Nýtum tækifæri – opnum samtalið Freyr Hólm Ketilsson skrifar 30. janúar 2023 08:01 Heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Á sama tíma og það tekst á við stórar áskoranir hefur hröð nýsköpun og þróun í heilsu- og líftækni á síðustu árum hér á landi opnað ný tækifæri. Með því að nýta þau getum við tekist betur á við þessar áskoranir. Aukið álag á heilbrigðiskerfið með hækkandi lífsaldri fólks er dæmi um áskorun sem heilsutækni getur hjálpað til að leysa. Í nýlegri greiningu sem McKinsey gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið á framtíðarþjónustu Landspítalans kemur fram að til ársins 2040 þarf að fjölga starfsfólki Landspítala um 45% og að rekstrarkostnaður muni aukast um 90% ef rekstur verður með óbreyttu sniði. Með aukinni áherslu á nýsköpun og stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu telur McKinsey hins vegar að aðeins þurfi að fjölga starfsfólki um 3% og að kostnaður aukist um 30%. Þetta er skýrt dæmi um mikilvægi þess að við virkjum þau tækifæri sem nýsköpun og þróun í heilsutækni skapa. Í nýrri skýrslu Heilsutækniklasans Nýsköpun og þróun fyrir heilbrigðisþjónustu kemur fram í kortlagningu á geiranum að íslensk heilsu- og líftæknifyrirtæki séu 68 talsins, þar sem 21 þeirra eru skráð í Heilsutækniklasann nú rétt rúmum þremur mánuðum frá stofnun hans. Því má segja að Heilsutækniklasinn sé vaxandi vettvangur allra þeirra aðila sem aðkomu eiga að nýsköpun, þróun og stefnu í heilbrigðismálum. Samstarfsvettvangur sem þessi getur komið ólíkum aðilum saman og ýtt undir framgang nýrrar tækni og lausna fyrir heilbrigðiskerfið. Í skýrslu Heilsutækniklasans kemur einnig fram að á Íslandi er allt til staðar svo við getum orðið í fremstu röð á þessu sviði. Það eina sem stendur í veginum er betra og skilvirkara samtal og samstarf allra þeirra aðila sem koma að heilbrigðismálum, sérstaklega á milli hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu og einkaaðila. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi skipað stýrihóp um þróun og stefnumótun varðandi stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu. Það er löngu tímabært að uppfæra opinbera stefnu og skerpa á áherslum um stafrænar lausnir. Til þess að vinna stýrihópsins skili tilætluðum árangri er mikilvægt að hann nýti sér þá reynslu og þekkingu sem þú þegar er til staðar í íslenskum fyrirtækjum á sviði heilsu- og líftækni. Þar getur Heilsutækniklasinn komið stýrihópnum og heilbrigðisráðherra að liði. Framtíð heilsu- og líftækni á Íslandi er best borgið með skilvirkara og auknu samtali milli stjórnvalda og bransans. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og vill opna á samtalið og hefjast handa í þessari vegferð. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið stendur á tímamótum. Á sama tíma og það tekst á við stórar áskoranir hefur hröð nýsköpun og þróun í heilsu- og líftækni á síðustu árum hér á landi opnað ný tækifæri. Með því að nýta þau getum við tekist betur á við þessar áskoranir. Aukið álag á heilbrigðiskerfið með hækkandi lífsaldri fólks er dæmi um áskorun sem heilsutækni getur hjálpað til að leysa. Í nýlegri greiningu sem McKinsey gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið á framtíðarþjónustu Landspítalans kemur fram að til ársins 2040 þarf að fjölga starfsfólki Landspítala um 45% og að rekstrarkostnaður muni aukast um 90% ef rekstur verður með óbreyttu sniði. Með aukinni áherslu á nýsköpun og stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu telur McKinsey hins vegar að aðeins þurfi að fjölga starfsfólki um 3% og að kostnaður aukist um 30%. Þetta er skýrt dæmi um mikilvægi þess að við virkjum þau tækifæri sem nýsköpun og þróun í heilsutækni skapa. Í nýrri skýrslu Heilsutækniklasans Nýsköpun og þróun fyrir heilbrigðisþjónustu kemur fram í kortlagningu á geiranum að íslensk heilsu- og líftæknifyrirtæki séu 68 talsins, þar sem 21 þeirra eru skráð í Heilsutækniklasann nú rétt rúmum þremur mánuðum frá stofnun hans. Því má segja að Heilsutækniklasinn sé vaxandi vettvangur allra þeirra aðila sem aðkomu eiga að nýsköpun, þróun og stefnu í heilbrigðismálum. Samstarfsvettvangur sem þessi getur komið ólíkum aðilum saman og ýtt undir framgang nýrrar tækni og lausna fyrir heilbrigðiskerfið. Í skýrslu Heilsutækniklasans kemur einnig fram að á Íslandi er allt til staðar svo við getum orðið í fremstu röð á þessu sviði. Það eina sem stendur í veginum er betra og skilvirkara samtal og samstarf allra þeirra aðila sem koma að heilbrigðismálum, sérstaklega á milli hinnar opinberu heilbrigðisþjónustu og einkaaðila. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi skipað stýrihóp um þróun og stefnumótun varðandi stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu. Það er löngu tímabært að uppfæra opinbera stefnu og skerpa á áherslum um stafrænar lausnir. Til þess að vinna stýrihópsins skili tilætluðum árangri er mikilvægt að hann nýti sér þá reynslu og þekkingu sem þú þegar er til staðar í íslenskum fyrirtækjum á sviði heilsu- og líftækni. Þar getur Heilsutækniklasinn komið stýrihópnum og heilbrigðisráðherra að liði. Framtíð heilsu- og líftækni á Íslandi er best borgið með skilvirkara og auknu samtali milli stjórnvalda og bransans. Heilsutækniklasinn er staðsettur á krossgötum þessara aðila og vill opna á samtalið og hefjast handa í þessari vegferð. Höfundur er stofnandi Heilsutækniklasans og framkvæmdastjóri.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar