Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á nær öllu landinu um hádegi á morgun. Veðurfræðingur segir lægðinni fylgja gríðarleg úrkoma og fólk eigi að halda sig heima meðan hún gegnur yfir.
Og meira veðurtengt. Mikil krapastífla brast aðfaranótt föstudags í Hvítá í Hrunamannahreppi með þeim afleiðingum að ísilögð áin, sem víða var botnfrosin, ruddist fram. Krapahlaupið olli miklu tjóni - við ræðum við bónda á svæðinu.
Leiðtogi hægri manna á Spáni hefur lagt til að ekki þurfi lengur að mynda meirihlutastjórnir í bæjar- og borgarstjórnum landsins. Sá flokkur sem fái flest atkvæði í kosningum fái einfaldlega að ráða öllu. Sósíalistar segja tillöguna lélegan brandara. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.