Franska liðið í sjokki eftir að upp komst um barnaníðinginn Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2023 11:00 Bruno Martini var lengi í franska landsliðshópnum og spilaði til að mynda nokkrum sinnum gegn Íslandi. Getty/Dimitri Iundt Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti. Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic. HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Martini lék með franska landsliðinu á árunum 1990-2007 og var til að mynda í liðinu sem varð heimsmeistari á Íslandi árið 1995 og á heimavelli árið 2001. Undanfarið hefur hann verið forseti frönsku handknattleiksdeildarinnar (LNH) en hefur nú sagt af sér eftir að dómur í málinu féll, auk þess að missa þar af leiðandi sæti sitt í stjórn franska handknattleikssambandsins. Upp komst um Martini í júní 2020 þegar 13 ára strákur kvartaði undan honum. Martini hafði sett sig í samband við hann í gegnum Snapchat undir nafninu Daddy, og fengið strákinn til að senda sér kynferðislegar ljósmyndir og myndbönd. Borgaði leigubíl fyrir strákinn sem hætti við Martini hafði einnig sent stráknum pening fyrir leigubíl í von um að fá að hitta hann en á síðustu stundu hætti strákurinn við ferðina og lét vita af brotum Martinis. Samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hefur rannsókn ekki leitt í ljós að fórnarlömb Martinis séu fleiri en hann viðurkenndi hins vegar sjálfur að hafa átt í nánum samskiptum á netinu við ungt, fullorðið fólk á síðustu árum. Hann viðurkenndi glæp sinn en fullyrti að hann hefði talið að strákurinn sem hann átti í samskiptum við væri eldri en 15 ára. Martini fékk mildari dóm vegna játningar sinnar en hefði getað átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm. Hann fékk þó fimm ára bann frá öllu starfi þar sem hann gæti mögulega verið innan um börn undir lögaldri. Fengu fréttirnar að morgni leikdags Karabatic var í nokkur ár liðsfélagi Martinis í landsliðinu, auk þess sem Martini var framkvæmdastjóri PSG Handball og starfaði þar náið með Karabatic og fleiri leikmönnum landsliðsins. Karabatic segir það ekki hafa verið auðvelt að búa sig undir leikinn við Þýskaland á miðvikudag, í 8-liða úrslitum HM, eftir að hafa heyrt fréttirnar. Frakkar unnu leikinn og mæta Svíum í undanúrslitum í kvöld. „Ég held að við höfum allir verið í áfalli þegar við heyrðum fréttirnar í morgun,“ sagði Karabatic eftir leikinn í fyrrakvöld. „Við erum samt sem áður í okkar keppni og einbeitum okkur að okkur sjálfum og heimsmeistaramótinu, en það er rétt að það var ekki auðvelt,“ sagði Karabatic.
HM 2023 í handbolta Ofbeldi gegn börnum Frakkland Franski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira