Móðir fíkils: „Við færum ekki svona illa með dýrin okkar“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 21:02 Signý Hjartardóttir hefur undanfarna daga annast son sinn í hræðilegum fíkniefnafráhvörfum. Vísir/Sigurjón Móðir manns sem berst við eiturlyfjafíkn hefur undanfarna daga keyrt út um allan bæ og fengið lyf hjá ókunnugu fólki við fráhvörfum sonar síns. Hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og segir engan grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. Sonur Signýar Hjartardóttur er 46 ára heróín-og morfínfíkill sem undanfarin ár hefur verið búsettur í Portúgal. Fyrir stuttu var hann loks tilbúinn að fara í meðferð og með fjárhagslegri aðstoð frá fjölskyldu og vinum tókst Signý að fara út til Portúgal, sækja son sinn og koma honum heim til Íslands. Klippa: Segir heilbrigðiskerfið ekki grípa þá sem vilja þiggja hjálp Hér á Íslandi komu mæðginin hinsvegar alls staðar að lokuðum dyrum og undanfarna daga hefur Signý þurft að annast son sinn í hræðilegum fráhvörfum. Hún hefur keyrt út um allan bæ og fengið róandi lyf frá ókunnugu fólki sem hefur boðið fram aðstoð sína eftir að Signý opnaði sig um ástandið í færslu á Facebook. „Ég er búin að vera með hann heima, fárveikan af fráhvörfum í tíu, tólf daga. Hann var lagður inn á bráðamóttökuna í tvo daga og útskrifaður þaðan án þess að vera með lyf. Mér finnst alveg ótrúlegt árið 2023 að ég sé búin að vera að snapa lyfjum af öðru fólki, en ekki læknum eða öðru slíku sem hafa vit á hvaða lyf þarf að nota. Hann er ekki búinn að nota dóp frá því að við komum heim og ég hef geta haldið honum heima. En hann er búinn að vera rosalega veikur og ég get varla sagt að ég hafi sofið í viku,“ segir Signý. Fékk aðstoð frá þingmanni Signý segist alls staðar koma að lokuðum dyrum. „Við erum búin að fara allan hringinn, alla vikuna, á alla þessa staði. Bráðamóttakan vísar á bráðageðdeildina. Bráðageðdeildin vísar á heilsugæsluna, þar færðu ekki tíma, þá ferðu á vaktina og situr þar í tvo tíma, en þar má ekki skrifa upp á róandi." Signý sendi fjórum þingmönnum póst og lýsti stöðu sinni. Hún fékk svar frá einum þeirra, Jakobi Frímanni Magnússyni og segir hún það honum að þakka að sonur hennar komist inn á Vog núna á fimmtudag. Áður hafði henni verið sagt að um fimm mánaða biðlisti væri eftir plássi. „Hann er búinn að vera bara yndislegur, er búinn að fylgja eftir öllu sem hann sagðist ætla gera. Hann er búinn að vera í góðu sambandi við mig og hefur í raun verið eini stuðningurinn sem við höfum fengið.“ Skinn og bein og fárveikur Signý segir ástandið á syni sínum mjög slæmt. „Hann heldur engu niðri og er bara skinn og bein. Það er ekkert búið að skoða hann, hann getur varla labbað. Fólk sem hefur gengið í gengum þetta veit hvernig þetta er, þetta er ekkert grín. Ég hef ekki getað vikið frá honum og þarf að vaka á nóttunni. Hann náttúrulega sefur bara augnablik í einu og svo er bara fárveikur.“ Signý gagnrýnir kerfið harðlega og þá staðreynd að sonur hennar fái ekki lyf við verstu fráhvörfunum á meðan hann bíður eftir að komast í meðferð. „Við færum ekki svona illa með dýrin okkar. Af hverju að láta fólk þjást þegar það eru til lyf við þessu? Það er líka einn punktur í þessu, kannski á að láta fólk þjást því þau geta sjálfu sér um kennt að hafa verið að nota dóp. Það er enn þá sú hugsun. Samt er búið að viðurkenna þetta sem sjúkdóm, þegar þetta er orðið fíkn, en það nær ekki lengra en þetta.“ „Þegar fólk er tilbúið þá þarf að grípa það“ Signý segir sérstaklega mikilvægt að grípa fíkla þegar þeir eru tilbúnir að hætta. „Eins og í hans tilfelli, hann er búinn að vera í heróíni, morfíni og kókaíni. Þetta er ekkert grín, þú hættir þessu ekkert, þetta er ekki eins að fara í megrun eða eitthvað svoleiðis. Þegar fólk er tilbúið þá þarf að grípa það. Ég ætlaði að sækja hann í nóvember en þá lokaðist sá gluggi af því að ég átti ekki efni á því að fara út. Svo ákvað ég að biðja fjölskylduna um hjálp núna og fór og já, hann var ekki glæsilegur þar sem ég fann hann. Þetta er búið að vera mikil örvænting og erfitt að horfa upp á, en hann vill hjálp." Signý segist vera tilbúin til að hafa son sinn heima í fráhvörfum en til að það sé hægt þurfi hann að fá lyf. „Svo hann sé ekki hljóðandi, ælandi og ósjálfbjarga. En það var ekki hægt. Eins og ég segi, við færum ekki svona illa með dýrin okkar. Það þarf að grípa þetta fólk þegar það er tilbúið, það getur ekkert beðið. Við erum að missa fullt af fólki og ég er ekkert viss um að hann lifi endilega þetta af.“ Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Sonur Signýar Hjartardóttur er 46 ára heróín-og morfínfíkill sem undanfarin ár hefur verið búsettur í Portúgal. Fyrir stuttu var hann loks tilbúinn að fara í meðferð og með fjárhagslegri aðstoð frá fjölskyldu og vinum tókst Signý að fara út til Portúgal, sækja son sinn og koma honum heim til Íslands. Klippa: Segir heilbrigðiskerfið ekki grípa þá sem vilja þiggja hjálp Hér á Íslandi komu mæðginin hinsvegar alls staðar að lokuðum dyrum og undanfarna daga hefur Signý þurft að annast son sinn í hræðilegum fráhvörfum. Hún hefur keyrt út um allan bæ og fengið róandi lyf frá ókunnugu fólki sem hefur boðið fram aðstoð sína eftir að Signý opnaði sig um ástandið í færslu á Facebook. „Ég er búin að vera með hann heima, fárveikan af fráhvörfum í tíu, tólf daga. Hann var lagður inn á bráðamóttökuna í tvo daga og útskrifaður þaðan án þess að vera með lyf. Mér finnst alveg ótrúlegt árið 2023 að ég sé búin að vera að snapa lyfjum af öðru fólki, en ekki læknum eða öðru slíku sem hafa vit á hvaða lyf þarf að nota. Hann er ekki búinn að nota dóp frá því að við komum heim og ég hef geta haldið honum heima. En hann er búinn að vera rosalega veikur og ég get varla sagt að ég hafi sofið í viku,“ segir Signý. Fékk aðstoð frá þingmanni Signý segist alls staðar koma að lokuðum dyrum. „Við erum búin að fara allan hringinn, alla vikuna, á alla þessa staði. Bráðamóttakan vísar á bráðageðdeildina. Bráðageðdeildin vísar á heilsugæsluna, þar færðu ekki tíma, þá ferðu á vaktina og situr þar í tvo tíma, en þar má ekki skrifa upp á róandi." Signý sendi fjórum þingmönnum póst og lýsti stöðu sinni. Hún fékk svar frá einum þeirra, Jakobi Frímanni Magnússyni og segir hún það honum að þakka að sonur hennar komist inn á Vog núna á fimmtudag. Áður hafði henni verið sagt að um fimm mánaða biðlisti væri eftir plássi. „Hann er búinn að vera bara yndislegur, er búinn að fylgja eftir öllu sem hann sagðist ætla gera. Hann er búinn að vera í góðu sambandi við mig og hefur í raun verið eini stuðningurinn sem við höfum fengið.“ Skinn og bein og fárveikur Signý segir ástandið á syni sínum mjög slæmt. „Hann heldur engu niðri og er bara skinn og bein. Það er ekkert búið að skoða hann, hann getur varla labbað. Fólk sem hefur gengið í gengum þetta veit hvernig þetta er, þetta er ekkert grín. Ég hef ekki getað vikið frá honum og þarf að vaka á nóttunni. Hann náttúrulega sefur bara augnablik í einu og svo er bara fárveikur.“ Signý gagnrýnir kerfið harðlega og þá staðreynd að sonur hennar fái ekki lyf við verstu fráhvörfunum á meðan hann bíður eftir að komast í meðferð. „Við færum ekki svona illa með dýrin okkar. Af hverju að láta fólk þjást þegar það eru til lyf við þessu? Það er líka einn punktur í þessu, kannski á að láta fólk þjást því þau geta sjálfu sér um kennt að hafa verið að nota dóp. Það er enn þá sú hugsun. Samt er búið að viðurkenna þetta sem sjúkdóm, þegar þetta er orðið fíkn, en það nær ekki lengra en þetta.“ „Þegar fólk er tilbúið þá þarf að grípa það“ Signý segir sérstaklega mikilvægt að grípa fíkla þegar þeir eru tilbúnir að hætta. „Eins og í hans tilfelli, hann er búinn að vera í heróíni, morfíni og kókaíni. Þetta er ekkert grín, þú hættir þessu ekkert, þetta er ekki eins að fara í megrun eða eitthvað svoleiðis. Þegar fólk er tilbúið þá þarf að grípa það. Ég ætlaði að sækja hann í nóvember en þá lokaðist sá gluggi af því að ég átti ekki efni á því að fara út. Svo ákvað ég að biðja fjölskylduna um hjálp núna og fór og já, hann var ekki glæsilegur þar sem ég fann hann. Þetta er búið að vera mikil örvænting og erfitt að horfa upp á, en hann vill hjálp." Signý segist vera tilbúin til að hafa son sinn heima í fráhvörfum en til að það sé hægt þurfi hann að fá lyf. „Svo hann sé ekki hljóðandi, ælandi og ósjálfbjarga. En það var ekki hægt. Eins og ég segi, við færum ekki svona illa með dýrin okkar. Það þarf að grípa þetta fólk þegar það er tilbúið, það getur ekkert beðið. Við erum að missa fullt af fólki og ég er ekkert viss um að hann lifi endilega þetta af.“
Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira