Leitin að innsæinu Einar Scheving skrifar 31. janúar 2023 14:30 Á mínum yngri árum og jafnvel fram yfir fertugsaldurinn var ég í sporum sem ég óska engum að standa í - sporum sem ég hélt lengi vel að ég einn stæði í, en áttaði mig svo síðar að fjölmargir ýmst standa í eða hafa staðið í, hvort sem er til langs tíma eða tímabundið. Eflaust er hægt að kalla þessi spor ýmsum nöfnum, en í grófum dráttum mætti lýsa þeim sem einskonar tilvistarkreppu, þótt flestir tengi orðið vissulega ekki við fyrri hluta ævinnar. Mín tilvistarkreppa fólst m.a. í afar lágu sjálfsmati. Hvernig mér tókst að þróa með mér þetta lága sjálfsmat veit ég ekki, en eflaust hefur ógreindur athyglisbrestur haft eitthvað með það að gera, enda passar sá sem athyglina skortir ekki endilega í það box sem samfélagið kýs að hólfa hann. Aðeins í seinni tíð hef ég sæst við og oft á tíðum verið jafnvel þakklátur fyrir hina hliðina á peningnum, enda bregður fyrir einskonar ofurfókus, þótt erfitt geti verið fanga hann að vild og hann lúti oft í lægra haldi fyrir verkkvíða og framtaksleysi. Þótt ég kjósi sjálfur ekki að nota lyf við athyglisbresti, þá er ég þakklátur fyrir greininguna sem ég hlaut fyrir nokkrum árum, enda lærir maður að skilja sjálfan sig betur og um leið að fyrirgefa sér fyrir ákveðna vankanta og misbresti. Ég þróaði einnig snemma með mér fíknivanda og var, eins og alkohólistar lýsa gjarnan, sífellt að reyna að fylla eitthvert tómarúm innra með mér. Eins og liggur í hlutarins eðli, þá er alveg sama hvað alkinn innbyrðir mikið magn af áfengi eða öðrum efnum, tómarúmið fyllist aldrei - með þeirri aðferð a.m.k. Ég hef þó blessunarlega verið laus við bakkus í 22 ár, þökk sé SÁÁ, góðum vinum og æðri mætti og tel mína mestu gjöf að börnin mín hafi aðeins kynnst mér allsgáðum. Ein birtingarmynd hins lága sjálfsmats var að ég var stöðugt að leita að einhverjum eða einhverju sem væri með lausnina við öllum mínum vandamálum (sem flest bjuggu auðvitað að mestu leyti í hausnum á mér). Ég las hverja sjálfshjálparbókina á fætur annarri og þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég einmitt frasann: „Hvernig geturðu vitað hvort einhver er alki eða ekki? Jú, edrú alakana er að finna við sjálfshjálparbóka-rekkann í Barnes & Noble.“ Af hverju er ég að rifja upp þessa oft miður-skemmtilegu hlið á löngu-liðnu lífskeiði eða yfirhöfuð að bera hana á torg? Ég rakst í dag á tilvitnun úr einni af þeim bókum sem ég las á sínum tíma í leit að lausnum allra minna vandamála, en það var bók eftir heimspekinginn Jiddu Krishnamurti. Fyrir þá sem ekki til hans þekkja, þá var hann stórmerkilegur maður, ekki síst fyrir þá staðreynd að eftir að hafa verið alinn upp og í raun valinn af Guðspekifélaginu (Theosophical Society) til þess að verða hinn nýi Messías, þá afneitaði hann þeirri viðurkenningu og lagði í kjölfarið þvert á móti áherslu á að maðurinn þyrfti að hafna hverskyns veraldlegri leiðsögn, enda væri sannleikann að finna innra með hverjum og einum. Hann s.s. hafnaði með öllu hverskonar tilbeiðslu og dýrkun, hvort sem það var á yfirvaldi eða gúrúum, þ.m.t. á sjálfum sér. Ég man eftir að hafa orðið fyrir ákveðinni hugljómun þegar ég las Krishnamurti, en hafði á sínum tíma einfaldlega ekki þroska til þess að meðtaka sennilega hans mikilvægustu skilaboð, þ.e. að hætta að leita að sannleikanum hjá einhverjum öðrum, heldur að treysta eigin innsæi. Ég hélt því áfram í mörg ár að leita að lausnum hjá hinum og þessum og oft var ég fullviss um að sá eða hinn væri með hina fullkomnu lausn, þótt undantekningalaust væri um tálsýn að ræða. Með þessu er ég ekki að segja að við getum ekki lært ótakmarkað af öðrum og reglulega fengið lánaða dómgreind. Það segir sig sjálft að það er okkur öllum hollt að eiga fyrirmyndir, að ekki sé minnst á alla kennarana okkar, hvort sem er í skólakerfinu eða skóla lífsins. Það sem ég hef hins vegar komist að í seinni tíð er að þessi grundvallarlexía Krishnamurti - sem mér tókst á sínum tíma að fara á mis við þótt hún hafi starað blákalt á mig - er sá vegvísir sem ég var alla tíð að leita að - að hlusta á innsæið og helst ekki láta hópþrýsting, strauma eða stefnur hafa áhrif á hlustun mína á því. Að sjálfsögðu er ég jafn breyskur og hver annar og gleymi reglulega að hlusta, en ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi mannkynið staðið frammi fyrir áskorunum sem krefjast þess jafnmikið að við stöndum með innsæinu okkar, enda atlagan að sjálfstæðri hugsun aldrei verið meiri. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Á mínum yngri árum og jafnvel fram yfir fertugsaldurinn var ég í sporum sem ég óska engum að standa í - sporum sem ég hélt lengi vel að ég einn stæði í, en áttaði mig svo síðar að fjölmargir ýmst standa í eða hafa staðið í, hvort sem er til langs tíma eða tímabundið. Eflaust er hægt að kalla þessi spor ýmsum nöfnum, en í grófum dráttum mætti lýsa þeim sem einskonar tilvistarkreppu, þótt flestir tengi orðið vissulega ekki við fyrri hluta ævinnar. Mín tilvistarkreppa fólst m.a. í afar lágu sjálfsmati. Hvernig mér tókst að þróa með mér þetta lága sjálfsmat veit ég ekki, en eflaust hefur ógreindur athyglisbrestur haft eitthvað með það að gera, enda passar sá sem athyglina skortir ekki endilega í það box sem samfélagið kýs að hólfa hann. Aðeins í seinni tíð hef ég sæst við og oft á tíðum verið jafnvel þakklátur fyrir hina hliðina á peningnum, enda bregður fyrir einskonar ofurfókus, þótt erfitt geti verið fanga hann að vild og hann lúti oft í lægra haldi fyrir verkkvíða og framtaksleysi. Þótt ég kjósi sjálfur ekki að nota lyf við athyglisbresti, þá er ég þakklátur fyrir greininguna sem ég hlaut fyrir nokkrum árum, enda lærir maður að skilja sjálfan sig betur og um leið að fyrirgefa sér fyrir ákveðna vankanta og misbresti. Ég þróaði einnig snemma með mér fíknivanda og var, eins og alkohólistar lýsa gjarnan, sífellt að reyna að fylla eitthvert tómarúm innra með mér. Eins og liggur í hlutarins eðli, þá er alveg sama hvað alkinn innbyrðir mikið magn af áfengi eða öðrum efnum, tómarúmið fyllist aldrei - með þeirri aðferð a.m.k. Ég hef þó blessunarlega verið laus við bakkus í 22 ár, þökk sé SÁÁ, góðum vinum og æðri mætti og tel mína mestu gjöf að börnin mín hafi aðeins kynnst mér allsgáðum. Ein birtingarmynd hins lága sjálfsmats var að ég var stöðugt að leita að einhverjum eða einhverju sem væri með lausnina við öllum mínum vandamálum (sem flest bjuggu auðvitað að mestu leyti í hausnum á mér). Ég las hverja sjálfshjálparbókina á fætur annarri og þegar ég bjó í Bandaríkjunum heyrði ég einmitt frasann: „Hvernig geturðu vitað hvort einhver er alki eða ekki? Jú, edrú alakana er að finna við sjálfshjálparbóka-rekkann í Barnes & Noble.“ Af hverju er ég að rifja upp þessa oft miður-skemmtilegu hlið á löngu-liðnu lífskeiði eða yfirhöfuð að bera hana á torg? Ég rakst í dag á tilvitnun úr einni af þeim bókum sem ég las á sínum tíma í leit að lausnum allra minna vandamála, en það var bók eftir heimspekinginn Jiddu Krishnamurti. Fyrir þá sem ekki til hans þekkja, þá var hann stórmerkilegur maður, ekki síst fyrir þá staðreynd að eftir að hafa verið alinn upp og í raun valinn af Guðspekifélaginu (Theosophical Society) til þess að verða hinn nýi Messías, þá afneitaði hann þeirri viðurkenningu og lagði í kjölfarið þvert á móti áherslu á að maðurinn þyrfti að hafna hverskyns veraldlegri leiðsögn, enda væri sannleikann að finna innra með hverjum og einum. Hann s.s. hafnaði með öllu hverskonar tilbeiðslu og dýrkun, hvort sem það var á yfirvaldi eða gúrúum, þ.m.t. á sjálfum sér. Ég man eftir að hafa orðið fyrir ákveðinni hugljómun þegar ég las Krishnamurti, en hafði á sínum tíma einfaldlega ekki þroska til þess að meðtaka sennilega hans mikilvægustu skilaboð, þ.e. að hætta að leita að sannleikanum hjá einhverjum öðrum, heldur að treysta eigin innsæi. Ég hélt því áfram í mörg ár að leita að lausnum hjá hinum og þessum og oft var ég fullviss um að sá eða hinn væri með hina fullkomnu lausn, þótt undantekningalaust væri um tálsýn að ræða. Með þessu er ég ekki að segja að við getum ekki lært ótakmarkað af öðrum og reglulega fengið lánaða dómgreind. Það segir sig sjálft að það er okkur öllum hollt að eiga fyrirmyndir, að ekki sé minnst á alla kennarana okkar, hvort sem er í skólakerfinu eða skóla lífsins. Það sem ég hef hins vegar komist að í seinni tíð er að þessi grundvallarlexía Krishnamurti - sem mér tókst á sínum tíma að fara á mis við þótt hún hafi starað blákalt á mig - er sá vegvísir sem ég var alla tíð að leita að - að hlusta á innsæið og helst ekki láta hópþrýsting, strauma eða stefnur hafa áhrif á hlustun mína á því. Að sjálfsögðu er ég jafn breyskur og hver annar og gleymi reglulega að hlusta, en ég ætla að leyfa mér að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi mannkynið staðið frammi fyrir áskorunum sem krefjast þess jafnmikið að við stöndum með innsæinu okkar, enda atlagan að sjálfstæðri hugsun aldrei verið meiri. Höfundur er tónlistarmaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun