Staðfest að 87 hafi látist í sprengingunni í Pakistan Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2023 07:52 Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar í Peshawar. EPA Yfirvöld í Pakistan hafa nú staðfest að 87 hafi látist í árás sjálfsvígssprengjumanns í mosku í pakistanska héraðinu Peshawar í gær. Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar og er rannsókn hafin á því hvernig árásarmaðurinn komst inn á svæðið. BBC segir frá því að forsætisráðherra Pakistans og fleiri leiðtogar hafi fordæmt árásina sem er ein sú mannskæðasta í landinu í mörg ár. Leiðtogi pakistanskra Talibana hefur neitað því að þeir beri ábyrgð á árásinni eftir að herforingi úr þeirra röðum fullyrti slíkt skömmu eftir árásina. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir að það sé markmið hryðjuverkamanna að framkalla ótta meðal þeirra sem helga lífi sínu að tryggja öryggi í Pakistan. Sharif hefur sömuleiðis lýst yfir þjóðarsorg í landinu. Björgunarlið er enn að störfum í moskunni þar sem verið er að leita að fólki í rústum byggingarinnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir að hundrað hið minnsta hafi særst í árásinni, en alls voru milli þrjú og fjögur hundruð lögreglumenn á staðnum þegar árásin var gerð. Pakistanskir Talibanar – sem tengist ekki talibanastjórninni í Afganistan með beinum hætti – bundu enda á vopnahlé í Pakistan í nóvember og hefur árásum í landinu fjölgað síðan. Pakistan Tengdar fréttir Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23 Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Árásin beindist sérstaklega að lögreglumönnum en moskuna er að finna innan öryggissvæðis lögreglunnar og er rannsókn hafin á því hvernig árásarmaðurinn komst inn á svæðið. BBC segir frá því að forsætisráðherra Pakistans og fleiri leiðtogar hafi fordæmt árásina sem er ein sú mannskæðasta í landinu í mörg ár. Leiðtogi pakistanskra Talibana hefur neitað því að þeir beri ábyrgð á árásinni eftir að herforingi úr þeirra röðum fullyrti slíkt skömmu eftir árásina. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir að það sé markmið hryðjuverkamanna að framkalla ótta meðal þeirra sem helga lífi sínu að tryggja öryggi í Pakistan. Sharif hefur sömuleiðis lýst yfir þjóðarsorg í landinu. Björgunarlið er enn að störfum í moskunni þar sem verið er að leita að fólki í rústum byggingarinnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda segir að hundrað hið minnsta hafi særst í árásinni, en alls voru milli þrjú og fjögur hundruð lögreglumenn á staðnum þegar árásin var gerð. Pakistanskir Talibanar – sem tengist ekki talibanastjórninni í Afganistan með beinum hætti – bundu enda á vopnahlé í Pakistan í nóvember og hefur árásum í landinu fjölgað síðan.
Pakistan Tengdar fréttir Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23 Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Fjöldi lögregluþjóna dó í sprengjuárás í mosku Minnst 44 dóu og 150 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Flestir hinna látnu eru lögregluþjónar, þar sem moskan er við lögreglustöð. 30. janúar 2023 16:23
Þak mosku hrundi er maður sprengdi sig í loft upp Minnst 27 eru látnir og 147 særðir eftir sprengjuárás í mosku í Peshawar í Pakistan í morgun. Maður er sagður hafa sprengt sig í loft upp á bænartíma þegar moskan var full af fólki. 30. janúar 2023 10:56