Hverjir „trakka“ okkur og börnin okkar – og hvað svo? Helga Þórisdóttir skrifar 27. janúar 2023 17:00 Við höfum flest gert okkur grein fyrir því að við lifum á tækniöld. Hvað í því felst er svo annað mál. Áður fyrr var eftirlitið með okkur aðallega fólgið í því að til voru stöku myndavélar sem náðu okkur á mynd og eitthvað var skráð í bækur og skjöl. Nú er staðan hins vegar sú að eftirlitsmyndavélar eru á næstum hverju horni. Sumar þeirra eru reknar af lögreglu í löggæslutilgangi. Aðrar eru hins vegar á vegum fyrirtækja eða einstaklinga og þær vakta margar hverjar götur og gangstíga, eða beinast jafnvel að öðrum húsum og einkagörðum. Við þetta bætist að velflest samskipti okkar við fyrirtæki og hið opinbera eru orðin rafræn og til eru að verða stórir gagnagrunnar um okkur sem mikil ásókn er í. Mikilvægt er að hugað sé að öryggi þeirra. Framþróun tækninnar hefur leitt til þess að til hefur orðið ný atvinnugrein sem snýst um að fylgjast með okkur og spá fyrir um framtíðarhegðun okkar og selja okkur t.d. vörur á grundvelli þeirrar greiningar. Þessi rýni er orðin of mikil, og það án þess að við vitum af henni. Við því hefur þurft að bregðast, t.d. með 65 milljarða kr. sekt á Meta nýlega fyrir brot gegn persónuverndarlögum. Það er ekki sjálfgefið að neita megi okkur um vátryggingu vegna þess hvernig lífstíllinn er birtur á samfélagsmiðlum. Að sama skapi eigum við rétt á að ákvörðun um hvort við eigum rétt á bankaláni sé ekki tekin sjálfvirkt, án mannlegrar þátttöku. Þá getur andlitsgreiningartækni ekki talist réttmæt aðferð til að meta hvort barni líður illa í kennslustund. Það eru ákvæði persónuverndarlaga sem tryggja okkur rétt hér. Þau tryggja einnig þann útgangspunkt að tæknin þarf að vinna með okkur, ekki gegn okkur. Það sem tæknin hefur einnig haft í för með sér er að við höfum í sumum tilvikum óvart opnað aðgang óviðkomandi að heimilum okkar. Hérlent netöryggisfyrirtæki hefur bent á að alltof mörg íslensk heimili hafi tekið í notkun öryggismyndavélar eða tengt snjalltæki við Netið án þess að breyta lykilorðum frá framleiðendum. Þetta getur leitt til þess að okkar friðheilaga athvarf er aðgengilegt hverjum sem næga þekkingu hefur. Notkun barna á þessu nýja snjalla umhverfi er síðan kapítuli út af fyrir sig. Flest þekkjum við væntanlega það að hægt er að kaupa sér ákveðinn frið með því að leyfa barninu að horfa á mynd á Netinu eða hlusta á tónlist hjá streymisveitum. Ákveðinn hópur þekkir síðan einnig tölvuleikjaumhverfið og það byrja sum börn að nota ansi ung. Það sem fólk hefur mögulega ekki gert sér nægilega grein fyrir er að þessi notkun barna á tækninni er einnig rýnd, stundum á mjög nærgöngulan hátt. Þessi leikjafyrirtæki og framleiðendur hafa þannig verið staðin að því að fylgjast með öllu því sem börn gera á Netinu og greina þau síðan í hópa eftir því hvort þau eru talin áhættusækin, rög, umburðarlynd eða annað þvíumlíkt. Sem dæmi um þetta má nefna að tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, hefur nýlega samþykkt að greiða rúmlega 74 milljarða kr. til bandaríska viðskiptaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið blekkti notendur og braut gegn réttindum barna til persónuverndar á Netinu, m.a. með því að safna persónuupplýsingum frá Fortnite-leikmönnum undir 13 ára aldri, án þess að fá samþykki foreldra. Þá hefur ítalska persónuverndarstofnunin gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig TikTok vinnur með persónuupplýsingar barna. Hönnun þessara forrita er auk þess miðuð við að þau haldi sem mestri athygli barnanna. Þá er hægt að nota sum þeirra til þess að senda og taka við skilaboðum og geta slík skilaboð komið jafnt að nóttu sem degi hvaðanæva úr heiminum og oft frá ókunnugum, ef ekki er hugað að þessu í stillingum. Stærstu samfélagsmiðlafyrirtækin eru sögð nota tugi þúsunda hegðunareinkenna til að greina okkur, í hagnaðarskyni. Börn eru þar ekki undanskilin. Kannanir sýna að alltof stór hópur foreldra og forráðamanna barna hérlendis leyfir athugasemdalaust not þeirra á þessum miðlum og leikjum, jafnvel frá 8 ára aldri, þegar aldurstakmarkið er 13 ár. Ætlum við virkilega að leyfa stórfyrirtækjum að fylgjast með öllu því sem börnin okkar gera á Netinu? Ætlum við að leyfa þessum fyrirtækjum að setja börn í hópa út frá hegðun þeirra á Netinu og selja slíkar upplýsingar um þau til aðila um allan heim? Það er það sem hefur gerst þegar börn nota þessa miðla og ekki síst þegar ekki er hugað að stillingum. Það er ástæða fyrir 13 ára aldurstakmörkunum á þessu sviði. Stafræn fótspor barna geta haft áhrif á framtíð þeirra. Hugum betur að ungviðinu okkar og leyfum ekki athugasemdalaus not barna á samfélagsmiðlum og netleikjum! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Greinin er rituð í tilefni alþjóðlegs dags persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Helga Þórisdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Við höfum flest gert okkur grein fyrir því að við lifum á tækniöld. Hvað í því felst er svo annað mál. Áður fyrr var eftirlitið með okkur aðallega fólgið í því að til voru stöku myndavélar sem náðu okkur á mynd og eitthvað var skráð í bækur og skjöl. Nú er staðan hins vegar sú að eftirlitsmyndavélar eru á næstum hverju horni. Sumar þeirra eru reknar af lögreglu í löggæslutilgangi. Aðrar eru hins vegar á vegum fyrirtækja eða einstaklinga og þær vakta margar hverjar götur og gangstíga, eða beinast jafnvel að öðrum húsum og einkagörðum. Við þetta bætist að velflest samskipti okkar við fyrirtæki og hið opinbera eru orðin rafræn og til eru að verða stórir gagnagrunnar um okkur sem mikil ásókn er í. Mikilvægt er að hugað sé að öryggi þeirra. Framþróun tækninnar hefur leitt til þess að til hefur orðið ný atvinnugrein sem snýst um að fylgjast með okkur og spá fyrir um framtíðarhegðun okkar og selja okkur t.d. vörur á grundvelli þeirrar greiningar. Þessi rýni er orðin of mikil, og það án þess að við vitum af henni. Við því hefur þurft að bregðast, t.d. með 65 milljarða kr. sekt á Meta nýlega fyrir brot gegn persónuverndarlögum. Það er ekki sjálfgefið að neita megi okkur um vátryggingu vegna þess hvernig lífstíllinn er birtur á samfélagsmiðlum. Að sama skapi eigum við rétt á að ákvörðun um hvort við eigum rétt á bankaláni sé ekki tekin sjálfvirkt, án mannlegrar þátttöku. Þá getur andlitsgreiningartækni ekki talist réttmæt aðferð til að meta hvort barni líður illa í kennslustund. Það eru ákvæði persónuverndarlaga sem tryggja okkur rétt hér. Þau tryggja einnig þann útgangspunkt að tæknin þarf að vinna með okkur, ekki gegn okkur. Það sem tæknin hefur einnig haft í för með sér er að við höfum í sumum tilvikum óvart opnað aðgang óviðkomandi að heimilum okkar. Hérlent netöryggisfyrirtæki hefur bent á að alltof mörg íslensk heimili hafi tekið í notkun öryggismyndavélar eða tengt snjalltæki við Netið án þess að breyta lykilorðum frá framleiðendum. Þetta getur leitt til þess að okkar friðheilaga athvarf er aðgengilegt hverjum sem næga þekkingu hefur. Notkun barna á þessu nýja snjalla umhverfi er síðan kapítuli út af fyrir sig. Flest þekkjum við væntanlega það að hægt er að kaupa sér ákveðinn frið með því að leyfa barninu að horfa á mynd á Netinu eða hlusta á tónlist hjá streymisveitum. Ákveðinn hópur þekkir síðan einnig tölvuleikjaumhverfið og það byrja sum börn að nota ansi ung. Það sem fólk hefur mögulega ekki gert sér nægilega grein fyrir er að þessi notkun barna á tækninni er einnig rýnd, stundum á mjög nærgöngulan hátt. Þessi leikjafyrirtæki og framleiðendur hafa þannig verið staðin að því að fylgjast með öllu því sem börn gera á Netinu og greina þau síðan í hópa eftir því hvort þau eru talin áhættusækin, rög, umburðarlynd eða annað þvíumlíkt. Sem dæmi um þetta má nefna að tölvuleikjaframleiðandinn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, hefur nýlega samþykkt að greiða rúmlega 74 milljarða kr. til bandaríska viðskiptaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið blekkti notendur og braut gegn réttindum barna til persónuverndar á Netinu, m.a. með því að safna persónuupplýsingum frá Fortnite-leikmönnum undir 13 ára aldri, án þess að fá samþykki foreldra. Þá hefur ítalska persónuverndarstofnunin gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig TikTok vinnur með persónuupplýsingar barna. Hönnun þessara forrita er auk þess miðuð við að þau haldi sem mestri athygli barnanna. Þá er hægt að nota sum þeirra til þess að senda og taka við skilaboðum og geta slík skilaboð komið jafnt að nóttu sem degi hvaðanæva úr heiminum og oft frá ókunnugum, ef ekki er hugað að þessu í stillingum. Stærstu samfélagsmiðlafyrirtækin eru sögð nota tugi þúsunda hegðunareinkenna til að greina okkur, í hagnaðarskyni. Börn eru þar ekki undanskilin. Kannanir sýna að alltof stór hópur foreldra og forráðamanna barna hérlendis leyfir athugasemdalaust not þeirra á þessum miðlum og leikjum, jafnvel frá 8 ára aldri, þegar aldurstakmarkið er 13 ár. Ætlum við virkilega að leyfa stórfyrirtækjum að fylgjast með öllu því sem börnin okkar gera á Netinu? Ætlum við að leyfa þessum fyrirtækjum að setja börn í hópa út frá hegðun þeirra á Netinu og selja slíkar upplýsingar um þau til aðila um allan heim? Það er það sem hefur gerst þegar börn nota þessa miðla og ekki síst þegar ekki er hugað að stillingum. Það er ástæða fyrir 13 ára aldurstakmörkunum á þessu sviði. Stafræn fótspor barna geta haft áhrif á framtíð þeirra. Hugum betur að ungviðinu okkar og leyfum ekki athugasemdalaus not barna á samfélagsmiðlum og netleikjum! Höfundur er forstjóri Persónuverndar. Greinin er rituð í tilefni alþjóðlegs dags persónuverndar.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar