„Mér fannst þetta einhvern veginn breyta í mér erfðaefninu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. janúar 2023 08:00 Freyr og Hólmfríður deila upplifun sinni af því að eignast andvana barn og ganga í gegnum þungt og erfitt sorgarferli. Gley mér ei „Mér fannst einhver veginn eins og við kæmust aldrei í gengum þessa nótt. Fyrstu mínúturnar og klukkutímana þá er maður er bara einhvern veginn að reyna að lifa af,“ segir Freyr Eyjólfsson. Freyr og Hólmfríður Anna Baldursdóttir eiginkona hans upplifðu gífurlegt áfall þegar sonur þeirra Eldar fæddist andvana, á 34. viku meðgöngu. Freyr og Hólmfríður eru á meðal þeirra foreldra sem deila reynslusögu sinni í röð myndskeiða á vegum Gley mér ei – styrktarfélags til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Maður er kýldur niður“ Í myndskeiðinu deila Freyr og Hólmfríður upplifun sinni af því að eignast andvana barn og ganga í gegnum þungt og erfitt sorgarferli. Þau bjuggu í New York og voru ekki beinlínis í barneignarhugleiðingum á sínum tíma en engu að síður fannst þeim tímasetningin algjörlega fullkomin. „Þó við værum nýkomin til New York og vorum svosem ekkert að plana þetta þá var hann svo ótrúlega velkominn. Eldri systkini hans tvö biðu spennt. Svo er ég komin 34 vikur á leiðinni þegar ég hætti að finna spörk,“ segir Hólmfríður en umræddan dag var stórhríð í New York borg og allar samgöngur lágu niðri. „Ég þarf að koma mér frá Brooklyn inn á Manhattan, kasólétt, á spítalann til að tékka á hvað var að. Þar kemst ég að því að hjartað er hætt að slá. Það var einmitt þarna um morguninn sem að við vorum endanlega búin að ákveða nafnið hans: Eldar. Það var þennan örlagaríka dag í nóvember, sem hjartað hans hætti að slá. Og við tók mjög djúp sorg. Svartnætti. Hyldýpi. Að fara frá svona mikilli hamingju og eftirvæntingu og hugmyndum um líf og nýjan einstakling. Og svo er maður bara kýldur niður. Allt fer og það verður ekkert nema svart.“ Hólmfríður segir tilfinninguna vera skrýtna og örugglega ekki eins fyrir neina konu. „Fyrir mig, þá fór ég úr því að vilja fæða hann strax, yfir í að vilja halda honum hjá mér. Af því að það var eini öruggur staðurinn hans, eini staðurinn þar sem hann fær hlýju,“ segir Hólmfríður en hún minnist þess að í fæðingunni hafi hún verið „öskra úr sér lífið.“ „Ég er að fæða Eldar og þess á milli er ég öskrandi. Þetta var bara svo ótrúlegt, það erfiðasta sem maður hefur nokkurn tímann gert.“ Sofandi, fallegt barn Freyr lýsir Eldar sem ofboðslega fallegum dreng. „Hann kom svona einhvern veginn hljóðlega í heiminn, mjög fallegur og reffilegur strákur. Við fengum að vera með honum þarna.“ Hólmfríður segir Eldar hafa verið fullkominn. Sofandi fallegt barn með tíu tær, tíu putta og lítið hár. „Eins mikil gleði og það er að fá nýfætt barn í fangið, og allir sem það þekkja vita hvernig tilfinning það er, þá fara þessa tilfinningar alla leið héðan, i hinn endann a skalanum. Það er þeim mun sorglegra að halda á andvana fæddu barni í fanginu. En að sama skapi er þetta stund sem er rosalega erfitt að lýsa. Af því að þetta er falleg stund og mér finnst það i minningunni vera falleg stund, til dæmis þegar systkini hans sáu hann.“ Freyr lýsir einnig því gífurlega tilfinningaumróti sem hann upplifði í kjölfar áfallsins. „Ég hef alveg upplifað dauðann, og að missa nákomna. En þessi missir, á þessari nóttu, mér fannst þetta einhvern veginn breyta í mér erfðaefninu. Og það eru allskonar tilfinningar, fyrstu klukkustundirnar og dagana. Ofboðsleg reiði, ofboðsleg sorg, depurð. Og þetta gýs allt upp í manni, manni finnst þetta svo ósanngjarnt.“ Hjálp hjá Sorgarmiðstöð Hólmfríður lýsir einnig þeim súrrealísku aðstæðum sem tóku við næstu daga og vikur, en huga þurfti að ýmsum praktískum atriðum. „Svo finnur maður sig í þeim aðstæðum næstu daga að hringja í útfararþjónustu og athuga hvort hægt sé að fá kennitölu fyrir hann á Íslandi, sem var ekki hægt. Mér fannst það alveg ótrúlega sárt. Að vesenast í einhverju svona, maður er bara: Ég vil ekki vera í þessum aðstæðum. Ég vil vera að kaupa barnabílstólinn sem ég ætlaði að kaupa, ég vil vera að undirbúa mig fyrir fæðingu lifandi barns. Svo finnur maður sig í þessum aðstæðum; að undirbúa jarðarför fyrir barnið sitt. Freyr og Hólmfríður sóttu á sínum tíma námskeið hjá Sorgarmiðstöð sem átti eftir að reynast þeim einstaklega vel, þó svo að Freyr hafi haft ákveðnar efasemdir í fyrstu. „Svo mættum við og þá einhvern veginn opnuðum við á þetta aftur. Fyrstu mínútuna fann ég: þú þarft að gera þetta, þú bara verður að fara í þetta. Ég fann strax að þetta var gott og það var frábært að hitta fólk sem skildi þetta allt saman. Maður þurfti kannski bara að segja eitt orð. Það var líka rosalega gott að geta hitt annað fólk, grátið með því, og hlegið með því líka.“ Þá bendir Freyr á að þegar áföll sem þessi ríða yfir þá er í raun einungis hægt að stjórna hugarfarinu. „Auðvitað vildi ég ekki að þetta hefði gerst. Auðvitað vildi ég að Eldar hefði lifað. En það breytir því ekki að hann dó og ég get ekkert ráðið við það. En það eina sem ég get dílað við er hvernig ég díli við það og lifi með því.“ Margir telja að missir og sorg leiði til þess að fólk eigi auðveldara með að sýna skilning og samúð, líkt og Hólmfríður bendir á. „Ég myndi henda því út um gluggann á núll einni til að fá barnið mitt til mín. Þannig að, það er bara frábært ef þetta hefur gefið mér einhvers konar öðruvísi skilning á lífinu, við breytum ekki því sem hefur gerst, þannig að við skulum þá allavega láta minningu hans vera til góðs. Þó svo að hann lifði bara í móðurkviði þá lifðu hann og við skulum láta þetta litla líf vera til góðs. Reyna svo að byggja á þeim fleti, hvernig svo sem við gerum það. En ég myndi fórna miklu til að fá hann aftur. En það er svo ofboðslega erfitt að dvelja í þessum hugsunum. Fjórum árum seinna, örugglega tíu árum seinna, þetta er alltaf í gangi. Þetta er alltaf með manni.“ Hér má finna fleiri myndskeið á vegum Gley mér ei þar sem foreldrar deila sögu sinni af barnsmissi í fæðingu eða á meðgöngu. Vilja að minning barna sinna lifi Gleym mér ei styrktarfélag fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli. Félagið var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Reynsla af missi á meðgöngu leiddi þær saman með það að markmiði að styðja fjölskyldur sem standa í þessum erfiðu sporum. Nú þegar 10 ár eru liðin frá stofnun félagsins verður efnt til ráðstefnu um missi í barneignarferlinu. Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsfólki og haldin í samstarfi við Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og Ljósmæðrafélag Íslands. Félagið vill leggja sitt af mörkum til forvarnastarfs ásamt því að auka þekkingu og skilning þeirra fagaðila og starfsfólks sem annast fjölskyldur sem missa á meðgöngu, í fæðingu og á fyrstu mánuðum lífs. Myndskeiðin þar sem foreldrar deila sögum sínum voru tekin upp á síðasta ári og birt nú á dögunum. Að sögn Ingunnar Sifjar Höskuldsdóttur hjá Gleym mér ei er tilgangur myndskeiðanna tvíþættur. „Í fyrsta lagi hefur það sýnt sig að reynslusögur annarra foreldra hjálpa hvað mest þegar fólk stendur frammi fyrir því verkefni að læra að lifa með missi barns. Það gefur von og styrk að spegla sig í tilfinningum annarra og eignast fyrirmyndir í því sem framundan er. Þessar sögur hjálpa að auki oft foreldrum af fyrri kynslóðum sem fengu ekki að vinna úr missinum á sínum tíma. Í öðru lagi er mikilvægt að félagið vinni að því að auka rýmið í samfélaginu fyrir sorgina sem fylgir missi eins og þessum. Skilningur þeirra sem ekki hafa staðið í þessum sporum er mikilvægur og dýrmætur. Við trúum því að sorg sem fær það pláss sem hún þarf fái miklu frekar heilbrigða úrvinnslu.“ Ingunn segir Gleym mér ei hafa notið mikils stuðnings og velvildar alveg frá fyrsta degi. „Það hefur alltaf gengið vel að fá fólkið okkar til þess að deila reynslu sinni og við gerð myndbandanna var engin undantekning þar á. Flestum foreldrum er afar mikilvægt að minning barna þeirra lifi og það að deila sögunum þeirra á þennan hátt er einn þáttur í því.“ Heimasíða Gleym mér ei. Facebooksíða Gley mér ei. Instagramsíða Gley mér ei. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Freyr og Hólmfríður eru á meðal þeirra foreldra sem deila reynslusögu sinni í röð myndskeiða á vegum Gley mér ei – styrktarfélags til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Maður er kýldur niður“ Í myndskeiðinu deila Freyr og Hólmfríður upplifun sinni af því að eignast andvana barn og ganga í gegnum þungt og erfitt sorgarferli. Þau bjuggu í New York og voru ekki beinlínis í barneignarhugleiðingum á sínum tíma en engu að síður fannst þeim tímasetningin algjörlega fullkomin. „Þó við værum nýkomin til New York og vorum svosem ekkert að plana þetta þá var hann svo ótrúlega velkominn. Eldri systkini hans tvö biðu spennt. Svo er ég komin 34 vikur á leiðinni þegar ég hætti að finna spörk,“ segir Hólmfríður en umræddan dag var stórhríð í New York borg og allar samgöngur lágu niðri. „Ég þarf að koma mér frá Brooklyn inn á Manhattan, kasólétt, á spítalann til að tékka á hvað var að. Þar kemst ég að því að hjartað er hætt að slá. Það var einmitt þarna um morguninn sem að við vorum endanlega búin að ákveða nafnið hans: Eldar. Það var þennan örlagaríka dag í nóvember, sem hjartað hans hætti að slá. Og við tók mjög djúp sorg. Svartnætti. Hyldýpi. Að fara frá svona mikilli hamingju og eftirvæntingu og hugmyndum um líf og nýjan einstakling. Og svo er maður bara kýldur niður. Allt fer og það verður ekkert nema svart.“ Hólmfríður segir tilfinninguna vera skrýtna og örugglega ekki eins fyrir neina konu. „Fyrir mig, þá fór ég úr því að vilja fæða hann strax, yfir í að vilja halda honum hjá mér. Af því að það var eini öruggur staðurinn hans, eini staðurinn þar sem hann fær hlýju,“ segir Hólmfríður en hún minnist þess að í fæðingunni hafi hún verið „öskra úr sér lífið.“ „Ég er að fæða Eldar og þess á milli er ég öskrandi. Þetta var bara svo ótrúlegt, það erfiðasta sem maður hefur nokkurn tímann gert.“ Sofandi, fallegt barn Freyr lýsir Eldar sem ofboðslega fallegum dreng. „Hann kom svona einhvern veginn hljóðlega í heiminn, mjög fallegur og reffilegur strákur. Við fengum að vera með honum þarna.“ Hólmfríður segir Eldar hafa verið fullkominn. Sofandi fallegt barn með tíu tær, tíu putta og lítið hár. „Eins mikil gleði og það er að fá nýfætt barn í fangið, og allir sem það þekkja vita hvernig tilfinning það er, þá fara þessa tilfinningar alla leið héðan, i hinn endann a skalanum. Það er þeim mun sorglegra að halda á andvana fæddu barni í fanginu. En að sama skapi er þetta stund sem er rosalega erfitt að lýsa. Af því að þetta er falleg stund og mér finnst það i minningunni vera falleg stund, til dæmis þegar systkini hans sáu hann.“ Freyr lýsir einnig því gífurlega tilfinningaumróti sem hann upplifði í kjölfar áfallsins. „Ég hef alveg upplifað dauðann, og að missa nákomna. En þessi missir, á þessari nóttu, mér fannst þetta einhvern veginn breyta í mér erfðaefninu. Og það eru allskonar tilfinningar, fyrstu klukkustundirnar og dagana. Ofboðsleg reiði, ofboðsleg sorg, depurð. Og þetta gýs allt upp í manni, manni finnst þetta svo ósanngjarnt.“ Hjálp hjá Sorgarmiðstöð Hólmfríður lýsir einnig þeim súrrealísku aðstæðum sem tóku við næstu daga og vikur, en huga þurfti að ýmsum praktískum atriðum. „Svo finnur maður sig í þeim aðstæðum næstu daga að hringja í útfararþjónustu og athuga hvort hægt sé að fá kennitölu fyrir hann á Íslandi, sem var ekki hægt. Mér fannst það alveg ótrúlega sárt. Að vesenast í einhverju svona, maður er bara: Ég vil ekki vera í þessum aðstæðum. Ég vil vera að kaupa barnabílstólinn sem ég ætlaði að kaupa, ég vil vera að undirbúa mig fyrir fæðingu lifandi barns. Svo finnur maður sig í þessum aðstæðum; að undirbúa jarðarför fyrir barnið sitt. Freyr og Hólmfríður sóttu á sínum tíma námskeið hjá Sorgarmiðstöð sem átti eftir að reynast þeim einstaklega vel, þó svo að Freyr hafi haft ákveðnar efasemdir í fyrstu. „Svo mættum við og þá einhvern veginn opnuðum við á þetta aftur. Fyrstu mínútuna fann ég: þú þarft að gera þetta, þú bara verður að fara í þetta. Ég fann strax að þetta var gott og það var frábært að hitta fólk sem skildi þetta allt saman. Maður þurfti kannski bara að segja eitt orð. Það var líka rosalega gott að geta hitt annað fólk, grátið með því, og hlegið með því líka.“ Þá bendir Freyr á að þegar áföll sem þessi ríða yfir þá er í raun einungis hægt að stjórna hugarfarinu. „Auðvitað vildi ég ekki að þetta hefði gerst. Auðvitað vildi ég að Eldar hefði lifað. En það breytir því ekki að hann dó og ég get ekkert ráðið við það. En það eina sem ég get dílað við er hvernig ég díli við það og lifi með því.“ Margir telja að missir og sorg leiði til þess að fólk eigi auðveldara með að sýna skilning og samúð, líkt og Hólmfríður bendir á. „Ég myndi henda því út um gluggann á núll einni til að fá barnið mitt til mín. Þannig að, það er bara frábært ef þetta hefur gefið mér einhvers konar öðruvísi skilning á lífinu, við breytum ekki því sem hefur gerst, þannig að við skulum þá allavega láta minningu hans vera til góðs. Þó svo að hann lifði bara í móðurkviði þá lifðu hann og við skulum láta þetta litla líf vera til góðs. Reyna svo að byggja á þeim fleti, hvernig svo sem við gerum það. En ég myndi fórna miklu til að fá hann aftur. En það er svo ofboðslega erfitt að dvelja í þessum hugsunum. Fjórum árum seinna, örugglega tíu árum seinna, þetta er alltaf í gangi. Þetta er alltaf með manni.“ Hér má finna fleiri myndskeið á vegum Gley mér ei þar sem foreldrar deila sögu sinni af barnsmissi í fæðingu eða á meðgöngu. Vilja að minning barna sinna lifi Gleym mér ei styrktarfélag fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli. Félagið var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Reynsla af missi á meðgöngu leiddi þær saman með það að markmiði að styðja fjölskyldur sem standa í þessum erfiðu sporum. Nú þegar 10 ár eru liðin frá stofnun félagsins verður efnt til ráðstefnu um missi í barneignarferlinu. Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsfólki og haldin í samstarfi við Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og Ljósmæðrafélag Íslands. Félagið vill leggja sitt af mörkum til forvarnastarfs ásamt því að auka þekkingu og skilning þeirra fagaðila og starfsfólks sem annast fjölskyldur sem missa á meðgöngu, í fæðingu og á fyrstu mánuðum lífs. Myndskeiðin þar sem foreldrar deila sögum sínum voru tekin upp á síðasta ári og birt nú á dögunum. Að sögn Ingunnar Sifjar Höskuldsdóttur hjá Gleym mér ei er tilgangur myndskeiðanna tvíþættur. „Í fyrsta lagi hefur það sýnt sig að reynslusögur annarra foreldra hjálpa hvað mest þegar fólk stendur frammi fyrir því verkefni að læra að lifa með missi barns. Það gefur von og styrk að spegla sig í tilfinningum annarra og eignast fyrirmyndir í því sem framundan er. Þessar sögur hjálpa að auki oft foreldrum af fyrri kynslóðum sem fengu ekki að vinna úr missinum á sínum tíma. Í öðru lagi er mikilvægt að félagið vinni að því að auka rýmið í samfélaginu fyrir sorgina sem fylgir missi eins og þessum. Skilningur þeirra sem ekki hafa staðið í þessum sporum er mikilvægur og dýrmætur. Við trúum því að sorg sem fær það pláss sem hún þarf fái miklu frekar heilbrigða úrvinnslu.“ Ingunn segir Gleym mér ei hafa notið mikils stuðnings og velvildar alveg frá fyrsta degi. „Það hefur alltaf gengið vel að fá fólkið okkar til þess að deila reynslu sinni og við gerð myndbandanna var engin undantekning þar á. Flestum foreldrum er afar mikilvægt að minning barna þeirra lifi og það að deila sögunum þeirra á þennan hátt er einn þáttur í því.“ Heimasíða Gleym mér ei. Facebooksíða Gley mér ei. Instagramsíða Gley mér ei.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira