræðsla og forvörn fyrir bæði þátttakendur verkefnisins sem og þau sem njóta afrakstursins. Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk í grunnskólum landsins, með það að markmiði að fræða þau um mörk og samþykki, en einnig um tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis, þ.m.t. um slagsmál ungmenna, tælingu og nektarmyndir en samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlanefndar um nektarmyndir á meðal grunnskólabarna kemur fram að 51% stúlkna og 22% stráka hafa verið beðin um nektarmynd. Dómnefnd Sexunnar er skipuð fulltrúum úr ungmennaráði, frá RÚV, MMS ásamt fulltrúa úr kvikmyndagerð sem svo velja þrjár bestu stuttmyndirnar sem verða sýndar á vef UngRÚV í viku sex, kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar nk. Lykilatriði í hugmyndafræði Sexunnar er að nemendur undirbúi og vinni stuttmyndirnar sjálf, því enginn þekkir það betur hvernig það er að vera ungmenni í dag en þau og þau vita best hvernig stafrænt ofbeldi birtist þeim. Verðlaunamyndirnar verða síðan sendar til allra grunnskóla landsins og þeir hvattir til að vekja athygli á stafrænu ofbeldi með sýningu myndanna og umræðum eftir á. Nú styttist í að skilafrestur renni út, en hann er til 31. janúar 2023. Því hvetjum við sem flest til að taka þátt í verkefninu og leggja þessum mikilvæga málstað lið. Inn á vef 112 er ennfremur að finna mikið af upplýsingum um kynferðislegt, líkamlegt og stafrænt ofbeldi, og er þar einnig að finna upplýsingar um Sexuna. Höfundur er forvarnarfulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun