HM kvenna, sem Íslendingar misstu af með grátlegum hætti á síðasta ári, hefst 20. júlí þegar Nýja-Sjáland og Noregur mætast í upphafsleik í Auckland í Nýja-Sjálandi.
Síðar sama dag mætast svo Ástralía og Írland, og hefur sá leikur verið færður af nýja Allianz-leikvanginum, sem kostaði 116 milljarða króna í byggingu, og yfir á Ólympíuleikvanginn en báðir leikvangar eru í Sydney.
Allianz-leikvangurinn rúmar 42.500 manns en með því að færa leikinn geta 83.500 manns mætt á leik Ástralíu og Írlands.
We re gonna need a bigger stadium
— CommBank Matildas (@TheMatildas) January 30, 2023
Our opening match of the #FIFAWWC against the Republic of Ireland has an updated venue, moving to Stadium Australia! #WeAreMatildas #BeyondGreatness
Til stóð að nýta Ólympíuleikvanginn aðeins fyrir leiki í útsláttarkeppninni, þar á meðal úrslitaleikinn sjálfan sem fram fer 20. ágúst.
Ef uppselt verður á leik á Ólympíuleikvanginum verður samkvæmt The Guardian um að ræða fimmta mesta áhorfendafjölda á leik í knattspyrnu kvenna.
Metið er frá því í apríl á síðasta ári þegar 91.648 manns sáu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona á Camp Nou. Tveir HM-leikir eru á topp fimm listanum, báðir frá því á HM í Bandaríkjunum 1999 þegar 90.185 manns mættu á Rose Bowl.