Lokadagur gluggans: Enzo dýrastur í sögunni og Arsenal sótti Evrópumeistara til nágrannanna Ingvi Þór Sæmundsson, Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 1. febrúar 2023 00:40 Enzo Fernandez verður að öllum líkindum kynntur sem leikmaður Chelsea á næstunni. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði í kvöld og eins og við var að búast var af nægu að taka. Stærstu fréttirnar eru þær að Chelsea náði að öllum líkindum að ganga frá kaupum á argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez á metfé og Arsenal fékk Evrópumeistarann Jorginho frá nágrönnum sínum í Chelsea. Vísir var með beina textalýsingu af öllu því helsta sem gerðist á markaðnum í dag og í kvöld, en hægt er að skruna í gegnum lýsinguna hér fyrir neðan. Eins og áður segir náði Chelsea að öllum líkindum að ganga frá kaupum á nýkrýnda heimsmeistaranum Enzo Fernandez fyrir metfé. Þegar þetta er ritað hefur ekki borist staðfesting á vistaskiptunum frá félögunum, en Chelsea mun greiða Benfica um 105 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það samsvarar tæplega 18,3 milljörðum íslenskra króna og Enzo Fernandez verður þar með dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Áður var Jack Grealish sá dýrasti þegar Manchester City keypti hann á 100 milljónir punda frá Aston Villa. Enzo Fernandez var ekki í leikmannahópi Benfica er liðið vann 3-0 sigur gegn Arouca fyrr í kvöld, en eftir leikinn staðfesti þjálfari liðsins, Roger Schmidt, að félagsskipti leikmannsins til Chelsea væru frágengin. 🚨 PL has received all documents for British record €121m transfer of Enzo Fernandez from Benfica to Chelsea. 1st tranche €34m then 5 more. 8.5yr deal. Flies to London on Weds. #SLBenfica begged 22yo to stay but finally agreed exit ~2130 during game #CFC https://t.co/JHRo8nkh2r— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2023 Þá virðast nágrannar Chelsea í Arsenal hafa gert kjarakaup þegar félagið keypti ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea á 12 milljónir punda. Jorginho lék lykilhlutverk í ítalska landsliðinu er liðið varð Evrópumeistari árið 2020. Welcome to The Arsenal, Jorginho 👊 pic.twitter.com/jHXqAUBKKQ— Arsenal (@Arsenal) January 31, 2023 Manchester United nældi sér einnig í austurríska leikmanninn Marcel Sabitzer á láni frá Bayern München og þýska stórveldið fékk Joao Cancelo á láni frá Manchester City. Nýliðar Nottingham Forest fengu markvörðinn Keylor Navas á láni frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain, ásamt því að miðjumaðurinn Jonjo Shelvey gekk í raðir félagsins frá Newcastle. Þá náði Tottenham loksins að krækja í Pedro Porro frá Sporting eftir langar og strangar samningaviðræður milli félaganna. ✍️ We are pleased to announce the signing of Pedro Porro from Sporting CP.Welcome to Spurs, @Pedroporro29_! 💙— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 31, 2023 Klúður kvöldsins átti sér þó stað á milli Chelsea og Paris Saint-Germain. Hakim Ziyech var mættur til frönsku höfuðborgarinnar og virtist vera að ganga til liðs við Parísarliðið. Síðar bárust þó fréttir af því að Chelsea hafi ekki náð að skila inn öllum pappírum á réttum tíma og Ziyech sat því fastur í París. Þegar þetta er ritað eru liðin enn að reyna að finna lausn á því máli.
Vísir var með beina textalýsingu af öllu því helsta sem gerðist á markaðnum í dag og í kvöld, en hægt er að skruna í gegnum lýsinguna hér fyrir neðan. Eins og áður segir náði Chelsea að öllum líkindum að ganga frá kaupum á nýkrýnda heimsmeistaranum Enzo Fernandez fyrir metfé. Þegar þetta er ritað hefur ekki borist staðfesting á vistaskiptunum frá félögunum, en Chelsea mun greiða Benfica um 105 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það samsvarar tæplega 18,3 milljörðum íslenskra króna og Enzo Fernandez verður þar með dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Áður var Jack Grealish sá dýrasti þegar Manchester City keypti hann á 100 milljónir punda frá Aston Villa. Enzo Fernandez var ekki í leikmannahópi Benfica er liðið vann 3-0 sigur gegn Arouca fyrr í kvöld, en eftir leikinn staðfesti þjálfari liðsins, Roger Schmidt, að félagsskipti leikmannsins til Chelsea væru frágengin. 🚨 PL has received all documents for British record €121m transfer of Enzo Fernandez from Benfica to Chelsea. 1st tranche €34m then 5 more. 8.5yr deal. Flies to London on Weds. #SLBenfica begged 22yo to stay but finally agreed exit ~2130 during game #CFC https://t.co/JHRo8nkh2r— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2023 Þá virðast nágrannar Chelsea í Arsenal hafa gert kjarakaup þegar félagið keypti ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea á 12 milljónir punda. Jorginho lék lykilhlutverk í ítalska landsliðinu er liðið varð Evrópumeistari árið 2020. Welcome to The Arsenal, Jorginho 👊 pic.twitter.com/jHXqAUBKKQ— Arsenal (@Arsenal) January 31, 2023 Manchester United nældi sér einnig í austurríska leikmanninn Marcel Sabitzer á láni frá Bayern München og þýska stórveldið fékk Joao Cancelo á láni frá Manchester City. Nýliðar Nottingham Forest fengu markvörðinn Keylor Navas á láni frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain, ásamt því að miðjumaðurinn Jonjo Shelvey gekk í raðir félagsins frá Newcastle. Þá náði Tottenham loksins að krækja í Pedro Porro frá Sporting eftir langar og strangar samningaviðræður milli félaganna. ✍️ We are pleased to announce the signing of Pedro Porro from Sporting CP.Welcome to Spurs, @Pedroporro29_! 💙— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 31, 2023 Klúður kvöldsins átti sér þó stað á milli Chelsea og Paris Saint-Germain. Hakim Ziyech var mættur til frönsku höfuðborgarinnar og virtist vera að ganga til liðs við Parísarliðið. Síðar bárust þó fréttir af því að Chelsea hafi ekki náð að skila inn öllum pappírum á réttum tíma og Ziyech sat því fastur í París. Þegar þetta er ritað eru liðin enn að reyna að finna lausn á því máli.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti