Vegna fyrirhugaðrar upptöku á notkun rafbyssa við löggæslustörf á Íslandi Eva Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2023 19:00 Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun