Esther, Kristín og Jóhanna heiðraðar af Kvenréttindafélagi Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2023 13:59 Kristín, Jóhanna og Esther með viðurkenningar sínar. Vísir/Arnar Þrjár konur sem hafa látið sig kvenréttindi varða svo áratugum skiptir voru heiðraðar á 116 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands í Iðnó í Reykjavík í hádeginu. Kvenréttindafélagið heiðraði þrjár félagskonur fyrir framlag sitt til kvenréttinda og femínískrar baráttu á Íslandi og á heimsvísu: Esther Guðmundsdóttur, fyrrverandi formann Kvenréttindafélagsins, fyrir áratuga störf fyrir Kvenréttindafélagið og femínísku hreyfinguna. Kristínu Ástgeirsdóttur, fyrrverandi þingmann og framvkæmdastjóra Jafnréttisstofu, fyrir áratuga störf fyrir femínísku hreyfinguna og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi. Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Í grien sem Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélagsins skrifaði í morgun, sagði hún að þær Esther, Kristín og Jóhanna hafi allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar, hafi borið í brjósti sér í meira en heila öld. „[Að] skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll,“ sagði í greininni. Úr ræðu Tatjönu í Iðnó í hádeginu: Esther Guðmundsdóttir er gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands fyrir áratuga langa baráttu sína og störf í þágu félagsins og kvenréttinda. Esther gekk í Kvenréttindafélag Íslands árið 1976, ári eftir að konur á Íslandi gengu út af vinnustað í Kvennafríi 1975. Hið sama ár hóf hún störf fyrir ríkisskipaða kvennaársnefnd og ritaði skýrslu nefndarinnar 1977. Árið 1978 gekk Esther í stjórn félagsins og 23. febrúar 1981 var hún kjörin formaður félagsins, þá aðeins 32 ára gömul. Esther gegndi embætti formanns Kvenréttindafélagsins til ársins 1986 og blómstraði félagið undir hennar formennsku. Esther skipulagði fjölda námskeiða og ráðstefna um kvenréttindi til að ná til almennings og virkjaði félagsfólk til starfa með því að stofna starfshópa um afmörkuð verkefni innan félagsins. Esther var einn höfundur ritsins Konur og stjórnmál sem kom út 1983 og sat í ráðgjafarnefnd jafnréttisráðs 1981 til 1987. Hún var fulltrúi Kvenréttindafélagsins í alþjóðlegu kvenréttindasamtökunum International Alliance of Women og var kosin í stjórn samtakanna árið 1982 og sat í stjórn þar til ársins 1991. Einnig var hún fulltrúi félagsins í nefndinni um kvennafrí 1985. Hún var jafnframt í sendinefnd Íslands á Kvennaráðstefnu Sameinuðu Þjóðana í Nairobi. Hún sat í Jafnréttisráði fyrir hönd félagsins. Eftir formannstíð sína sat hún í nefnd félagsins sem annaðist útgáfu á bókinni Veröld sem ég vil eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur, sögu Kvenréttindafélagsins frá stofnun 1907 til 1992.Hún sat í stjórn Menningar- og minnningarsjóðs kvenna, sem stofnaður var til minningar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og er í umsjón Kvenréttindafélagsins, til margra ára. Hún var gjaldkeri sjóðsins árin 2010 til 2015 og skoðunarmaður reikninga hjá sjóðnum og félaginu til ársins 2019. Kvenréttindafélag Íslands þakkar Esther fyrir vel unnin störf í fjölda áratuga í þágu félagsins og kvenréttinda á Íslandi og á heimsvísu. Við erum stolt að gera hana að heiðursfélaga. Kristín Ástgeirsdóttir er gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands fyrir áratuga langa baráttu sína og störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi. Kristín hefur verið virk í femínísku hreyfingunni á Íslandi í hartnær hálfa öld. Hún var í Rauðsokkahreyfingunni 1976 til 1981 og tók þátt í að stofna Kvennaframboðið í Reykjavík 1982, og Samtök um kvennalista árið 1983. Hún sat í miðstjórn Friðarhreyfingar íslenskra kvenna á árunum 1985 til 1987. Hún var einnig meðal stofnenda Femínistafélags Íslands 2003. Árið 2017 stofnaði hún ásamt öðrum femíníska félagið IceFemin og hefur verið formaður Menningar- og minningarsjóðs síðan árið 2019. Kristín settist á þing árið 1991 fyrir Samtök um kvennalista og sat til ársins 1999. Á þingtíma sínum lagði hún fram fjölda þingsályktunartillagna til að efla stöðu kvenna, sérstaklega á vinnumarkaði. Hún gegndi embætti formanns þingflokks kvennalistans árin 1992 til 1993, 1995 og 1997. Kristín vann við friðargæslu fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kosovó 2000-2001 að málefnum kvenna. Kristín var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu árið 2007 og gegndi því embætti til ársins 2017. Kristín er sagnfræðingur að mennt og hefur unnið að rannsóknum á sögu kvenna á Íslandi, einkum um konur í stjórnmálum og störf kvennahreyfinga. Tugir greina um konur og kvennahreyfinguna á Íslandi hafa birst eftir Kristínu frá árinu 1982 og framlag hennar til íslenskrar kvennasögu er ómetanlegt. Kvenréttindafélag Íslands þakkar Kristínu fyrir vel unnin störf í þágu kvenréttinda og rannsókna á sögu kvenna. Við erum stolt að gera hana að heiðursfélaga. Jóhanna Sigurðardóttir er gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Jóhanna settist fyrst á þing árið 1978 fyrir Alþýðuflokkinn og var lengi vel ein af fáum konum á Alþingi. Hún stýrði þverpólitískri framkvæmdanefnd um launamál kvenna sem stofnuð var 1983, þar sem í sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi, verkalýðshreyfingarinnar og kvennahreyfinga, þar á meðal Kvenréttindafélags Íslands. Á árunum 1987 til 1994 gegndi Jóhanna embætti félagsmálaráðherra og var hún allan þann tíma eina konan í ríkisstjórn. Á stjórnmálaferli sínum á Alþingi lagði Jóhanna fram fjölda mála er varða jafnrétti með einum eða öðrum hætti, þar á meðal stjórnarfrumvörp um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla, málefni fatlaðra og málefni aldraðra. Árið 1995 stofnaði Jóhanna stjórnmálaflokkinn Þjóðvaka og 2007 tók hún aftur sæti í ríkisstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar sem félagsmálaráðherra og svo félags- og tryggingamálaráðherra. Árið 2009 leiddi Jóhanna Samfylkinguna til kosningasigurs í kjölfar fjármálahrunsins. Jóhanna er fyrsta konan sem tekur við embætti forsætisráðherra á Íslandi og fyrsti þjóðarleiðtogi á heimsvísu sem hefur verið opinberlega samkynhneigð. Hið sama ár valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. Ríkisstjórn Jóhönnu leiddu íslensku þjóðina í gegnum hremmingar fjármálakreppunnar og lagði undirstöðurnar að fjárhagslegri endurreisn íslensku þjóðarinnar. Undir forystu Jóhönnu var hlutfall kvenna og karla í fyrsta skipti jafnt í hópi ráðherra, og í hennar stjórnartíð var í fyrsta skipti skipuð ríkisstjórn þar sem fleiri konur en karlar gegndu ráðherraembættum. Jóhanna er ekki fyrsta konan úr fjölskyldu sinni sem gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands. Amma Jóhönnu og nafna hennar Jóhanna Guðlaug Egilsdóttir var í hópi brautryðjenda verkalýðsbaráttu á Íslandi og ein af fyrstu félögum Kvenréttindafélagsins. Hún var varaformaður Kvenréttindafélagsins 1948-1951 og var nefnd heiðursfélagi árið 1957. Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira
Kvenréttindafélagið heiðraði þrjár félagskonur fyrir framlag sitt til kvenréttinda og femínískrar baráttu á Íslandi og á heimsvísu: Esther Guðmundsdóttur, fyrrverandi formann Kvenréttindafélagsins, fyrir áratuga störf fyrir Kvenréttindafélagið og femínísku hreyfinguna. Kristínu Ástgeirsdóttur, fyrrverandi þingmann og framvkæmdastjóra Jafnréttisstofu, fyrir áratuga störf fyrir femínísku hreyfinguna og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi. Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Í grien sem Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélagsins skrifaði í morgun, sagði hún að þær Esther, Kristín og Jóhanna hafi allar unnið ötullega að uppfylla þann draum sem súffragettur, Rauðsokkur og femínistar, hafi borið í brjósti sér í meira en heila öld. „[Að] skapa samfélag sem byggist á kynjajafnrétti. Margt hefur áunnist, þökk sé þrotlausri baráttu þeirra, en því miður hafa konur á Íslandi ekki enn náð fullu jafnrétti á við karla og ekki njóta allar konur og kynsegin fólk á Íslandi góðs af jafnréttisbaráttu fyrri ára. Við skuldum þeim sem ruddu brautina fyrir okkur miklar þakkir en einnig loforð um að við munum halda baráttunni áfram þangað til jafnrétti er náð fyrir okkur öll,“ sagði í greininni. Úr ræðu Tatjönu í Iðnó í hádeginu: Esther Guðmundsdóttir er gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands fyrir áratuga langa baráttu sína og störf í þágu félagsins og kvenréttinda. Esther gekk í Kvenréttindafélag Íslands árið 1976, ári eftir að konur á Íslandi gengu út af vinnustað í Kvennafríi 1975. Hið sama ár hóf hún störf fyrir ríkisskipaða kvennaársnefnd og ritaði skýrslu nefndarinnar 1977. Árið 1978 gekk Esther í stjórn félagsins og 23. febrúar 1981 var hún kjörin formaður félagsins, þá aðeins 32 ára gömul. Esther gegndi embætti formanns Kvenréttindafélagsins til ársins 1986 og blómstraði félagið undir hennar formennsku. Esther skipulagði fjölda námskeiða og ráðstefna um kvenréttindi til að ná til almennings og virkjaði félagsfólk til starfa með því að stofna starfshópa um afmörkuð verkefni innan félagsins. Esther var einn höfundur ritsins Konur og stjórnmál sem kom út 1983 og sat í ráðgjafarnefnd jafnréttisráðs 1981 til 1987. Hún var fulltrúi Kvenréttindafélagsins í alþjóðlegu kvenréttindasamtökunum International Alliance of Women og var kosin í stjórn samtakanna árið 1982 og sat í stjórn þar til ársins 1991. Einnig var hún fulltrúi félagsins í nefndinni um kvennafrí 1985. Hún var jafnframt í sendinefnd Íslands á Kvennaráðstefnu Sameinuðu Þjóðana í Nairobi. Hún sat í Jafnréttisráði fyrir hönd félagsins. Eftir formannstíð sína sat hún í nefnd félagsins sem annaðist útgáfu á bókinni Veröld sem ég vil eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur, sögu Kvenréttindafélagsins frá stofnun 1907 til 1992.Hún sat í stjórn Menningar- og minnningarsjóðs kvenna, sem stofnaður var til minningar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og er í umsjón Kvenréttindafélagsins, til margra ára. Hún var gjaldkeri sjóðsins árin 2010 til 2015 og skoðunarmaður reikninga hjá sjóðnum og félaginu til ársins 2019. Kvenréttindafélag Íslands þakkar Esther fyrir vel unnin störf í fjölda áratuga í þágu félagsins og kvenréttinda á Íslandi og á heimsvísu. Við erum stolt að gera hana að heiðursfélaga. Kristín Ástgeirsdóttir er gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands fyrir áratuga langa baráttu sína og störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi. Kristín hefur verið virk í femínísku hreyfingunni á Íslandi í hartnær hálfa öld. Hún var í Rauðsokkahreyfingunni 1976 til 1981 og tók þátt í að stofna Kvennaframboðið í Reykjavík 1982, og Samtök um kvennalista árið 1983. Hún sat í miðstjórn Friðarhreyfingar íslenskra kvenna á árunum 1985 til 1987. Hún var einnig meðal stofnenda Femínistafélags Íslands 2003. Árið 2017 stofnaði hún ásamt öðrum femíníska félagið IceFemin og hefur verið formaður Menningar- og minningarsjóðs síðan árið 2019. Kristín settist á þing árið 1991 fyrir Samtök um kvennalista og sat til ársins 1999. Á þingtíma sínum lagði hún fram fjölda þingsályktunartillagna til að efla stöðu kvenna, sérstaklega á vinnumarkaði. Hún gegndi embætti formanns þingflokks kvennalistans árin 1992 til 1993, 1995 og 1997. Kristín vann við friðargæslu fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kosovó 2000-2001 að málefnum kvenna. Kristín var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu árið 2007 og gegndi því embætti til ársins 2017. Kristín er sagnfræðingur að mennt og hefur unnið að rannsóknum á sögu kvenna á Íslandi, einkum um konur í stjórnmálum og störf kvennahreyfinga. Tugir greina um konur og kvennahreyfinguna á Íslandi hafa birst eftir Kristínu frá árinu 1982 og framlag hennar til íslenskrar kvennasögu er ómetanlegt. Kvenréttindafélag Íslands þakkar Kristínu fyrir vel unnin störf í þágu kvenréttinda og rannsókna á sögu kvenna. Við erum stolt að gera hana að heiðursfélaga. Jóhanna Sigurðardóttir er gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Jóhanna settist fyrst á þing árið 1978 fyrir Alþýðuflokkinn og var lengi vel ein af fáum konum á Alþingi. Hún stýrði þverpólitískri framkvæmdanefnd um launamál kvenna sem stofnuð var 1983, þar sem í sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi, verkalýðshreyfingarinnar og kvennahreyfinga, þar á meðal Kvenréttindafélags Íslands. Á árunum 1987 til 1994 gegndi Jóhanna embætti félagsmálaráðherra og var hún allan þann tíma eina konan í ríkisstjórn. Á stjórnmálaferli sínum á Alþingi lagði Jóhanna fram fjölda mála er varða jafnrétti með einum eða öðrum hætti, þar á meðal stjórnarfrumvörp um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla, málefni fatlaðra og málefni aldraðra. Árið 1995 stofnaði Jóhanna stjórnmálaflokkinn Þjóðvaka og 2007 tók hún aftur sæti í ríkisstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar sem félagsmálaráðherra og svo félags- og tryggingamálaráðherra. Árið 2009 leiddi Jóhanna Samfylkinguna til kosningasigurs í kjölfar fjármálahrunsins. Jóhanna er fyrsta konan sem tekur við embætti forsætisráðherra á Íslandi og fyrsti þjóðarleiðtogi á heimsvísu sem hefur verið opinberlega samkynhneigð. Hið sama ár valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. Ríkisstjórn Jóhönnu leiddu íslensku þjóðina í gegnum hremmingar fjármálakreppunnar og lagði undirstöðurnar að fjárhagslegri endurreisn íslensku þjóðarinnar. Undir forystu Jóhönnu var hlutfall kvenna og karla í fyrsta skipti jafnt í hópi ráðherra, og í hennar stjórnartíð var í fyrsta skipti skipuð ríkisstjórn þar sem fleiri konur en karlar gegndu ráðherraembættum. Jóhanna er ekki fyrsta konan úr fjölskyldu sinni sem gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands. Amma Jóhönnu og nafna hennar Jóhanna Guðlaug Egilsdóttir var í hópi brautryðjenda verkalýðsbaráttu á Íslandi og ein af fyrstu félögum Kvenréttindafélagsins. Hún var varaformaður Kvenréttindafélagsins 1948-1951 og var nefnd heiðursfélagi árið 1957.
Úr ræðu Tatjönu í Iðnó í hádeginu: Esther Guðmundsdóttir er gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands fyrir áratuga langa baráttu sína og störf í þágu félagsins og kvenréttinda. Esther gekk í Kvenréttindafélag Íslands árið 1976, ári eftir að konur á Íslandi gengu út af vinnustað í Kvennafríi 1975. Hið sama ár hóf hún störf fyrir ríkisskipaða kvennaársnefnd og ritaði skýrslu nefndarinnar 1977. Árið 1978 gekk Esther í stjórn félagsins og 23. febrúar 1981 var hún kjörin formaður félagsins, þá aðeins 32 ára gömul. Esther gegndi embætti formanns Kvenréttindafélagsins til ársins 1986 og blómstraði félagið undir hennar formennsku. Esther skipulagði fjölda námskeiða og ráðstefna um kvenréttindi til að ná til almennings og virkjaði félagsfólk til starfa með því að stofna starfshópa um afmörkuð verkefni innan félagsins. Esther var einn höfundur ritsins Konur og stjórnmál sem kom út 1983 og sat í ráðgjafarnefnd jafnréttisráðs 1981 til 1987. Hún var fulltrúi Kvenréttindafélagsins í alþjóðlegu kvenréttindasamtökunum International Alliance of Women og var kosin í stjórn samtakanna árið 1982 og sat í stjórn þar til ársins 1991. Einnig var hún fulltrúi félagsins í nefndinni um kvennafrí 1985. Hún var jafnframt í sendinefnd Íslands á Kvennaráðstefnu Sameinuðu Þjóðana í Nairobi. Hún sat í Jafnréttisráði fyrir hönd félagsins. Eftir formannstíð sína sat hún í nefnd félagsins sem annaðist útgáfu á bókinni Veröld sem ég vil eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur, sögu Kvenréttindafélagsins frá stofnun 1907 til 1992.Hún sat í stjórn Menningar- og minnningarsjóðs kvenna, sem stofnaður var til minningar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og er í umsjón Kvenréttindafélagsins, til margra ára. Hún var gjaldkeri sjóðsins árin 2010 til 2015 og skoðunarmaður reikninga hjá sjóðnum og félaginu til ársins 2019. Kvenréttindafélag Íslands þakkar Esther fyrir vel unnin störf í fjölda áratuga í þágu félagsins og kvenréttinda á Íslandi og á heimsvísu. Við erum stolt að gera hana að heiðursfélaga. Kristín Ástgeirsdóttir er gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands fyrir áratuga langa baráttu sína og störf í þágu kvenréttinda og rannsóknir á sögu kvenna á Íslandi. Kristín hefur verið virk í femínísku hreyfingunni á Íslandi í hartnær hálfa öld. Hún var í Rauðsokkahreyfingunni 1976 til 1981 og tók þátt í að stofna Kvennaframboðið í Reykjavík 1982, og Samtök um kvennalista árið 1983. Hún sat í miðstjórn Friðarhreyfingar íslenskra kvenna á árunum 1985 til 1987. Hún var einnig meðal stofnenda Femínistafélags Íslands 2003. Árið 2017 stofnaði hún ásamt öðrum femíníska félagið IceFemin og hefur verið formaður Menningar- og minningarsjóðs síðan árið 2019. Kristín settist á þing árið 1991 fyrir Samtök um kvennalista og sat til ársins 1999. Á þingtíma sínum lagði hún fram fjölda þingsályktunartillagna til að efla stöðu kvenna, sérstaklega á vinnumarkaði. Hún gegndi embætti formanns þingflokks kvennalistans árin 1992 til 1993, 1995 og 1997. Kristín vann við friðargæslu fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kosovó 2000-2001 að málefnum kvenna. Kristín var skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu árið 2007 og gegndi því embætti til ársins 2017. Kristín er sagnfræðingur að mennt og hefur unnið að rannsóknum á sögu kvenna á Íslandi, einkum um konur í stjórnmálum og störf kvennahreyfinga. Tugir greina um konur og kvennahreyfinguna á Íslandi hafa birst eftir Kristínu frá árinu 1982 og framlag hennar til íslenskrar kvennasögu er ómetanlegt. Kvenréttindafélag Íslands þakkar Kristínu fyrir vel unnin störf í þágu kvenréttinda og rannsókna á sögu kvenna. Við erum stolt að gera hana að heiðursfélaga. Jóhanna Sigurðardóttir er gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands fyrir að brjóta glerþakið fyrir konur og hinsegin fólk í stjórnmálum á Íslandi og heimsvísu. Jóhanna settist fyrst á þing árið 1978 fyrir Alþýðuflokkinn og var lengi vel ein af fáum konum á Alþingi. Hún stýrði þverpólitískri framkvæmdanefnd um launamál kvenna sem stofnuð var 1983, þar sem í sátu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi, verkalýðshreyfingarinnar og kvennahreyfinga, þar á meðal Kvenréttindafélags Íslands. Á árunum 1987 til 1994 gegndi Jóhanna embætti félagsmálaráðherra og var hún allan þann tíma eina konan í ríkisstjórn. Á stjórnmálaferli sínum á Alþingi lagði Jóhanna fram fjölda mála er varða jafnrétti með einum eða öðrum hætti, þar á meðal stjórnarfrumvörp um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla, málefni fatlaðra og málefni aldraðra. Árið 1995 stofnaði Jóhanna stjórnmálaflokkinn Þjóðvaka og 2007 tók hún aftur sæti í ríkisstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar sem félagsmálaráðherra og svo félags- og tryggingamálaráðherra. Árið 2009 leiddi Jóhanna Samfylkinguna til kosningasigurs í kjölfar fjármálahrunsins. Jóhanna er fyrsta konan sem tekur við embætti forsætisráðherra á Íslandi og fyrsti þjóðarleiðtogi á heimsvísu sem hefur verið opinberlega samkynhneigð. Hið sama ár valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. Ríkisstjórn Jóhönnu leiddu íslensku þjóðina í gegnum hremmingar fjármálakreppunnar og lagði undirstöðurnar að fjárhagslegri endurreisn íslensku þjóðarinnar. Undir forystu Jóhönnu var hlutfall kvenna og karla í fyrsta skipti jafnt í hópi ráðherra, og í hennar stjórnartíð var í fyrsta skipti skipuð ríkisstjórn þar sem fleiri konur en karlar gegndu ráðherraembættum. Jóhanna er ekki fyrsta konan úr fjölskyldu sinni sem gerð að heiðursfélaga í Kvenréttindafélagi Íslands. Amma Jóhönnu og nafna hennar Jóhanna Guðlaug Egilsdóttir var í hópi brautryðjenda verkalýðsbaráttu á Íslandi og ein af fyrstu félögum Kvenréttindafélagsins. Hún var varaformaður Kvenréttindafélagsins 1948-1951 og var nefnd heiðursfélagi árið 1957.
Jafnréttismál Tímamót Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Sjá meira