Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. janúar 2023 10:49 Sum svæði sleppa við appelsínugulu viðvörunina. Veðurstofa Íslands Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Búist er við gulum viðvörunum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum Ströndum, norðurlandi vestra, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Samkvæmt spám munu gular viðvaranir svo þróast í appelsínugular á Suðurlandi, Faxaflóa. Vestfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðurlandi gildir gula viðvörunin frá 11:00 til 14:00 á morgun og tekur appelsínugula viðvörunin þá við og stendur yfir til klukkan 08:00 þann 31. janúar. Búist er við austan hvassviðri 15 til 23 metrum á sekúndu og snjókomu víða. Þá er varað við vindhviðum í allt að 30 metrum á sekúndu og lélegri færð. Stormurinn á svo að þróast í 20 til 28 metra á sekúndu en hvassast verður með ströndinni. Talsverð snjókoma, lélegt skyggni og ekkert ferðaveður. Gul viðvörun á við frá klukkan 15 á morgun til 03:00 um nóttina á höfuðborgarsvæðinu. Austan hvassviðri 15 til 23 metrar á sekúndu. Takmarkað skyggni mögulegt vegna snjókomu eða slyddu. Þá er varað við því að lausir munir gætu fokið. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan 14:00 og stendur til 17:00. Austan hvassviðri stendur þá yfir. 15 til 23 metrar á sekúndu, snjókoma víða og færð gæti spillst. Appelsínugul viðvörun gildir svo frá 17:00 til 23:00 og er varað við miklum vindstrengjum við fjöll, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. „Austan stormur eða rok, 18-25 m/s, og hviður yfir 40 m/s í vindstrengjum við fjöll, t.d. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Einnig víða snjókoma eða slydda með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður og hætt við foktjóni.“ Gul viðvörun nær til Breiðafjarðar klukkan 15:00 til 07:00 um morgun. Varað er við austan hvassviðri sem er 15 til 23 metrar á sekúndu og vindstrengjum sums staðar allt að 35 metrar á sekúndu. Snjókoma, takmarkað skyggni og fok lausamuna möguleiki. Á Vestfjörðum þróast gul viðvörun í appelsínugula. Gul viðvörun gildir frá 15:00 til 20:00 þann 30. janúar og tekur appelsínugul viðvörun þá við frá 20:00 til 06:00 næsta morgun. Skafrenningur, snjókoma, lélegt skyggni og færð ásamt stormi. 18 til 25 metrar á sekúndu og hviður yfir 40 metrar á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Ekkert ferðaveður og varað er við foktjóni. Strandir og Norðurland vestra sleppa við appelsínugulu viðvörunina en sú gula stendur yfir frá því klukkan 17:00 á morgun til 07:00 næsta dag. Stormur og snjókoma verða einkennandi. „Austan hvassviðri eða stormur 15-25 m/s og hviður sums staðar yfir 35 m/s í vindstrengjum við fjöll, t.d. í Skagafirði. Einnig snjókoma með takmörkuðu skyggni. Lausir munir gætu fokið og færð gæti spillst.“ Ekkert ferðaveður verður á miðhálendinu og gildir gul veðurviðvörun þar í tæpan sólarhring eða frá 12:00 á morgun til 11:00 daginn eftir. Austan stormur eða rok er væntanlegt og búist er við 20 til 28 metrum á sekúndu ásamt snjókomu. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu. Á Suðausturlandi er gul viðvörun í gildi frá 14:00 til 16:00 á morgun og þróast svo í appelsínugula sem stendur yfir frá 16:00 til 07:00 morguninn eftir. Stormur eða rok, 20 til 28 metrar á sekúndu þegar mest lætur. Snjókoma, slydda og lélegt skyggni væntanlegt. Lélegt skyggni þar af leiðandi og ekkert ferðaveður. Hætta á foktjóni. Frekari upplýsingar um veður og færð má sjá á vef Veðurstofunnar og vef Vegagerðarinnar. Veður Færð á vegum Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Búist er við gulum viðvörunum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum Ströndum, norðurlandi vestra, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Samkvæmt spám munu gular viðvaranir svo þróast í appelsínugular á Suðurlandi, Faxaflóa. Vestfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðurlandi gildir gula viðvörunin frá 11:00 til 14:00 á morgun og tekur appelsínugula viðvörunin þá við og stendur yfir til klukkan 08:00 þann 31. janúar. Búist er við austan hvassviðri 15 til 23 metrum á sekúndu og snjókomu víða. Þá er varað við vindhviðum í allt að 30 metrum á sekúndu og lélegri færð. Stormurinn á svo að þróast í 20 til 28 metra á sekúndu en hvassast verður með ströndinni. Talsverð snjókoma, lélegt skyggni og ekkert ferðaveður. Gul viðvörun á við frá klukkan 15 á morgun til 03:00 um nóttina á höfuðborgarsvæðinu. Austan hvassviðri 15 til 23 metrar á sekúndu. Takmarkað skyggni mögulegt vegna snjókomu eða slyddu. Þá er varað við því að lausir munir gætu fokið. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan 14:00 og stendur til 17:00. Austan hvassviðri stendur þá yfir. 15 til 23 metrar á sekúndu, snjókoma víða og færð gæti spillst. Appelsínugul viðvörun gildir svo frá 17:00 til 23:00 og er varað við miklum vindstrengjum við fjöll, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. „Austan stormur eða rok, 18-25 m/s, og hviður yfir 40 m/s í vindstrengjum við fjöll, t.d. á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Einnig víða snjókoma eða slydda með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður og hætt við foktjóni.“ Gul viðvörun nær til Breiðafjarðar klukkan 15:00 til 07:00 um morgun. Varað er við austan hvassviðri sem er 15 til 23 metrar á sekúndu og vindstrengjum sums staðar allt að 35 metrar á sekúndu. Snjókoma, takmarkað skyggni og fok lausamuna möguleiki. Á Vestfjörðum þróast gul viðvörun í appelsínugula. Gul viðvörun gildir frá 15:00 til 20:00 þann 30. janúar og tekur appelsínugul viðvörun þá við frá 20:00 til 06:00 næsta morgun. Skafrenningur, snjókoma, lélegt skyggni og færð ásamt stormi. 18 til 25 metrar á sekúndu og hviður yfir 40 metrar á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Ekkert ferðaveður og varað er við foktjóni. Strandir og Norðurland vestra sleppa við appelsínugulu viðvörunina en sú gula stendur yfir frá því klukkan 17:00 á morgun til 07:00 næsta dag. Stormur og snjókoma verða einkennandi. „Austan hvassviðri eða stormur 15-25 m/s og hviður sums staðar yfir 35 m/s í vindstrengjum við fjöll, t.d. í Skagafirði. Einnig snjókoma með takmörkuðu skyggni. Lausir munir gætu fokið og færð gæti spillst.“ Ekkert ferðaveður verður á miðhálendinu og gildir gul veðurviðvörun þar í tæpan sólarhring eða frá 12:00 á morgun til 11:00 daginn eftir. Austan stormur eða rok er væntanlegt og búist er við 20 til 28 metrum á sekúndu ásamt snjókomu. Ekkert ferðaveður verður á svæðinu. Á Suðausturlandi er gul viðvörun í gildi frá 14:00 til 16:00 á morgun og þróast svo í appelsínugula sem stendur yfir frá 16:00 til 07:00 morguninn eftir. Stormur eða rok, 20 til 28 metrar á sekúndu þegar mest lætur. Snjókoma, slydda og lélegt skyggni væntanlegt. Lélegt skyggni þar af leiðandi og ekkert ferðaveður. Hætta á foktjóni. Frekari upplýsingar um veður og færð má sjá á vef Veðurstofunnar og vef Vegagerðarinnar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Sjá meira