Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. janúar 2023 14:54 Hljómsveitin Celebs er á meðal keppenda í Söngvakeppninni. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri, Hrafnkell Hugi og Katla Vigdís. Instagram Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. Þetta herma heimildir Vísis en keppendurnir vildu ekki staðfesta þátttöku sína í samtali við Vísi. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni. Celebs bætist þar með í hóp þeirra fjögurra flytjenda sem Vísir tilkynnti fyrr í dag. Það eru þau Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir. Sjá: Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Tíu lög hafa verið valin til þátttöku keppninnar í ár. Alls sóttu 137 lög um þátttöku og valdi valnefnd FÍH, FTT og RÚV sex þeirra til þátttöku. Til viðbótar var leitað til fjögurra flytjenda sem munu einnig taka þátt í keppninni. Lögin tíu, höfundar og flytjendur verða kynnt á RÚV á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Celebs (@we.are.celebs) Hafa öll unnið Músíktilraunir Þessi músíkölsku systkini eru á aldrinum 20-28 ára og koma frá Suðureyri. Systkinin eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið keppnina Músíktilraunir. Þeir Valgeir og Hrafnkell unnu keppnina árið 2015 sem hljómsveitinni Rythmatik. Katla fetaði svo í fótspor þeirra árið 2017 þegar hún vann keppnina með hljómsveitinni Between Mountains. Árið 2019 ákváðu systkinin svo að sameina krafta sína og stofna hljómsveitina Celebs. Síðan þá hafa þau komið fram á hinum ýmsu hátíðum. Voru tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna Celebs hefur gefið út þónokkur lög en þeirra mest spilaða lag á Spotify er lagið Kannski hann. Þá hefur sveitin gefið út fjögur tónlistarmyndbönd. Þess má geta að árið 2021 hlaut Celebs tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir rokkplötu ársins og rokklag ársins. Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Kannski hann. Athugið að þetta er þó ekki lagið sem sveitin mun flytja í Söngvakeppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis en keppendurnir vildu ekki staðfesta þátttöku sína í samtali við Vísi. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni. Celebs bætist þar með í hóp þeirra fjögurra flytjenda sem Vísir tilkynnti fyrr í dag. Það eru þau Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir. Sjá: Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Tíu lög hafa verið valin til þátttöku keppninnar í ár. Alls sóttu 137 lög um þátttöku og valdi valnefnd FÍH, FTT og RÚV sex þeirra til þátttöku. Til viðbótar var leitað til fjögurra flytjenda sem munu einnig taka þátt í keppninni. Lögin tíu, höfundar og flytjendur verða kynnt á RÚV á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Celebs (@we.are.celebs) Hafa öll unnið Músíktilraunir Þessi músíkölsku systkini eru á aldrinum 20-28 ára og koma frá Suðureyri. Systkinin eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið keppnina Músíktilraunir. Þeir Valgeir og Hrafnkell unnu keppnina árið 2015 sem hljómsveitinni Rythmatik. Katla fetaði svo í fótspor þeirra árið 2017 þegar hún vann keppnina með hljómsveitinni Between Mountains. Árið 2019 ákváðu systkinin svo að sameina krafta sína og stofna hljómsveitina Celebs. Síðan þá hafa þau komið fram á hinum ýmsu hátíðum. Voru tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna Celebs hefur gefið út þónokkur lög en þeirra mest spilaða lag á Spotify er lagið Kannski hann. Þá hefur sveitin gefið út fjögur tónlistarmyndbönd. Þess má geta að árið 2021 hlaut Celebs tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir rokkplötu ársins og rokklag ársins. Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Kannski hann. Athugið að þetta er þó ekki lagið sem sveitin mun flytja í Söngvakeppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47