Tom Brady tilkynnir að hann sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 13:37 Tom Brady segist nú hafa spilað sinn síðasta NFL-leik á ferlinum. AP/Mark LoMoglio Tom Brady, sigursælasti leikmaður NFL-deildarinnar og að flestra mati besti leikmaður sögunnar, tilkynnti í dag að hann sé hættur að spila. Vangaveltur voru uppi um framtíð Brady sem heldur upp á 46 ára afmælið sitt í haust. Hann tók af allan vafa með því að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann sé hættur. Brady varð alls sjö sinnum NFL-meistari á ferlinum, oftar en allir aðrir, og spilað alls tíu Super Bowl leiki, ofar en allir aðrir. Hann á líka fjölmörg önnur NFL-met. Alls spilaði Brady 335 deildarleiki í NFL og kastaði í þeim fyrir 649 snertimörkum. Í viðbót spilaði hann 48 leiki í úrslitakeppninni og kastaði þar fyrir 88 snertimörkum til viðbótar. Brady spilaði sitt 23. og síðasta tímabil með Tampa Bay Buccaneers liðinu í vetur en liðið var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrstu tuttugu tímabilin spilaði hann aftur á móti með New England Patriots liðinu þar sem hann varð sex sinnum NFL-meistari, fyrst 2002 og síðast 2019. Kannski taka einhverjir því með fyrirvara þegar að hann segist vera hættur því hann hætti við að hætta eftir síðasta tímabil og sú ákvörðun átti mikinn þátt í enda hjónaband hans. Brady segist í stuttri yfirlýsingu sinni á samfélagsmiðlum hafa tekið þá ákvörðun núna að segja frá þessu sjálfur eftir allt sem gekk á í fyrra. Hann sagði líka að núna væri hann endanlega hættur. Truly grateful on this day. Thank you pic.twitter.com/j2s2sezvSS— Tom Brady (@TomBrady) February 1, 2023 NFL Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira
Vangaveltur voru uppi um framtíð Brady sem heldur upp á 46 ára afmælið sitt í haust. Hann tók af allan vafa með því að segja frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann sé hættur. Brady varð alls sjö sinnum NFL-meistari á ferlinum, oftar en allir aðrir, og spilað alls tíu Super Bowl leiki, ofar en allir aðrir. Hann á líka fjölmörg önnur NFL-met. Alls spilaði Brady 335 deildarleiki í NFL og kastaði í þeim fyrir 649 snertimörkum. Í viðbót spilaði hann 48 leiki í úrslitakeppninni og kastaði þar fyrir 88 snertimörkum til viðbótar. Brady spilaði sitt 23. og síðasta tímabil með Tampa Bay Buccaneers liðinu í vetur en liðið var slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrstu tuttugu tímabilin spilaði hann aftur á móti með New England Patriots liðinu þar sem hann varð sex sinnum NFL-meistari, fyrst 2002 og síðast 2019. Kannski taka einhverjir því með fyrirvara þegar að hann segist vera hættur því hann hætti við að hætta eftir síðasta tímabil og sú ákvörðun átti mikinn þátt í enda hjónaband hans. Brady segist í stuttri yfirlýsingu sinni á samfélagsmiðlum hafa tekið þá ákvörðun núna að segja frá þessu sjálfur eftir allt sem gekk á í fyrra. Hann sagði líka að núna væri hann endanlega hættur. Truly grateful on this day. Thank you pic.twitter.com/j2s2sezvSS— Tom Brady (@TomBrady) February 1, 2023
NFL Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sjá meira