Skoðuðu kostulegt atvik í NBA: „Með því fyndnara sem maður hefur séð“ Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2023 17:01 LeBron James trúði ekki eigin augum þegar dómararnir dæmdu ekkert í lok venjulegs leiktíma. AP Photo/Michael Dwyer NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins skoða í þætti kvöldsins meðal annars það sem á gekk í lok venjulegs leiktíma leiks LA Lakers og Boston Celtics um helgina, þar sem slæm dómaramistök kostuðu Lakers líklega sigur. Staðan var 105-105 þegar LeBron James óð að körfunni á síðustu sekúndunum en hann hitti ekki. Ekkert var heldur dæmt, þó að brotið væri á James, og Celtics unnu svo leikinn í framlengingu. „Þarna slær Jayson Tatum augljóslega í höndina á LeBron James. Strax eftir leikinn báðust dómararnir bara afsökunar,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmála leiksins. „LeBron James klikkar ekki á svona lay-upi nema að hann sé bara hakkaður, sem var algjörlega raunin þarna,“ sagði Rangæingurinn Tómas Steindórsson. Klippa: Meiriháttar mistök rædd í Lögmálum leiksins James fórnaði höndum og trúði gjörsamlega ekki mistökum dómaranna. Ekki frekar en flestir aðrir viðstaddir. Enginn gekk þó lengra en Patrick Beverley, liðsfélagi James, sem fékk myndavél frá ljósmyndara á staðnum og fór með hana til eins af dómurunum til að sýna honum mistökin. Fyrir það fékk hann tæknivillu. „Þessi tæknivilla er alveg þess virði. Nú finnst mér Patrick Beverley oft bara óþolandi smáhundur en þetta er mjög gott,“ sagði Hólmvíkingurinn Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan tók undir: „Hann fór úr því að vera óþolandi í að vera bara frekar fyndinn gæi. Þetta er með því fyndnara sem maður hefur séð.“ Þáttur kvöldsins af Lögmálum leiksins hefst klukkan 19:55 á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Staðan var 105-105 þegar LeBron James óð að körfunni á síðustu sekúndunum en hann hitti ekki. Ekkert var heldur dæmt, þó að brotið væri á James, og Celtics unnu svo leikinn í framlengingu. „Þarna slær Jayson Tatum augljóslega í höndina á LeBron James. Strax eftir leikinn báðust dómararnir bara afsökunar,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmála leiksins. „LeBron James klikkar ekki á svona lay-upi nema að hann sé bara hakkaður, sem var algjörlega raunin þarna,“ sagði Rangæingurinn Tómas Steindórsson. Klippa: Meiriháttar mistök rædd í Lögmálum leiksins James fórnaði höndum og trúði gjörsamlega ekki mistökum dómaranna. Ekki frekar en flestir aðrir viðstaddir. Enginn gekk þó lengra en Patrick Beverley, liðsfélagi James, sem fékk myndavél frá ljósmyndara á staðnum og fór með hana til eins af dómurunum til að sýna honum mistökin. Fyrir það fékk hann tæknivillu. „Þessi tæknivilla er alveg þess virði. Nú finnst mér Patrick Beverley oft bara óþolandi smáhundur en þetta er mjög gott,“ sagði Hólmvíkingurinn Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan tók undir: „Hann fór úr því að vera óþolandi í að vera bara frekar fyndinn gæi. Þetta er með því fyndnara sem maður hefur séð.“ Þáttur kvöldsins af Lögmálum leiksins hefst klukkan 19:55 á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira