Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað Rakel Baldursdóttir skrifar 30. janúar 2023 10:01 Af hverju ætti það að skipta máli að huga að velsæld starfsmanna? Rannsóknir segja okkur svo enginn vafi sé á að það að huga vel að starfsmönnum er lykilatriði að árangri. Leiðir til að auka velsæld eru margar og flestir stjórnendur vilja tryggja vellíðan starfsmanna sinna. Margir vinnustaðir hafa verið með starfsmannaviðtöl í áranna rás en því miður vill það stundum verða til þess að einungis sé verið að tikka í boxið sem partur að stefnu fyrirtækis og ekki er eftirfylgni með. Sem betur fer er það þó mun algengara að slík viðtöl eru unnin af mikilli fagmennsku og fagfólki með það í huga að styrkja mannauðinn á vinnustaðnum og huga betur að einstaklingnum. Mikilvægi þess að tryggja og auka vellíðan starfsmanna ætti að vera í forgrunni allra fyrirtækja, þannig aukast líkur til muna að ná settum árangri og styðja við áframhaldandi þróun. Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi síðustu 3 ár og er sveigjanleiki einn þeirra breytinga, margt fólk vinnur í sífeldu meira mæli heiman frá sér og hefur ekki eins sterk félagsleg tengsl við vinnustaðinn og áður. Það veldur því að oft er erfiðara fyrir stjórnendur að greina m.a. kulnun og veikindi starfsmanna. Aðrar breytingar eru einnig miklar í tæknimálum og umhverfismálum sem oft krefst mikillar uppstokkunar á vinnustöðum. Breytingar geta reynst mörgum erfiðar og því mikilvægt að vel sé að málum staðið. Markþjálfun er eitt þeirra verkfæra sem hefur verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi, og einstaklega hentug í því óvissu og breytingaferli sem heimsbyggðin gengur nú í gegnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með að nýta sér markþjálfun. Erlendis hafa vinnustaðir verið að nota aðferðarfræði markþjálfunar með miklum og góðum árangri til fjölda ára og eru leiðtogar og stjórnendur margir hverjir sammála um það að nýta sér markþjálfun er lykill að árangri, auknum hagnaði og hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu. Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi en ICF, International Coaching Federation, sem eru stærstu óháðu fagsamtök markþjálfunar í heimi er með þrjú vottunarstig, ACC, PCC og MCC og starfa fjöldi markþjálfa hér á landi undir þeirra siðareglum og hæfnisþáttum. Markþjálfar eru í stöðugri endurmenntun til að viðhalda færni sinni, þekkingu og breytingu í starfsumhverfi. En sífellt fleiri notast við fjarfundarbúnað í sínu starfi. Markþjálfun er árangursmiðuð og kerfisbundin aðferð sem leitast við að fá einstaklinginn til að ná settu marki. Finna og eða auka styrkleika sína og persónulegan vöxt, sjá nýjar lausnir og viðhalda árangri. Bjóðum starfsfólki reglulega markþjálfun og tækifæri til að þróast og læra. Nýtum okkur markþjálfun í stjórnunarstöðum og hugum þannig að velferð og árangri. Höfundur er markþjálfi og situr í stjórn ICF Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Af hverju ætti það að skipta máli að huga að velsæld starfsmanna? Rannsóknir segja okkur svo enginn vafi sé á að það að huga vel að starfsmönnum er lykilatriði að árangri. Leiðir til að auka velsæld eru margar og flestir stjórnendur vilja tryggja vellíðan starfsmanna sinna. Margir vinnustaðir hafa verið með starfsmannaviðtöl í áranna rás en því miður vill það stundum verða til þess að einungis sé verið að tikka í boxið sem partur að stefnu fyrirtækis og ekki er eftirfylgni með. Sem betur fer er það þó mun algengara að slík viðtöl eru unnin af mikilli fagmennsku og fagfólki með það í huga að styrkja mannauðinn á vinnustaðnum og huga betur að einstaklingnum. Mikilvægi þess að tryggja og auka vellíðan starfsmanna ætti að vera í forgrunni allra fyrirtækja, þannig aukast líkur til muna að ná settum árangri og styðja við áframhaldandi þróun. Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi síðustu 3 ár og er sveigjanleiki einn þeirra breytinga, margt fólk vinnur í sífeldu meira mæli heiman frá sér og hefur ekki eins sterk félagsleg tengsl við vinnustaðinn og áður. Það veldur því að oft er erfiðara fyrir stjórnendur að greina m.a. kulnun og veikindi starfsmanna. Aðrar breytingar eru einnig miklar í tæknimálum og umhverfismálum sem oft krefst mikillar uppstokkunar á vinnustöðum. Breytingar geta reynst mörgum erfiðar og því mikilvægt að vel sé að málum staðið. Markþjálfun er eitt þeirra verkfæra sem hefur verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi, og einstaklega hentug í því óvissu og breytingaferli sem heimsbyggðin gengur nú í gegnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með að nýta sér markþjálfun. Erlendis hafa vinnustaðir verið að nota aðferðarfræði markþjálfunar með miklum og góðum árangri til fjölda ára og eru leiðtogar og stjórnendur margir hverjir sammála um það að nýta sér markþjálfun er lykill að árangri, auknum hagnaði og hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu. Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi en ICF, International Coaching Federation, sem eru stærstu óháðu fagsamtök markþjálfunar í heimi er með þrjú vottunarstig, ACC, PCC og MCC og starfa fjöldi markþjálfa hér á landi undir þeirra siðareglum og hæfnisþáttum. Markþjálfar eru í stöðugri endurmenntun til að viðhalda færni sinni, þekkingu og breytingu í starfsumhverfi. En sífellt fleiri notast við fjarfundarbúnað í sínu starfi. Markþjálfun er árangursmiðuð og kerfisbundin aðferð sem leitast við að fá einstaklinginn til að ná settu marki. Finna og eða auka styrkleika sína og persónulegan vöxt, sjá nýjar lausnir og viðhalda árangri. Bjóðum starfsfólki reglulega markþjálfun og tækifæri til að þróast og læra. Nýtum okkur markþjálfun í stjórnunarstöðum og hugum þannig að velferð og árangri. Höfundur er markþjálfi og situr í stjórn ICF Iceland.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun