Kofi Tómasar frænda kveður og Ægir tekur við Bjarki Sigurðsson skrifar 30. janúar 2023 11:14 Ægir brugghús hefur opnað bar í húsnæðinu við Laugaveg 2 þar sem áður mátti finna skemmtistaðinn Kofann. Vísir/Bjarki Ægir brugghús hefur opnað bar við Laugaveg 2. Áður var skemmtistaðurinn Kofinn, sem áður fyrr hét Kofi Tómasar frænda, rekinn í húsnæðinu. Framkvæmdastjórinn segir reksturinn hafa gengið mjög vel eftir opnunina. Um miðjan október á síðasta ári opnaði Ægir brugghús bar við Laugaveg 2. Að sögn Ólafs S. K. Þorvaldz, framkvæmdastjóra og bruggmeistara brugghússins, er staðurinn mun rólegri en forveri hans í húsnæðinu, Kofinn. Þar var ávallt dúndrandi tónlist og opið langt fram á nótt. Skemmtistaðurinn Kofinn var áður við Laugaveg 2. „Þetta er meiri afslöppun og minna djamm. Við erum með opið til klukkan eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. Róleg og notaleg tónlist, hægt að spjalla saman án þess að þurfa að öskra,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ægir brugghús er einnig með stað úti á Granda á Eyjarslóð, Ægisgarð. Þar er veislusalur og hentar frekar fyrir hópa. Ólafur segir að nýi staðurinn sé betri upp á aðgengi fyrir almenning, þá sérstaklega erlenda ferðamenn sem vilja smakka bjóra Ægis. Ólafur K. S. Þorvaldz er framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss.Vísir/Einar „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvort það sé hægt að koma og smakka. Einstaklingar hafa verið að labba alla leið út á Eyjarslóðina til að koma og nálgast bjórinn okkar. Það var kominn tími til að vera með stað sem maður gæti sent fólk á og haft vöruna aðgengilegri,“ segir Ólafur. Túristarnir eru mikill meirihluti viðskiptavina nýja staðarins, þá sérstaklega á virkum dögum. Ólafur segir að áttatíu prósent viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. „Staðsetningin er frábær upp á það að gera. Þetta eru örugglega fjölförnustu gatnamót Reykjavíkur. Það hefur verið vel tekið í þetta. Svo erum við komin í samstarf við Wake Up Reykjavík. Þau eru að koma með útlendinga til okkar í svona „food and drink tour“. Þetta er búið að ganga mjög vel eftir að við opnuðum,“ segir Ólafur. Næturlíf Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Sjá meira
Um miðjan október á síðasta ári opnaði Ægir brugghús bar við Laugaveg 2. Að sögn Ólafs S. K. Þorvaldz, framkvæmdastjóra og bruggmeistara brugghússins, er staðurinn mun rólegri en forveri hans í húsnæðinu, Kofinn. Þar var ávallt dúndrandi tónlist og opið langt fram á nótt. Skemmtistaðurinn Kofinn var áður við Laugaveg 2. „Þetta er meiri afslöppun og minna djamm. Við erum með opið til klukkan eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. Róleg og notaleg tónlist, hægt að spjalla saman án þess að þurfa að öskra,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Ægir brugghús er einnig með stað úti á Granda á Eyjarslóð, Ægisgarð. Þar er veislusalur og hentar frekar fyrir hópa. Ólafur segir að nýi staðurinn sé betri upp á aðgengi fyrir almenning, þá sérstaklega erlenda ferðamenn sem vilja smakka bjóra Ægis. Ólafur K. S. Þorvaldz er framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss.Vísir/Einar „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvort það sé hægt að koma og smakka. Einstaklingar hafa verið að labba alla leið út á Eyjarslóðina til að koma og nálgast bjórinn okkar. Það var kominn tími til að vera með stað sem maður gæti sent fólk á og haft vöruna aðgengilegri,“ segir Ólafur. Túristarnir eru mikill meirihluti viðskiptavina nýja staðarins, þá sérstaklega á virkum dögum. Ólafur segir að áttatíu prósent viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. „Staðsetningin er frábær upp á það að gera. Þetta eru örugglega fjölförnustu gatnamót Reykjavíkur. Það hefur verið vel tekið í þetta. Svo erum við komin í samstarf við Wake Up Reykjavík. Þau eru að koma með útlendinga til okkar í svona „food and drink tour“. Þetta er búið að ganga mjög vel eftir að við opnuðum,“ segir Ólafur.
Næturlíf Veitingastaðir Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Sjá meira